Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra um þær ásakanir sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Jón Baldvin hefur vísað ásökunum á bug og sagt aðstæður sviðsettar.

Þá sjáum við myndir frá vettvangi björgunar í fjörunni við Þorlákshöfn í hádeginu í dag þegar konu var bjargað úr flæðarmálinu en aðstæður á vettvangi reyndur erfiðar vega kletta, ísingar og sjógangs.

Fáum viðbrögð formanns Eflingar við orðum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er ekki tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ.

Heyrum af niðurstöðum úr samnorrænni rannsókn um neteinelti en stelpur í áttunda bekk eru líklegastar til að verða fyrir einelti á netinu og segjum frá því hve alvarlegt það er fyrir stoðkerfið að sitja allan daginn í vinnunni.

Leiksýning í Hveragerði og Ofurskálin í Ameríku ásamt mörgu öðru í kvöldfréttum Stöðvar 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×