Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 10:08 Mark Zuckerberg kom fyrir Bandaríkjaþing í fyrra vegna hneykslismála. Vísir/Getty Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. Facebook braut lög og mikil þörf er á að búa til regluverk sem tekur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum að mati nefndarinnar. Nefndin hóf rannsóknina árið 2017 en aukinn kraftur var lagður í hana á síðasta ári vegna Cambridge Analytica-skandalsins svokallaða eftir að kom í ljós að gögn um milljónir notenda Facebook voru misnotuð í pólitíska þágu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að á undanförnum árum hafi Facebook brotið persónuverndar- og samkeppnislög og koma hefði mátt í veg fyrir Cambridge Analytica-skandalinn hefði Facebook farið eftir skilmálum sáttar fyrirtækisins við samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum árið 2011, þar sem kveðið var á um að takmarka ætti aðgang að upplýsingum um notendur Facebook.Hagnaður hluthafa ofar persónuvernd notendaÍ hinni 108 blaðsíðna löngu skýrslu er Facebook sakað um að setja hagnað hluthafa ofar persónuvernd notenda samfélagsmiðilsins. Skýrslan er harðorð í garð Facebook. „Facebook velur hagnað fram yfir gagnaöryggi. Það tekur áhættu til þess að forgangsraða því að græða peninga á gögnum notendans,“ segir í skýrslunni. Þá eru viðbrögð Facebook við gagnrýnisröddum harðlega gagnrýndar. „Það virðist vera ljóst að Facebook bregst aðeins við þegar alvarlegir brestir eru gerðir opinberir,“ segir í skýrslunni.Þingmaðurinn Damian Collins er formaður nefndarinnar.Getty/Chris SomodevillaZuckerberg skorti leiðtogahæfni Þá fær Zuckerberg einnig að heyra það en hann hafnaði í þrígang boði nefndarinnar um að ræða við hana vegna málsins. Í skýrslunni kemur fram að sú staðhæfing hans um að Facebook hafi aldrei selt gögn notenda sinna „sé einfaldlega ósönn“. „Mark Zuckerberg bregst ævinlega þegar kemur að því að sýna leiðtogahæfni eða ábyrgð sem búast má við að sá sem stýri einu heimsins stærsta fyrirtæki búi yfir,“ sagði í yfirýsingu Damian Collins, formanns nefndarinnar. Meðal annars er lagt til að settar verði upp siðareglur sem tæknifyrirtækjum sé skylt að fylgja, og að sjálfstæður eftirlitsaðili fylgist með því hvort að fyrirtækin fari eftir reglunum. Þá er lagt til að Facebook og öðrum samfélagsmiðlum verði gert skylt að fjarlægja hættulegt efni, þar á meðal falsfréttir, auk marvíslegra annarra tillagna. Nánar má lesa um skýrsluna á vef BBC og Guardian. Bretland Facebook Tengdar fréttir Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Tölvupóstsamskipti varpa nýju ljósi á umdeilda starfshætti Facebook Aðalatriðin lúta til að mynda að meðferð Facebook á persónuupplýsingum notenda sinna og aðferðum fyrirtækisins til að kæfa mögulega samkeppni. 5. desember 2018 23:15 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. Facebook braut lög og mikil þörf er á að búa til regluverk sem tekur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum að mati nefndarinnar. Nefndin hóf rannsóknina árið 2017 en aukinn kraftur var lagður í hana á síðasta ári vegna Cambridge Analytica-skandalsins svokallaða eftir að kom í ljós að gögn um milljónir notenda Facebook voru misnotuð í pólitíska þágu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að á undanförnum árum hafi Facebook brotið persónuverndar- og samkeppnislög og koma hefði mátt í veg fyrir Cambridge Analytica-skandalinn hefði Facebook farið eftir skilmálum sáttar fyrirtækisins við samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum árið 2011, þar sem kveðið var á um að takmarka ætti aðgang að upplýsingum um notendur Facebook.Hagnaður hluthafa ofar persónuvernd notendaÍ hinni 108 blaðsíðna löngu skýrslu er Facebook sakað um að setja hagnað hluthafa ofar persónuvernd notenda samfélagsmiðilsins. Skýrslan er harðorð í garð Facebook. „Facebook velur hagnað fram yfir gagnaöryggi. Það tekur áhættu til þess að forgangsraða því að græða peninga á gögnum notendans,“ segir í skýrslunni. Þá eru viðbrögð Facebook við gagnrýnisröddum harðlega gagnrýndar. „Það virðist vera ljóst að Facebook bregst aðeins við þegar alvarlegir brestir eru gerðir opinberir,“ segir í skýrslunni.Þingmaðurinn Damian Collins er formaður nefndarinnar.Getty/Chris SomodevillaZuckerberg skorti leiðtogahæfni Þá fær Zuckerberg einnig að heyra það en hann hafnaði í þrígang boði nefndarinnar um að ræða við hana vegna málsins. Í skýrslunni kemur fram að sú staðhæfing hans um að Facebook hafi aldrei selt gögn notenda sinna „sé einfaldlega ósönn“. „Mark Zuckerberg bregst ævinlega þegar kemur að því að sýna leiðtogahæfni eða ábyrgð sem búast má við að sá sem stýri einu heimsins stærsta fyrirtæki búi yfir,“ sagði í yfirýsingu Damian Collins, formanns nefndarinnar. Meðal annars er lagt til að settar verði upp siðareglur sem tæknifyrirtækjum sé skylt að fylgja, og að sjálfstæður eftirlitsaðili fylgist með því hvort að fyrirtækin fari eftir reglunum. Þá er lagt til að Facebook og öðrum samfélagsmiðlum verði gert skylt að fjarlægja hættulegt efni, þar á meðal falsfréttir, auk marvíslegra annarra tillagna. Nánar má lesa um skýrsluna á vef BBC og Guardian.
Bretland Facebook Tengdar fréttir Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Tölvupóstsamskipti varpa nýju ljósi á umdeilda starfshætti Facebook Aðalatriðin lúta til að mynda að meðferð Facebook á persónuupplýsingum notenda sinna og aðferðum fyrirtækisins til að kæfa mögulega samkeppni. 5. desember 2018 23:15 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15
Tölvupóstsamskipti varpa nýju ljósi á umdeilda starfshætti Facebook Aðalatriðin lúta til að mynda að meðferð Facebook á persónuupplýsingum notenda sinna og aðferðum fyrirtækisins til að kæfa mögulega samkeppni. 5. desember 2018 23:15