Ítreka að hækkun launa bankastjórans sé í samræmi við starfskjarastefnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:50 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. Í svari bankaráðsins er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í síðustu viku eftir að greint var frá launhækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, að ákvarðanir um launakjör hennar væru í samræmi við starfskjarastefnu bankans.Sjá einnig:Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Bankaráðið vísar í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki í svari sínu þar sem kveðið er á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Þá er á það bent að á árunum 2009 til 2017 hafi laun bankastjórans ekki verið samkeppnishæf að mati bankaráðsins en á þessum árum heyrðu kjör bankastjóra Landsbankans undir kjararáð. Þetta hafi bankaráðið ítrekað bent á þar sem það hafi talið að launakjörin hafi ekki verið í samræmi við starfskjarastefnu, það er sambærileg við aðra æðstu stjórnendur í bankakerfinu en þó ekki leiðandi. Í svari bankaráðsins til Bankasýslunnar er það rakið hvernig ákvörðun um launakjör Lilju Bjarkar var tekin en hún var ráðin til starfa sem bankastjóri í janúar 2017. Í frétt á vef bankans um svar bankaráðsins segir: „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“Svar bankráðsins til Bankasýslunnar má nálgast hér. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. Í svari bankaráðsins er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í síðustu viku eftir að greint var frá launhækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, að ákvarðanir um launakjör hennar væru í samræmi við starfskjarastefnu bankans.Sjá einnig:Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Bankaráðið vísar í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki í svari sínu þar sem kveðið er á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Þá er á það bent að á árunum 2009 til 2017 hafi laun bankastjórans ekki verið samkeppnishæf að mati bankaráðsins en á þessum árum heyrðu kjör bankastjóra Landsbankans undir kjararáð. Þetta hafi bankaráðið ítrekað bent á þar sem það hafi talið að launakjörin hafi ekki verið í samræmi við starfskjarastefnu, það er sambærileg við aðra æðstu stjórnendur í bankakerfinu en þó ekki leiðandi. Í svari bankaráðsins til Bankasýslunnar er það rakið hvernig ákvörðun um launakjör Lilju Bjarkar var tekin en hún var ráðin til starfa sem bankastjóri í janúar 2017. Í frétt á vef bankans um svar bankaráðsins segir: „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“Svar bankráðsins til Bankasýslunnar má nálgast hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37
Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45
Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45