Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 21:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Getty/Jeff J. Mitchell Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41