Segir íbúa miðbæjarins ósátta við tímabundið áfengisleyfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:14 Kolbrún segir íbúa lanþreytta Sjö staðir í Reykjavík hafa fengið tímabundið áfengisleyfi í nótt þar sem einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin fer fram. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt ákvörðun borgarinnar þar sem hún segir íbúa mjög ósátta. Í nótt fer fram einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin eins og hann er kallaður hérlendis. Um er að ræða amerískan fótboltaleik sem sýndur er í nótt. Vegna viðburðarins hafa sjö staðir í Reykjavík fengið framlengdan opnunartíma ásamt tímabundnu áfengisleyfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi ákvörðunina en hún hefur fengið fjölda kvartana frá íbúum miðbæjarins. „Þarna er hópur fólks í miðbænum sem er orðinn langþreyttur á versnandi ástandi þegar kemur að endalausum skemmtana- og vínveitingaleyfum í miðbænum sem halda heilu hverfunum í gíslingu með yfirgengilegum hávaða og tillitsleysi. Hvað varðar næturró og friðhelgi einkalífsins er þetta komið langt yfir þau mörk,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir. Að hennar mati er reglugerð um hávaða hunsuð. „Reglugerðin miðar að því að allt svona hætti klukkan 23 en nú er hávaðinn langt fram eftir nóttu. Þau segja sjálf að þeim sé haldið í gíslingu í miðborginni. Mér finnst kominn tími til að stjórnendur borgarinnar hugsi þetta til enda,“ sagði Kolbrún. Leikurinn hefst klukkan 23.30 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, en dagskrá hefst klukkan 22. Áfengi og tóbak Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Sjö staðir í Reykjavík hafa fengið tímabundið áfengisleyfi í nótt þar sem einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin fer fram. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt ákvörðun borgarinnar þar sem hún segir íbúa mjög ósátta. Í nótt fer fram einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin eins og hann er kallaður hérlendis. Um er að ræða amerískan fótboltaleik sem sýndur er í nótt. Vegna viðburðarins hafa sjö staðir í Reykjavík fengið framlengdan opnunartíma ásamt tímabundnu áfengisleyfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi ákvörðunina en hún hefur fengið fjölda kvartana frá íbúum miðbæjarins. „Þarna er hópur fólks í miðbænum sem er orðinn langþreyttur á versnandi ástandi þegar kemur að endalausum skemmtana- og vínveitingaleyfum í miðbænum sem halda heilu hverfunum í gíslingu með yfirgengilegum hávaða og tillitsleysi. Hvað varðar næturró og friðhelgi einkalífsins er þetta komið langt yfir þau mörk,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir. Að hennar mati er reglugerð um hávaða hunsuð. „Reglugerðin miðar að því að allt svona hætti klukkan 23 en nú er hávaðinn langt fram eftir nóttu. Þau segja sjálf að þeim sé haldið í gíslingu í miðborginni. Mér finnst kominn tími til að stjórnendur borgarinnar hugsi þetta til enda,“ sagði Kolbrún. Leikurinn hefst klukkan 23.30 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, en dagskrá hefst klukkan 22.
Áfengi og tóbak Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira