Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 33-21 │Valur skellti Stjörnunni Svava Kristín Grétarsdóttir í Origohöllinni skrifar 2. febrúar 2019 22:30 Valsmenn fagna í kvöld. vísir/bára Valur vann 12 marka sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í kvöld, 33-21. Annar stórsigur Vals á Garðbæingum þetta tímabilið, en fyrri leikinn unnu þeir með 16 mörkum. Staðan í hálfleik var 14-12, Val í vil. Liðin voru lengi að finna taktinn en þetta var fyrsti leikurinn eftir langt frí og það mátti alveg sjá á leik liðanna í kvöld. Leikurinn var jafn framan af, bæði lið eins og fyrr segir, lengi í gang og sóknarleikurinn var höktandi en staðan var 14-12 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu sem hentaði þeim vel í kvöld. Þeir náðu að hægja á leiknum og skapa sér góð færi en það vantaði upp á nýtingu þeirra færa sem þeir sköpuðu sér. Heimamenn nýttu sér hálfleikinn vel og mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan 23-14, eftir 9-2 kafla Valsmanna. Á 15 mínútum skoraði Stjarnan aðeins tvö mörk og var þeirra leikur orðinn að engu. Þeir skiptu aftur yfir í hefðbundna uppstillingu og kláruðu leikinn þannig. Leiknum lauk svo með 12 marka sigri Vals, 33-21. Ýmir Örn Gíslason fer inn af línunni í kvöld.vísir/báraAf hverju vann Valur?Valur er einfaldlega töluvert betra lið en Stjarnan og þeir hafa sýnt það í vetur með tveimur stórsigrum. Hverjir stóðu upp úr?Í liði Vals var það Anton Rúnarsson sem stóð upp úr hann var með 6 mörk og alls 11 stoðsendingar, frábær í kvöld en Agnar Smári Jónsson, leit einnig mjög vel út. Agnar Smári var markahæstur með 7 mörk. Það var enginn sem stóð upp úr í liði Stjörnunnar en ungi leikmaðurinn, Andri Már Rúnarsson, var flottur og skilaði fínum leik. Hann skoraði 4 mörk en Aron Dagur Pálsson var atkvæðamestur með 6 mörk en úr 14 tilraunum. Markverðir liðanna áttu fínan leik, Daníel Freyr Andrésson byrjaði í markinu hjá Val og varði 5 skot en það dró snemma af honum og fékk þá Einar Baldvin tækifærið. Hann átti frábæra innkomu og varði 10 skot og var með 50% markvörslu. Sveinbjörn Pétursson stóð lengst af í markinu hjá Stjörnunni og varði 10 bolta með 33% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk bagalega í upphafi leiks og engu líkara en að um æfingaleik væri að ræða. Það breyttist þó þegar líða tók á leikinn og stigu leikmenn Vals þá upp. Heilt yfir var leikur Stjörnunnar slakur, vörnin alls ekki góð en liðið sýndi ágætis kafla sóknarlega í fyrri hálfleik. Hvað er framundan? Í næstu umferð mætir Stjarnan FH á meðan Valur fer í heimsókn í Breiðholtið þar sem þeir mæta ÍR.Rúnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/báraRúnar: Hengdum haus „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum.Snorri var líflegur í kvöld.vísir/báraSnorri Steinn: Alltaf gott að vinna svona stórt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var ánægður með stórsigur sinna manna í fyrsta leik liðsins eftir langa pásu. „Það er nátturlega búið að vera löng pása og þá rennur maður alltaf aðeins blint í sjóinn. Þetta er auðvitað ekkert nýtt en alltaf smá fiðringur að byrja aftur.“ „Enda sást það kannski aðeins í byrjun að þetta var ekkert frábær handbolti en mér fannst við svara því vel og seinni hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur.“ sagði Snorri um leik sinna manna í kvöld „Þeir spiluðu mikið 7 á 6 og það hægir á leiknum en við vorum líka aðeins að klikka bæði í hraðaupphlaupum og af línunni. Við hefðum kannski alveg getað verið búnir að vinna okkur fyrr inn í leikinn. En það er líka alveg viðbúið þegar menn hafa verið í langri pásu að menn þurfi aðeins að hrista þetta af sér“ sagði Snorri en sagði ennfremur það vera jákvætt hvernig þeir unnu sig inní leikinn þegar leið á Magnús Óli Magnússon, lenti í samstuði á fimmtu mínútu leiksins og kom ekki meira við sögu. Þetta leit ekki vel út en Snorri segist ekki hafa áhyggjur af honum þótt staðan sé ekki góð eins og er. Þá þurfti Róbert Aron Hostert einnig að setjast á bekkinn þegar leið á leikinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hælnum og ákváðu þeir Snorri og Gulli að hvíla hann. „Staðan er ekkert frábær á Magga núna en ekkert sem við höfum áhyggjur af og sama með Robba, hann hefur verið aðeins laskaður. Þegar við sáum í hvað stefndi þá ákváðum við að hvíla hann, svo erum við bara með góða breidd og getum leyft okkur það líka.“ Olís-deild karla
Valur vann 12 marka sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í kvöld, 33-21. Annar stórsigur Vals á Garðbæingum þetta tímabilið, en fyrri leikinn unnu þeir með 16 mörkum. Staðan í hálfleik var 14-12, Val í vil. Liðin voru lengi að finna taktinn en þetta var fyrsti leikurinn eftir langt frí og það mátti alveg sjá á leik liðanna í kvöld. Leikurinn var jafn framan af, bæði lið eins og fyrr segir, lengi í gang og sóknarleikurinn var höktandi en staðan var 14-12 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu sem hentaði þeim vel í kvöld. Þeir náðu að hægja á leiknum og skapa sér góð færi en það vantaði upp á nýtingu þeirra færa sem þeir sköpuðu sér. Heimamenn nýttu sér hálfleikinn vel og mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan 23-14, eftir 9-2 kafla Valsmanna. Á 15 mínútum skoraði Stjarnan aðeins tvö mörk og var þeirra leikur orðinn að engu. Þeir skiptu aftur yfir í hefðbundna uppstillingu og kláruðu leikinn þannig. Leiknum lauk svo með 12 marka sigri Vals, 33-21. Ýmir Örn Gíslason fer inn af línunni í kvöld.vísir/báraAf hverju vann Valur?Valur er einfaldlega töluvert betra lið en Stjarnan og þeir hafa sýnt það í vetur með tveimur stórsigrum. Hverjir stóðu upp úr?Í liði Vals var það Anton Rúnarsson sem stóð upp úr hann var með 6 mörk og alls 11 stoðsendingar, frábær í kvöld en Agnar Smári Jónsson, leit einnig mjög vel út. Agnar Smári var markahæstur með 7 mörk. Það var enginn sem stóð upp úr í liði Stjörnunnar en ungi leikmaðurinn, Andri Már Rúnarsson, var flottur og skilaði fínum leik. Hann skoraði 4 mörk en Aron Dagur Pálsson var atkvæðamestur með 6 mörk en úr 14 tilraunum. Markverðir liðanna áttu fínan leik, Daníel Freyr Andrésson byrjaði í markinu hjá Val og varði 5 skot en það dró snemma af honum og fékk þá Einar Baldvin tækifærið. Hann átti frábæra innkomu og varði 10 skot og var með 50% markvörslu. Sveinbjörn Pétursson stóð lengst af í markinu hjá Stjörnunni og varði 10 bolta með 33% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk bagalega í upphafi leiks og engu líkara en að um æfingaleik væri að ræða. Það breyttist þó þegar líða tók á leikinn og stigu leikmenn Vals þá upp. Heilt yfir var leikur Stjörnunnar slakur, vörnin alls ekki góð en liðið sýndi ágætis kafla sóknarlega í fyrri hálfleik. Hvað er framundan? Í næstu umferð mætir Stjarnan FH á meðan Valur fer í heimsókn í Breiðholtið þar sem þeir mæta ÍR.Rúnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/báraRúnar: Hengdum haus „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum.Snorri var líflegur í kvöld.vísir/báraSnorri Steinn: Alltaf gott að vinna svona stórt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var ánægður með stórsigur sinna manna í fyrsta leik liðsins eftir langa pásu. „Það er nátturlega búið að vera löng pása og þá rennur maður alltaf aðeins blint í sjóinn. Þetta er auðvitað ekkert nýtt en alltaf smá fiðringur að byrja aftur.“ „Enda sást það kannski aðeins í byrjun að þetta var ekkert frábær handbolti en mér fannst við svara því vel og seinni hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur.“ sagði Snorri um leik sinna manna í kvöld „Þeir spiluðu mikið 7 á 6 og það hægir á leiknum en við vorum líka aðeins að klikka bæði í hraðaupphlaupum og af línunni. Við hefðum kannski alveg getað verið búnir að vinna okkur fyrr inn í leikinn. En það er líka alveg viðbúið þegar menn hafa verið í langri pásu að menn þurfi aðeins að hrista þetta af sér“ sagði Snorri en sagði ennfremur það vera jákvætt hvernig þeir unnu sig inní leikinn þegar leið á Magnús Óli Magnússon, lenti í samstuði á fimmtu mínútu leiksins og kom ekki meira við sögu. Þetta leit ekki vel út en Snorri segist ekki hafa áhyggjur af honum þótt staðan sé ekki góð eins og er. Þá þurfti Róbert Aron Hostert einnig að setjast á bekkinn þegar leið á leikinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hælnum og ákváðu þeir Snorri og Gulli að hvíla hann. „Staðan er ekkert frábær á Magga núna en ekkert sem við höfum áhyggjur af og sama með Robba, hann hefur verið aðeins laskaður. Þegar við sáum í hvað stefndi þá ákváðum við að hvíla hann, svo erum við bara með góða breidd og getum leyft okkur það líka.“