Segir óþreyju farið að gæta hjá félagsmönnum á Akranesi Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. febrúar 2019 07:30 Fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur ræða stöðuna. Fréttablaðið/Sigtryggur Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist finna fyrir auknum þrýstingi sinna félagsmanna. Það renni hratt úr tímaglasinu. Verkefnið sé þó viðamikið og samspil við stjórnvöld miklu meira en áður hafi þekkst. Formaður Framsýnar á Húsavík telur félögin fjögur sem hafa vísað til ríkissáttasemjara úti í kuldanum. „Við fórum svo sem yfir nokkur atriði sem við teljum að sé full ástæða til að vinna áfram í smærri hópum. Það eru fjölmörg atriði í okkar kröfugerð sem við erum að reyna að þoka okkur áfram með. Atriði sem við erum til dæmis sammála um að þurfi að taka og dýpka umræðuna um,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær en næsti fundur verður á miðvikudag. Vilhjálmur segir ljóst að það renni skarpt úr stundaglasinu og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum sínum. „Við finnum fyrir auknum þrýstingi en jafnframt skilningi á því að þetta geti tekið tíma. Þetta er viðamikið verkefni sem er hér undir og verður að fá að taka þann tíma sem þarf. Það er samt sem áður alveg ljóst að menn ætla ekkert að bíða bara og bíða.“ Vilhjálmur segir beðið eftir því að það skýrist hvort og hvernig stjórnvöld ætli að koma að kjarasamningunum til þess að hægt sé að leggja heildstætt mat á stöðuna. „Samspil við stjórnvöld verður í þessum samningum miklu meira en hefur kannski áður þekkst.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir ganginn í viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA ágætan varðandi sérmálin en að launamálin séu í raun bara í bið. „Það verður eitthvað að fara að gerast varðandi launaliðinn og launatöflurnar. Ef það fara ekki að koma fram einhver svör við okkar tillögum og kröfum í lok næstu viku þá sé ég ekki að menn geti beðið lengur með að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann. Aðalsteinn segir stéttarfélögin fjögur sem þegar hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara vera svolítið úti í kuldanum. „Þau vísuðu fyrir rúmum mánuði síðan og enn er staðan sú að þau hafa ekki séð neinar launatölur frá SA.“ Meðal þeirra þátta sem ræddir hafa verið á fundum SGS og SA eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem Aðalsteini hugnast mjög illa. „Ég hafna öllum hugmyndum sem ganga út á að skerða neysluhlé starfsmanna eða breyta dagvinnutímabili eða færa yfirvinnutímabil milli mánaða og gera að dagvinnu. Ég er algerlega á móti þessu og trúi seint að verkalýðshreyfingin ætli að ljá máls á þessu.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist finna fyrir auknum þrýstingi sinna félagsmanna. Það renni hratt úr tímaglasinu. Verkefnið sé þó viðamikið og samspil við stjórnvöld miklu meira en áður hafi þekkst. Formaður Framsýnar á Húsavík telur félögin fjögur sem hafa vísað til ríkissáttasemjara úti í kuldanum. „Við fórum svo sem yfir nokkur atriði sem við teljum að sé full ástæða til að vinna áfram í smærri hópum. Það eru fjölmörg atriði í okkar kröfugerð sem við erum að reyna að þoka okkur áfram með. Atriði sem við erum til dæmis sammála um að þurfi að taka og dýpka umræðuna um,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær en næsti fundur verður á miðvikudag. Vilhjálmur segir ljóst að það renni skarpt úr stundaglasinu og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum sínum. „Við finnum fyrir auknum þrýstingi en jafnframt skilningi á því að þetta geti tekið tíma. Þetta er viðamikið verkefni sem er hér undir og verður að fá að taka þann tíma sem þarf. Það er samt sem áður alveg ljóst að menn ætla ekkert að bíða bara og bíða.“ Vilhjálmur segir beðið eftir því að það skýrist hvort og hvernig stjórnvöld ætli að koma að kjarasamningunum til þess að hægt sé að leggja heildstætt mat á stöðuna. „Samspil við stjórnvöld verður í þessum samningum miklu meira en hefur kannski áður þekkst.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir ganginn í viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA ágætan varðandi sérmálin en að launamálin séu í raun bara í bið. „Það verður eitthvað að fara að gerast varðandi launaliðinn og launatöflurnar. Ef það fara ekki að koma fram einhver svör við okkar tillögum og kröfum í lok næstu viku þá sé ég ekki að menn geti beðið lengur með að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann. Aðalsteinn segir stéttarfélögin fjögur sem þegar hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara vera svolítið úti í kuldanum. „Þau vísuðu fyrir rúmum mánuði síðan og enn er staðan sú að þau hafa ekki séð neinar launatölur frá SA.“ Meðal þeirra þátta sem ræddir hafa verið á fundum SGS og SA eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem Aðalsteini hugnast mjög illa. „Ég hafna öllum hugmyndum sem ganga út á að skerða neysluhlé starfsmanna eða breyta dagvinnutímabili eða færa yfirvinnutímabil milli mánaða og gera að dagvinnu. Ég er algerlega á móti þessu og trúi seint að verkalýðshreyfingin ætli að ljá máls á þessu.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira