Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 21:16 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús. Þetta er gert í ljósi þess að fallist hafi verið á sjónarmið stofnunarinnar og fyrir liggur yfirlýsing Lindarvatns, framkvæmdaaðila á Landssímareitnum, um breytta tilhögun inngangs að hótelinu. Lindarvatn ehf., sem er eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu en þar kemur fram að með þessari leið sé mætt þeim markmiðum sem lagt var upp með í síðari friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands um að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum beri. Þar verði opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins fái notið sýn og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfseemi á nærliggjandi lóðum. „Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssímareitnum.“ Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að af hálfu þeirra sé því fagnað að tillaga um friðlýsingu sé dregin til baka en með því er tryggt að fyrirhuguð byggingaráform raskist ekki á sama tíma og komið sé til móts við sjónarmið þeirra sem vilja að sögu og menningu Víkurgarðs verði gert hærra undir höfði. Í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðsins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Samkeppnin verður auglýst á vordögum. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30 „Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30 Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús. Þetta er gert í ljósi þess að fallist hafi verið á sjónarmið stofnunarinnar og fyrir liggur yfirlýsing Lindarvatns, framkvæmdaaðila á Landssímareitnum, um breytta tilhögun inngangs að hótelinu. Lindarvatn ehf., sem er eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu en þar kemur fram að með þessari leið sé mætt þeim markmiðum sem lagt var upp með í síðari friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands um að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum beri. Þar verði opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins fái notið sýn og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfseemi á nærliggjandi lóðum. „Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssímareitnum.“ Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að af hálfu þeirra sé því fagnað að tillaga um friðlýsingu sé dregin til baka en með því er tryggt að fyrirhuguð byggingaráform raskist ekki á sama tíma og komið sé til móts við sjónarmið þeirra sem vilja að sögu og menningu Víkurgarðs verði gert hærra undir höfði. Í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðsins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Samkeppnin verður auglýst á vordögum.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30 „Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30 Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30
„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30
Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44