Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða málin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21
Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15