Innlent

Neðri hluti Veðurspámannsins falinn af stríðnum íbúum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sundskýlan er úr ull. Veitir ekki af í kuldatíðinni.
Sundskýlan er úr ull. Veitir ekki af í kuldatíðinni. Mynd/Róbert Daníel Jónsson
Svo virðist sem að stríðnir íbúar á Blönduósi hafi klætt Veðurspámanninn, styttu eftir Ásmund Sveinsson, í sundskýlu úr ull.

Í frétt á vef Húna er málið sett í samhengi við umdeilda ákvörðun Seðlabankans að fjarlægja málverk Gunnlaugs Blöndals sem sýndi brjóst konu.

Um afsteypu er að ræða og prýðir hún Blönduóstorg.

„Veðurspámaðurinn stendur þar og gáir til veðurs og er ekki í neinni flík. Nú hefur einhver tekið sig til og klætt Veðurspámanninn á Blönduósi í ullarskýlu sem líkist mjög frægri Speedo skýlu þekkst fyrrum íbúa á Blönduósi. Það er ljóst að í Prjónabænum Blönduósi líðst ekki lengur að menn standi á tippinu og líti til veðurs. Nekt skal hulin,“ segir í nokkuð gamansömum tón á vef Húna.

Ansi lagleg skýla.Mynd/Róbert Daníel Jónsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×