Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 100-96 | Sigur hjá Grindvíkingum eftir háspennuleik Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar 3. febrúar 2019 22:15 Tindastólsmaðurinn Danero Thomas. Vísir/Bára Grindavík vann sætan sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og unnu sigur eftir fjögur töp í röð í deild og bikar. Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin voru að skora mikið. Fyrsti leikhluti var tiltölulega jafn en Stólarnir þó oftar með forystuna. Gestirnir tóku síðan aðeins af skarið í öðrum leikhluta, náðu mest níu stiga forskoti en heimamenn sýndu karakter og náðu að jafna. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 44-43 Tindastóli í vil. Baráttan hélt síðan áfram í síðari hálfleik. Grindvíkingar sýndu miklu meiri kraft og vilja í sínum aðgerðum en í undanförnum leikjum en liðin skiptust á að setja niður þrista og forystan flakkaði á milli. Lokafjórðungurinn var æsispennandi. Grindavík komst í 86-82 þegar fimm mínútur voru eftir en Stólarnir náðu vopnum sínum á ný og tóku forystuna. Ingvi Guðmundsson setti síðan afar mikilvægan þrist niður þegar hann kom Grindavík í 94-91 og eftir það létu heimamenn forystuna aldrei af hendi. Síðustu sekúndurnar fóru mikið fram á vítalínunni en Stólarnir voru nálægt því að koma sér í stöðu til að jafna þegar þeir stálu boltanum með 8 sekúndur á klukkunni og munurinn aðeins þrjú stig. Þeir töpuðu hins vegar boltanum klaufalega á leið upp völlinn og Grindvíkingar sigldu sigrinum heim, lokatölur 100-96. Lewis Clinch var stigahæstur heimamanna með 28 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 22 gegn sínum gömlu félögum. Hjá Tindastóli var Brynjar Þór Björnsson stigahæstur með 19 stig og Urald King skoraði 17 en aðeins tvö þeirra í síðari hálfleik.Af hverju vann Grindavík?Þeir sýndu baráttu og kraft sem hefur vantað hjá þeim í síðustu leikjum. Sóknin virtist rúlla betur eftir brotthvarf Tiegbe Bamba og þegar þeir fengu stúkuna með sér tvíefldust þeir. Augljóslega var varnarleikur þeirra ekki upp á sitt besta en Tindastólsmenn voru þó að setja nokkur erfið skot þegar heimamenn voru búnir að koma þeim í vandræði. Tindastóll sýndi engan vegin sitt rétta andlit í vörninni. Grindvíkingar skora 100 stig á þá sem oftast er of mikið ef ná á sigri. Stólarnir hafa verið í basli eftir áramótin og tapað leikjum. Israel Martin þarf að finna svör við vandræðum þeirra sem fyrst ef þeir ætla sér að halda í við Njarðvík á toppnum.Þessir stóðu upp úr:Lewis Clinch sýndi fína takta í kvöld þrátt fyrir nokkra klaufalega tapaða bolta í sókninni. Hann var að hitta betur en í síðustu leikjum og tróð þar að auki með tilþrifum í fyrri hálfleiknum, yfir Brynjar Þór Björnsson. Sigtryggur Arnar var frábær í fyrri hálfleik og setti mikilvæg stig í lokin þar að auki. Í heildina geta margir Grindvíkingar verið mjög sáttir með sinn leik. Ólafur sýndi oft gríðarlega baráttu og gaf sig í hvern bolta. Ingvi Guðmundsson tók ekki langan tíma í að finna fjölina sína hér á heimavelli og setti mikilvægar körfur. Hjá Stólunum var Urald King frábær í fyrri hálfleik en náði sér alls ekki á strik í þeim síðari. Brynjar Þór setti sínar körfur eins og hann er vanur en það vantaði að einhver skaraði fram úr í lokin.Hvað gekk illa?Varnir liðanna áttu sína kafla en það var mikið skorað í kvöld og því geta bæði liðin gert betur á þeim bænum. Urald King hvarf svolítið í síðari hálfleik, skoraði einungis tvö stig eftir hlé og gestirnir mega ekki við því að hann detti niður.Hvað gerist næst?Grindavík heldur í Njarðvík og mæta þar toppliði heimamanna. Þar verður við ramman reip að draga en þeir sýndu í kvöld að það er margt spunnið í þetta lið þeirra. Stöðugleiki hefur verið vandamál og spurning hvort þeir nái að mæta til leiks í Njarðvík af sama krafti og þeir gerðu í kvöld. Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn norður í næstu umferð en Garðbæingarnir eru líklega heitasta lið Dominos-deildarinnar um þessar mundir. Skagfirðingar gætu þó svarað efasemdarröddum með stæl þar. Jóhann Þór: Þetta fór í taugarnar á mér frá fyrsta degiJóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavíkvisir/bára„Það er vísindalega sannað að það er meira gaman að vinna en að tapa. Það sem skiptir mestu máli er að við setjum upp frammistöðu sem við getum verið sáttir við. Barátta, dugnaður, elja og vilji, það er allt til staðar og það sem menn ákveða að taka með sér. Það er erfitt að þjálfa það eða kenna,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn sæta gegn Tindastóli í kvöld. Sigurinn var kærkominn því Grindavík var búið að tapa fjórum leikjum í röð í deild og bikar. „Við fáum á okkur 96 stig sem er mikið þegar maður horfir á töfluna en þeir eru að setja niður mjög erfið skot, þrista í andlitið á okkur þegar við erum að rótera til baka. Klukkan var að renna út en þetta var báðum megin, flott sjónvarp og allir sáttir held ég.“ Grindavík á erfiðan leik í næstu umferð gegn Njarðvík á útivelli. „Við tökum vonandi þennan kraft með okkur sem einkenndi liðið hér í kvöld. Ef við setjum upp frammistöðu sem við erum sáttir við þá erum við færir í flestan sjó. Ég hef sagt það margoft og ég held áfram að tönnlast á því,“ bætti Jóhann við sem greinilega hefur mikla trú á sínu liði. Tiegbe Bamba var sendur frá Grindavík í vikunni eftir tapið gegn Val og athyglisvert að sjá hvernig liðið svaraði því með frammistöðunni í kvöld. „Við erum náttúrulega „man down“ eins og sagt er, reyndum að fá mann inn en það gekk ekki. Það er tækifæri fyrir aðra að taka þátt og þetta varð að gerast. Hann var engan veginn að passa inn í það sem við vorum að gera, hann náði því ekki blessaður. Hann var langt frá því að vera beittasti hnífurinn í skúffunni og var í bölvuðum vandræðum með einföldustu færslur.“ „Frá fyrsta degi fór þetta í taugarnar á mér og þetta var farið að fara á mannskapinn. Þetta var eitthvað sem við urðum að gera og núna spilum við bara úr þeim spilum sem við höfum.“ Þrátt fyrir misjafnt gengi í vetur hefur verið fínasta mæting í Mustad-höllina hjá Grindvíkingum í vetur og stemmningin í kvöld var góð, bæði hjá heimamönnum og Skagfirðingum í stúkunni. „Þetta er búið að vera til fyrirmyndar í allan vetur og hvernig staðið er að hlutunum utan vallar er geggjað og hefur verið allan tímann sem ég hef verið hér. Það er ekki sjálfgefið og þó svo að við höfum verið í niðursveiflu þá er fólk alltaf að bæta sig þar og það er geggjað að starfa í þannig umhverfi.“ Martin: Ég er bjartsýnn varðandi framtíð liðsinsIsreal Martin er þjálfari Tindastólsvísir/bára„Ég var að tala um það við strákana að vörnin okkar, sérstaklega maður á mann, var ekki til staðar. Við þurfum að vera fastari fyrir og taka þriggja stiga skotin þeirra úr umferð. Við fáum á okkur 100 stig og það er ekki okkar stíll. Við sáum gegn Njarðvík að við getum spilað hörkuvörn og varist gegn sterkum leikmönnum. Í dag var það ekki þannig,“ sagði Israel Martin í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Ég er mjög bjartsýnn varðandi framtíð þessa liðs. Við eigum eftir að passa vel saman og vera klárir þegar mikilvægu augnablikin koma.“ Grindavík hefur verið í vandræðum eftir áramótin, tapað gegn Þór, Haukum og KR og töpuðu svo aftur hér í kvöld. „Við þurfum bara að halda áfram að vinna, halda sjálfstrausti í hópnum. Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli, við getum unnið með einu stigi eða tapað með fjórum eins og í kvöld. Við þurfum að fara í gegnum þetta, við erum að spila ágætlega en getum ekki lokað leikjunum vegna smáatriða. Stólarnir fengu Michael Ojo tli liðs við sig í lok félagaskiptagluggans og hann hefur verið að fá mínútur í leikjunum tveimur sem hann hefur spilað. „Við þurfum tíma til að æfa með honum, við erum búnir að spila tvo leiki á stuttum tíma. Ég sé að hann hefur eiginleika sem okkur vantaði svolítið. Hann getur keyrt á körfuna og farið á vítalínuna. Við erum með Pétur sem getur skapað fyrir alla og keyrt á körfuna en okkur vantaði einhvern svipaðan og hann. Við trúm því að við höfum fundið rétta manninn fyrir okkur.“ Ólafur: Ætluðum bara að vinna þetta samanÓlafur Ólafsson skoraði 17 stig í kvöld.Vísir/Bára„Ég hafði áhyggjur af því að konan mín færi af stað uppi í stúku, maður fann spennuna í andrúmsloftinu. Það var yndislegt að spila svona, eins og við vorum að gera þetta fyrir hvorn annan. Við erum bestir þannig og þú sást hvað gerðist,“ sagði Ólafur Ólafsson í viðtali strax eftir sigurleikinn gegn Tindastóli í kvöld. „Þú sást bara hvað gerðist. Þeir skoruðu 96 stig en okkur var eiginlega slétt sama hvað þeir skoruðu mikið, við ætluðum bara að vinna og gera það saman og okkur tókst það.“ Grindavík hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld en nú sást barátta og kraftur sem vantar hefur undanfarið. „Ég fann það á æfingu í gær þegar við vorum að æfa hér eftir kvennaleikinn sem var ekkert mjög skemmtilegt, að æfa hér klukkan 9 á laugardagskvöldi. Þó að við værum ekki að nenna þessum tíma var einhver neisti sem ég fann fyrir. Það var geggjað að spila með strákunum í dag og maður fékk einhvern 2016 fíling aftur. Vonandi getum við haldið áfram að byggja ofan á það,“ bætti Ólafur við sem var með skrámur í andlitinu eftir baráttuna í kvöld. „Ég fékk einhvern putta í augað en ég er vanur því. Þetta er ekkert nýtt.“ Grindvíkingar létu Tiegbe Bamba fara eftir leikinn gegn Val á miðvikudag og náðu ekki að bæta við öðrum manni í hans stað. „Þetta er frábær drengur og allt það. Mér fannst sóknin stoppa pínulítið þegar hann fékk boltann, með fullri virðingu fyrir honum. Hann er frábær íþróttamaður en það stoppaði allt og við vorum að horfa og bíða eftir því að hann myndi gera eitthvað. Ég vona að hann fái eitthvað frábært starf, hann er góður en það vantaði eitthvað sem var ekki að virka hér.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Ætluðum bara að vinna þetta saman Hafði áhyggjur af því að konan færi af stað. 3. febrúar 2019 21:26
Grindavík vann sætan sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og unnu sigur eftir fjögur töp í röð í deild og bikar. Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin voru að skora mikið. Fyrsti leikhluti var tiltölulega jafn en Stólarnir þó oftar með forystuna. Gestirnir tóku síðan aðeins af skarið í öðrum leikhluta, náðu mest níu stiga forskoti en heimamenn sýndu karakter og náðu að jafna. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 44-43 Tindastóli í vil. Baráttan hélt síðan áfram í síðari hálfleik. Grindvíkingar sýndu miklu meiri kraft og vilja í sínum aðgerðum en í undanförnum leikjum en liðin skiptust á að setja niður þrista og forystan flakkaði á milli. Lokafjórðungurinn var æsispennandi. Grindavík komst í 86-82 þegar fimm mínútur voru eftir en Stólarnir náðu vopnum sínum á ný og tóku forystuna. Ingvi Guðmundsson setti síðan afar mikilvægan þrist niður þegar hann kom Grindavík í 94-91 og eftir það létu heimamenn forystuna aldrei af hendi. Síðustu sekúndurnar fóru mikið fram á vítalínunni en Stólarnir voru nálægt því að koma sér í stöðu til að jafna þegar þeir stálu boltanum með 8 sekúndur á klukkunni og munurinn aðeins þrjú stig. Þeir töpuðu hins vegar boltanum klaufalega á leið upp völlinn og Grindvíkingar sigldu sigrinum heim, lokatölur 100-96. Lewis Clinch var stigahæstur heimamanna með 28 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 22 gegn sínum gömlu félögum. Hjá Tindastóli var Brynjar Þór Björnsson stigahæstur með 19 stig og Urald King skoraði 17 en aðeins tvö þeirra í síðari hálfleik.Af hverju vann Grindavík?Þeir sýndu baráttu og kraft sem hefur vantað hjá þeim í síðustu leikjum. Sóknin virtist rúlla betur eftir brotthvarf Tiegbe Bamba og þegar þeir fengu stúkuna með sér tvíefldust þeir. Augljóslega var varnarleikur þeirra ekki upp á sitt besta en Tindastólsmenn voru þó að setja nokkur erfið skot þegar heimamenn voru búnir að koma þeim í vandræði. Tindastóll sýndi engan vegin sitt rétta andlit í vörninni. Grindvíkingar skora 100 stig á þá sem oftast er of mikið ef ná á sigri. Stólarnir hafa verið í basli eftir áramótin og tapað leikjum. Israel Martin þarf að finna svör við vandræðum þeirra sem fyrst ef þeir ætla sér að halda í við Njarðvík á toppnum.Þessir stóðu upp úr:Lewis Clinch sýndi fína takta í kvöld þrátt fyrir nokkra klaufalega tapaða bolta í sókninni. Hann var að hitta betur en í síðustu leikjum og tróð þar að auki með tilþrifum í fyrri hálfleiknum, yfir Brynjar Þór Björnsson. Sigtryggur Arnar var frábær í fyrri hálfleik og setti mikilvæg stig í lokin þar að auki. Í heildina geta margir Grindvíkingar verið mjög sáttir með sinn leik. Ólafur sýndi oft gríðarlega baráttu og gaf sig í hvern bolta. Ingvi Guðmundsson tók ekki langan tíma í að finna fjölina sína hér á heimavelli og setti mikilvægar körfur. Hjá Stólunum var Urald King frábær í fyrri hálfleik en náði sér alls ekki á strik í þeim síðari. Brynjar Þór setti sínar körfur eins og hann er vanur en það vantaði að einhver skaraði fram úr í lokin.Hvað gekk illa?Varnir liðanna áttu sína kafla en það var mikið skorað í kvöld og því geta bæði liðin gert betur á þeim bænum. Urald King hvarf svolítið í síðari hálfleik, skoraði einungis tvö stig eftir hlé og gestirnir mega ekki við því að hann detti niður.Hvað gerist næst?Grindavík heldur í Njarðvík og mæta þar toppliði heimamanna. Þar verður við ramman reip að draga en þeir sýndu í kvöld að það er margt spunnið í þetta lið þeirra. Stöðugleiki hefur verið vandamál og spurning hvort þeir nái að mæta til leiks í Njarðvík af sama krafti og þeir gerðu í kvöld. Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn norður í næstu umferð en Garðbæingarnir eru líklega heitasta lið Dominos-deildarinnar um þessar mundir. Skagfirðingar gætu þó svarað efasemdarröddum með stæl þar. Jóhann Þór: Þetta fór í taugarnar á mér frá fyrsta degiJóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavíkvisir/bára„Það er vísindalega sannað að það er meira gaman að vinna en að tapa. Það sem skiptir mestu máli er að við setjum upp frammistöðu sem við getum verið sáttir við. Barátta, dugnaður, elja og vilji, það er allt til staðar og það sem menn ákveða að taka með sér. Það er erfitt að þjálfa það eða kenna,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn sæta gegn Tindastóli í kvöld. Sigurinn var kærkominn því Grindavík var búið að tapa fjórum leikjum í röð í deild og bikar. „Við fáum á okkur 96 stig sem er mikið þegar maður horfir á töfluna en þeir eru að setja niður mjög erfið skot, þrista í andlitið á okkur þegar við erum að rótera til baka. Klukkan var að renna út en þetta var báðum megin, flott sjónvarp og allir sáttir held ég.“ Grindavík á erfiðan leik í næstu umferð gegn Njarðvík á útivelli. „Við tökum vonandi þennan kraft með okkur sem einkenndi liðið hér í kvöld. Ef við setjum upp frammistöðu sem við erum sáttir við þá erum við færir í flestan sjó. Ég hef sagt það margoft og ég held áfram að tönnlast á því,“ bætti Jóhann við sem greinilega hefur mikla trú á sínu liði. Tiegbe Bamba var sendur frá Grindavík í vikunni eftir tapið gegn Val og athyglisvert að sjá hvernig liðið svaraði því með frammistöðunni í kvöld. „Við erum náttúrulega „man down“ eins og sagt er, reyndum að fá mann inn en það gekk ekki. Það er tækifæri fyrir aðra að taka þátt og þetta varð að gerast. Hann var engan veginn að passa inn í það sem við vorum að gera, hann náði því ekki blessaður. Hann var langt frá því að vera beittasti hnífurinn í skúffunni og var í bölvuðum vandræðum með einföldustu færslur.“ „Frá fyrsta degi fór þetta í taugarnar á mér og þetta var farið að fara á mannskapinn. Þetta var eitthvað sem við urðum að gera og núna spilum við bara úr þeim spilum sem við höfum.“ Þrátt fyrir misjafnt gengi í vetur hefur verið fínasta mæting í Mustad-höllina hjá Grindvíkingum í vetur og stemmningin í kvöld var góð, bæði hjá heimamönnum og Skagfirðingum í stúkunni. „Þetta er búið að vera til fyrirmyndar í allan vetur og hvernig staðið er að hlutunum utan vallar er geggjað og hefur verið allan tímann sem ég hef verið hér. Það er ekki sjálfgefið og þó svo að við höfum verið í niðursveiflu þá er fólk alltaf að bæta sig þar og það er geggjað að starfa í þannig umhverfi.“ Martin: Ég er bjartsýnn varðandi framtíð liðsinsIsreal Martin er þjálfari Tindastólsvísir/bára„Ég var að tala um það við strákana að vörnin okkar, sérstaklega maður á mann, var ekki til staðar. Við þurfum að vera fastari fyrir og taka þriggja stiga skotin þeirra úr umferð. Við fáum á okkur 100 stig og það er ekki okkar stíll. Við sáum gegn Njarðvík að við getum spilað hörkuvörn og varist gegn sterkum leikmönnum. Í dag var það ekki þannig,“ sagði Israel Martin í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Ég er mjög bjartsýnn varðandi framtíð þessa liðs. Við eigum eftir að passa vel saman og vera klárir þegar mikilvægu augnablikin koma.“ Grindavík hefur verið í vandræðum eftir áramótin, tapað gegn Þór, Haukum og KR og töpuðu svo aftur hér í kvöld. „Við þurfum bara að halda áfram að vinna, halda sjálfstrausti í hópnum. Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli, við getum unnið með einu stigi eða tapað með fjórum eins og í kvöld. Við þurfum að fara í gegnum þetta, við erum að spila ágætlega en getum ekki lokað leikjunum vegna smáatriða. Stólarnir fengu Michael Ojo tli liðs við sig í lok félagaskiptagluggans og hann hefur verið að fá mínútur í leikjunum tveimur sem hann hefur spilað. „Við þurfum tíma til að æfa með honum, við erum búnir að spila tvo leiki á stuttum tíma. Ég sé að hann hefur eiginleika sem okkur vantaði svolítið. Hann getur keyrt á körfuna og farið á vítalínuna. Við erum með Pétur sem getur skapað fyrir alla og keyrt á körfuna en okkur vantaði einhvern svipaðan og hann. Við trúm því að við höfum fundið rétta manninn fyrir okkur.“ Ólafur: Ætluðum bara að vinna þetta samanÓlafur Ólafsson skoraði 17 stig í kvöld.Vísir/Bára„Ég hafði áhyggjur af því að konan mín færi af stað uppi í stúku, maður fann spennuna í andrúmsloftinu. Það var yndislegt að spila svona, eins og við vorum að gera þetta fyrir hvorn annan. Við erum bestir þannig og þú sást hvað gerðist,“ sagði Ólafur Ólafsson í viðtali strax eftir sigurleikinn gegn Tindastóli í kvöld. „Þú sást bara hvað gerðist. Þeir skoruðu 96 stig en okkur var eiginlega slétt sama hvað þeir skoruðu mikið, við ætluðum bara að vinna og gera það saman og okkur tókst það.“ Grindavík hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld en nú sást barátta og kraftur sem vantar hefur undanfarið. „Ég fann það á æfingu í gær þegar við vorum að æfa hér eftir kvennaleikinn sem var ekkert mjög skemmtilegt, að æfa hér klukkan 9 á laugardagskvöldi. Þó að við værum ekki að nenna þessum tíma var einhver neisti sem ég fann fyrir. Það var geggjað að spila með strákunum í dag og maður fékk einhvern 2016 fíling aftur. Vonandi getum við haldið áfram að byggja ofan á það,“ bætti Ólafur við sem var með skrámur í andlitinu eftir baráttuna í kvöld. „Ég fékk einhvern putta í augað en ég er vanur því. Þetta er ekkert nýtt.“ Grindvíkingar létu Tiegbe Bamba fara eftir leikinn gegn Val á miðvikudag og náðu ekki að bæta við öðrum manni í hans stað. „Þetta er frábær drengur og allt það. Mér fannst sóknin stoppa pínulítið þegar hann fékk boltann, með fullri virðingu fyrir honum. Hann er frábær íþróttamaður en það stoppaði allt og við vorum að horfa og bíða eftir því að hann myndi gera eitthvað. Ég vona að hann fái eitthvað frábært starf, hann er góður en það vantaði eitthvað sem var ekki að virka hér.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Ætluðum bara að vinna þetta saman Hafði áhyggjur af því að konan færi af stað. 3. febrúar 2019 21:26
Ólafur: Ætluðum bara að vinna þetta saman Hafði áhyggjur af því að konan færi af stað. 3. febrúar 2019 21:26
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti