Gulleyjan Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar