Geimspeki 101 Þórlindur Kjartansson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Varist óttann, því óttinn markar upphaf leiðarinnar að Skuggahliðinni. Óttinn getur af sér reiðina, af reiðinni sprettur hatur og hatrið er uppspretta þjáningar.“ Þessa gáfulegu lífsspeki lét hinn vígfimi geimspekingur Yoda lærlingi sínum Anakin í té í fyrsta kafla Stjörnustríðsmyndanna. Þetta reyndust viðeigandi hugleiðingar því Anakin reyndist vera Gabríel Stjörnustríðsmyndanna, hinn fallni engill sem varð að myrkrahöfðingja. Yoda vissi, eins og margt gamalt og lífsreynt fólk (Yoda er að minnsta kosti 900 ára gamall), að í öllum manneskjum er að finna tilhneigingar í átt til bæði þess góða og hins illa. Rétt eins og garðyrkjumaður þarf að grisja frá illgresi svo nytjaplöntur geti vaxið, þá þurfa manneskjurnar að gæta þess að láta ekki neikvæðar og óhollar tilfinningar skjóta rótum og sjúga burt orku og næringu frá því sem gerir okkur betri, sterkari og hamingjusamari.Yoda gagnrýndur En jarðbundnir sálfræðingar og heimspekingar eru ekki algjörlega sáttir við þessa framsetningu Jedi-meistarans. Þeir benda á að óttinn sé nauðsynlegur til þess að hjálpa okkur að taka ekki of glannalegar ákvarðanir. Þó geta oft komið upp aðstæður þar sem nauðsynlegt er að reyna að sigrast á honum, því þótt hann sé sannfærandi þá hefur hann ekki alltaf rétt fyrir sér. Þá reynir einmitt á hugrekki og dómgreind—að vita hvenær rétt er að láta hyggjuvitið yfirbuga brjóstvitið, bíta á jaxla og í skjaldarrendur og láta ekki hamaganginn í brjóstholinu stöðva sig. Það má hins vegar segja Yoda til varnar að hann var örugglega ekki svo yfirborðskenndur að halda að óttinn sem slíkur sé slæmur, heldur eiga orð hans einmitt við um ástæðulausan ótta, gunguskap og tepruskap; óttann við að lifa lífinu, óttann við hið óþekkta, óttann við það sem er nýtt og óttann við það sem er öðruvísi. Þannig ótti, sem ekki er reistur á rökum eða þekkingu, heldur á bábiljum og vanþekkingu, getur nefnilega leitt mennina inn á alls konar hættulegar hugarslóðir. Það er þannig ótti sem getur af sér þá tegund reiði sem er hættuleg. Reiðin svalar eða kvelur Reiðin er nefnilega ekki öll hættuleg heldur. Hún getur verið gagnleg. Það væri til að mynda lítið spunnið í fyrirliða í fótboltaliði sem legði áherslu á að tala alltaf kurteislega við samherja sína þegar þeir gera ekki það sem ætlast er til af þeim inni á vellinum. „Þórlindur minn, heldurðu að þú gætir kannski reynt að vera kominn inn á svæðið sem þú ert að dekka aðeins fyrr næst þegar það kemur útspark frá hinu markinu. Ég er ekkert að gagnrýna þig, bara að benda þér vinsamlega á það.“ Svona talaði Arnar Pétursson, fyrirliði Týs, ekki við mig þegar ég reyndi að spila vinstri bakvörð í gamla daga. En á fótboltavellinum komu einmitt saman kostir reiðinnar og óttans, því það sem dreif mig áfram til að uppfylla mína takmörkuðu getu í knattspyrnu var einmitt einna helst logandi hræðsla mín við reiði fyrirliðans. Inni á íþróttavelli fá tilfinningar, þar á meðal reiði, að springa ómengaðar út svo lengi sem þær þjóna sameiginlegum tilgangi liðsins. Og rannsóknir sýna einmitt að þegar fólk hefur reiðst og rifist þá er það gjarnan miklu frekar til góðs eða ills. Gott rifrildi milli samstarfsfólks, hjóna eða liðsfélaga losar um streitu, útskýrir hraðar og betur en kurteisishjal hvernig fólki líður raunverulega og neyðir alla til þess að hugsa bæði sinn gang og annarra. Þetta þekkja allir sem rifist hafa á jafnræðisgrundvelli við maka, vini og vinnufélaga—ef samband fólks er nógu traust til að þola smá ágjöf þá styrkist það gjarnan þegar það fær að hristast í átökum. Stundum getur það meira að segja verið móðgandi að reiðast ekki; eins og maður ætlist til svo lítils af fólkinu í kringum sig að það taki því ekki að skipta skapi þegar það stendur sig illa eða bregst. Læti eða ranglæti Betri eru læti en ranglæti, sagði körfuboltadómari sem ég kannast við, og mátti síðar heyra þetta hermt upp á sig í nánast hverjum einasta leik. Og það er líka rétt því án réttlátrar reiði væri ekki hægt að fá fólk til að taka saman höndum um að binda enda á ýmiss konar kerfisbundið óréttlæti. Það er einmitt með að finna slíkri reiði frjóan farveg sem ýmis stærstu réttlætisskref sögunnar hafa verið stigin. Reiðin er því—alveg eins og óttinn—nauðsynleg tilfinning ef hún fær að blómstra í góðum farvegi. Reiði og heift En þegar tímabundin bræði breytist í heift og ofsa, þá er voðinn vís. Þá missir reiðin sinn hreinsandi mátt, markmið heiftarinnar verður ekki sátt heldur hefnd, ekki réttlæti heldur refsing. Innibyrgð reiði, sem hvergi fær útrás, breytist svo sannarlega í hatur og hefur ömurleg áhrif á líðan og heilsu fólks og dregur það inn á leiðina sem liggur í skuggahliðarnar. Og það er eflaust þannig reiði sem Yoda var að tala um, ekki kvabb yfir dómgæslu í íþróttaleik, pirringur yfir baðherbergisumhirðu eða tilfinningaleg berskjöldun í einlægum skoðanaskiptum og tilfinningatali fólks sem virðir hvert annað þrátt fyrir ósætti. Hatrið er aldrei fallegt En þegar kemur að hatrinu, þá eru allir sammála Yoda og enginn þykist vita betur. Það eru engar fegrandi hliðar á hatrinu. Sá sem burðast með hatur og bræði veldur sjálfum sér og öðrum miska og óhamingju. Hatrið er aldrei gott fyrir neinn. Það leiðir sannarlega til þjáningar. Og hatrið fer þeim ekkert betur sem hefur rétt fyrir sér heldur en hinum sem hefur rangt fyrir sér. Það er ekkert hollara veganesti fyrir þá sem telja sig vera í heilögum hefndarleiðangri eða þá sem hafa gerst sekir um illfyrirgefanlegar syndir, skandala eða jafnvel glæpi. Jafnvel hinn réttlátasti málstaður verður að ljótri heift og óréttlæti ef hann mengast af hatri. Það er stundum sem maður fær á tilfinninguna að það gæti verið góð hugmynd að hafa aðeins fleiri sem hugsa eins og Yoda í áhrifastöðum, en aðeins færri sem eru svo sannfærðir um réttmæti málstaðar síns að þeir leyfa sér að hatast við andstæðinginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Varist óttann, því óttinn markar upphaf leiðarinnar að Skuggahliðinni. Óttinn getur af sér reiðina, af reiðinni sprettur hatur og hatrið er uppspretta þjáningar.“ Þessa gáfulegu lífsspeki lét hinn vígfimi geimspekingur Yoda lærlingi sínum Anakin í té í fyrsta kafla Stjörnustríðsmyndanna. Þetta reyndust viðeigandi hugleiðingar því Anakin reyndist vera Gabríel Stjörnustríðsmyndanna, hinn fallni engill sem varð að myrkrahöfðingja. Yoda vissi, eins og margt gamalt og lífsreynt fólk (Yoda er að minnsta kosti 900 ára gamall), að í öllum manneskjum er að finna tilhneigingar í átt til bæði þess góða og hins illa. Rétt eins og garðyrkjumaður þarf að grisja frá illgresi svo nytjaplöntur geti vaxið, þá þurfa manneskjurnar að gæta þess að láta ekki neikvæðar og óhollar tilfinningar skjóta rótum og sjúga burt orku og næringu frá því sem gerir okkur betri, sterkari og hamingjusamari.Yoda gagnrýndur En jarðbundnir sálfræðingar og heimspekingar eru ekki algjörlega sáttir við þessa framsetningu Jedi-meistarans. Þeir benda á að óttinn sé nauðsynlegur til þess að hjálpa okkur að taka ekki of glannalegar ákvarðanir. Þó geta oft komið upp aðstæður þar sem nauðsynlegt er að reyna að sigrast á honum, því þótt hann sé sannfærandi þá hefur hann ekki alltaf rétt fyrir sér. Þá reynir einmitt á hugrekki og dómgreind—að vita hvenær rétt er að láta hyggjuvitið yfirbuga brjóstvitið, bíta á jaxla og í skjaldarrendur og láta ekki hamaganginn í brjóstholinu stöðva sig. Það má hins vegar segja Yoda til varnar að hann var örugglega ekki svo yfirborðskenndur að halda að óttinn sem slíkur sé slæmur, heldur eiga orð hans einmitt við um ástæðulausan ótta, gunguskap og tepruskap; óttann við að lifa lífinu, óttann við hið óþekkta, óttann við það sem er nýtt og óttann við það sem er öðruvísi. Þannig ótti, sem ekki er reistur á rökum eða þekkingu, heldur á bábiljum og vanþekkingu, getur nefnilega leitt mennina inn á alls konar hættulegar hugarslóðir. Það er þannig ótti sem getur af sér þá tegund reiði sem er hættuleg. Reiðin svalar eða kvelur Reiðin er nefnilega ekki öll hættuleg heldur. Hún getur verið gagnleg. Það væri til að mynda lítið spunnið í fyrirliða í fótboltaliði sem legði áherslu á að tala alltaf kurteislega við samherja sína þegar þeir gera ekki það sem ætlast er til af þeim inni á vellinum. „Þórlindur minn, heldurðu að þú gætir kannski reynt að vera kominn inn á svæðið sem þú ert að dekka aðeins fyrr næst þegar það kemur útspark frá hinu markinu. Ég er ekkert að gagnrýna þig, bara að benda þér vinsamlega á það.“ Svona talaði Arnar Pétursson, fyrirliði Týs, ekki við mig þegar ég reyndi að spila vinstri bakvörð í gamla daga. En á fótboltavellinum komu einmitt saman kostir reiðinnar og óttans, því það sem dreif mig áfram til að uppfylla mína takmörkuðu getu í knattspyrnu var einmitt einna helst logandi hræðsla mín við reiði fyrirliðans. Inni á íþróttavelli fá tilfinningar, þar á meðal reiði, að springa ómengaðar út svo lengi sem þær þjóna sameiginlegum tilgangi liðsins. Og rannsóknir sýna einmitt að þegar fólk hefur reiðst og rifist þá er það gjarnan miklu frekar til góðs eða ills. Gott rifrildi milli samstarfsfólks, hjóna eða liðsfélaga losar um streitu, útskýrir hraðar og betur en kurteisishjal hvernig fólki líður raunverulega og neyðir alla til þess að hugsa bæði sinn gang og annarra. Þetta þekkja allir sem rifist hafa á jafnræðisgrundvelli við maka, vini og vinnufélaga—ef samband fólks er nógu traust til að þola smá ágjöf þá styrkist það gjarnan þegar það fær að hristast í átökum. Stundum getur það meira að segja verið móðgandi að reiðast ekki; eins og maður ætlist til svo lítils af fólkinu í kringum sig að það taki því ekki að skipta skapi þegar það stendur sig illa eða bregst. Læti eða ranglæti Betri eru læti en ranglæti, sagði körfuboltadómari sem ég kannast við, og mátti síðar heyra þetta hermt upp á sig í nánast hverjum einasta leik. Og það er líka rétt því án réttlátrar reiði væri ekki hægt að fá fólk til að taka saman höndum um að binda enda á ýmiss konar kerfisbundið óréttlæti. Það er einmitt með að finna slíkri reiði frjóan farveg sem ýmis stærstu réttlætisskref sögunnar hafa verið stigin. Reiðin er því—alveg eins og óttinn—nauðsynleg tilfinning ef hún fær að blómstra í góðum farvegi. Reiði og heift En þegar tímabundin bræði breytist í heift og ofsa, þá er voðinn vís. Þá missir reiðin sinn hreinsandi mátt, markmið heiftarinnar verður ekki sátt heldur hefnd, ekki réttlæti heldur refsing. Innibyrgð reiði, sem hvergi fær útrás, breytist svo sannarlega í hatur og hefur ömurleg áhrif á líðan og heilsu fólks og dregur það inn á leiðina sem liggur í skuggahliðarnar. Og það er eflaust þannig reiði sem Yoda var að tala um, ekki kvabb yfir dómgæslu í íþróttaleik, pirringur yfir baðherbergisumhirðu eða tilfinningaleg berskjöldun í einlægum skoðanaskiptum og tilfinningatali fólks sem virðir hvert annað þrátt fyrir ósætti. Hatrið er aldrei fallegt En þegar kemur að hatrinu, þá eru allir sammála Yoda og enginn þykist vita betur. Það eru engar fegrandi hliðar á hatrinu. Sá sem burðast með hatur og bræði veldur sjálfum sér og öðrum miska og óhamingju. Hatrið er aldrei gott fyrir neinn. Það leiðir sannarlega til þjáningar. Og hatrið fer þeim ekkert betur sem hefur rétt fyrir sér heldur en hinum sem hefur rangt fyrir sér. Það er ekkert hollara veganesti fyrir þá sem telja sig vera í heilögum hefndarleiðangri eða þá sem hafa gerst sekir um illfyrirgefanlegar syndir, skandala eða jafnvel glæpi. Jafnvel hinn réttlátasti málstaður verður að ljótri heift og óréttlæti ef hann mengast af hatri. Það er stundum sem maður fær á tilfinninguna að það gæti verið góð hugmynd að hafa aðeins fleiri sem hugsa eins og Yoda í áhrifastöðum, en aðeins færri sem eru svo sannfærðir um réttmæti málstaðar síns að þeir leyfa sér að hatast við andstæðinginn.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun