Segir halla á önnur hverfi þar sem miðbærinn fékk mest jólaskraut Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 07:30 Oslóartréð á Austurvelli. Fréttablaðið/Vilhelm Af þeim ríflega 45 milljónum króna sem Reykjavíkurborg varði í skreytingar fyrir jólin 2017 fóru 32,5 milljónir, eða ríflega 72 prósent, í miðbæinn. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir hversu hátt hlutfall fór í skreytingar í miðbænum og minnir stjórnendur á að í borginni séu fleiri hverfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði í síðasta mánuði fram fyrirspurn þar sem hún óskaði eftir sundurliðun á jólaskreytingum eftir hverfum borgarinnar. Kolbrún segir að nokkrir borgarbúar hafi farið þess á leit við hana að hún óskaði eftir þessum upplýsingum. Í svari borgarinnar í borgarráði á fimmtudag kemur fram að það kostaði tæpar 32,6 milljónir króna að setja upp jólalýsingu í miðbænum og taka niður árið 2017. Á sama tíma var kostnaðurinn aðeins rúmar 40 þúsund krónur á Kjalarnesi, tæpar sex milljónir í Austurbænum og tæpar 6,5 milljónir í Vesturbænum. Kolbrún bókaði að þrátt fyrir að jólaskreytingar væru skemmtilegar og ekki gaman að vera agnúast út í þær þá væri þetta há upphæð. „Í þessu sambandi vill áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins minna á að ætíð skal gæta hófs, hagkvæmni og útsjónarsemi þegar verið er að sýsla með fé borgarbúa. Það stingur einnig nokkuð í augu í þessu svari hversu stórt hlutfall það er sem fer í skreytingar í miðbænum. Í borginni eru fleiri hverfi,“ segir Kolbrún enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Jól Borgarstjórn Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Af þeim ríflega 45 milljónum króna sem Reykjavíkurborg varði í skreytingar fyrir jólin 2017 fóru 32,5 milljónir, eða ríflega 72 prósent, í miðbæinn. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir hversu hátt hlutfall fór í skreytingar í miðbænum og minnir stjórnendur á að í borginni séu fleiri hverfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði í síðasta mánuði fram fyrirspurn þar sem hún óskaði eftir sundurliðun á jólaskreytingum eftir hverfum borgarinnar. Kolbrún segir að nokkrir borgarbúar hafi farið þess á leit við hana að hún óskaði eftir þessum upplýsingum. Í svari borgarinnar í borgarráði á fimmtudag kemur fram að það kostaði tæpar 32,6 milljónir króna að setja upp jólalýsingu í miðbænum og taka niður árið 2017. Á sama tíma var kostnaðurinn aðeins rúmar 40 þúsund krónur á Kjalarnesi, tæpar sex milljónir í Austurbænum og tæpar 6,5 milljónir í Vesturbænum. Kolbrún bókaði að þrátt fyrir að jólaskreytingar væru skemmtilegar og ekki gaman að vera agnúast út í þær þá væri þetta há upphæð. „Í þessu sambandi vill áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins minna á að ætíð skal gæta hófs, hagkvæmni og útsjónarsemi þegar verið er að sýsla með fé borgarbúa. Það stingur einnig nokkuð í augu í þessu svari hversu stórt hlutfall það er sem fer í skreytingar í miðbænum. Í borginni eru fleiri hverfi,“ segir Kolbrún enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Borgarstjórn Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira