„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 09:19 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Trump er sagður hafa látið ummælin falla eftir að embættismennirnir reyndu að sannfæra hann um að staðhæfingar hans um vopnagetu Norður-Kóreu væru ekki í samræmi við upplýsingar þeirra.Þetta kom fram í eldfimu viðtali 60 mínútna við Andrew McCabe, sem tók við tímabundið við stjórnartaumunum í FBI, bandarísku alríkislögreglunni, eftir að James Comey var rekinn. McCabe segist ekki hafa verið viðstaddur fundinn þar sem Trump er sagður hafa látið ummælin falla en að kollegi hans innan FBI, sem var viðstaddur, hafi sagt McCabe frá því eftir fundinn. Á fundinum er Trump sagður hafa rætt sérstaklega um eldflaugaskot Norður-Kóreumanna og þá trú hans að ríkið hefði ekki getuna til þess að skjóta eldflaug frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar hafi hann fengið beint í æð frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Andrew McCabe starfaði stuttlega sem forstjóri FBI.Getty/Alex Wong„Embættismennirnir sem voru viðstaddir fundinn sögðu honum þá frá því að það stemmdi ekki við þær upplýsingar sem njósnastofnanir okkar höfðu í fórum sínum,“ sagði McCabe í viðtalinu. „Forsetinn svaraði: Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ sagði McCabe í viðtalinu. Greindi McCabe frá því að hann hafi orði hneykslaður er honum var sagt frá ummælum Trump. Mikill tími fari í að safna upplýsingum svo forsetinn geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Að komast að svo miklu vantrausti og hversu óviljugur hann er til þess að fá upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað sem hann þarf að glíma við á hverjum degi var áfall.“ “I don't care. I believe Putin,” Pres Trump allegedly said, rejecting U.S. intelligence regarding North Korean intercontinental ballistic missile capability. McCabe says he heard this from an FBI official who was at the meeting with POTUS. https://t.co/9zmoxrYNjm pic.twitter.com/lo0g9VOMAG— 60 Minutes (@60Minutes) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Trump er sagður hafa látið ummælin falla eftir að embættismennirnir reyndu að sannfæra hann um að staðhæfingar hans um vopnagetu Norður-Kóreu væru ekki í samræmi við upplýsingar þeirra.Þetta kom fram í eldfimu viðtali 60 mínútna við Andrew McCabe, sem tók við tímabundið við stjórnartaumunum í FBI, bandarísku alríkislögreglunni, eftir að James Comey var rekinn. McCabe segist ekki hafa verið viðstaddur fundinn þar sem Trump er sagður hafa látið ummælin falla en að kollegi hans innan FBI, sem var viðstaddur, hafi sagt McCabe frá því eftir fundinn. Á fundinum er Trump sagður hafa rætt sérstaklega um eldflaugaskot Norður-Kóreumanna og þá trú hans að ríkið hefði ekki getuna til þess að skjóta eldflaug frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar hafi hann fengið beint í æð frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Andrew McCabe starfaði stuttlega sem forstjóri FBI.Getty/Alex Wong„Embættismennirnir sem voru viðstaddir fundinn sögðu honum þá frá því að það stemmdi ekki við þær upplýsingar sem njósnastofnanir okkar höfðu í fórum sínum,“ sagði McCabe í viðtalinu. „Forsetinn svaraði: Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ sagði McCabe í viðtalinu. Greindi McCabe frá því að hann hafi orði hneykslaður er honum var sagt frá ummælum Trump. Mikill tími fari í að safna upplýsingum svo forsetinn geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Að komast að svo miklu vantrausti og hversu óviljugur hann er til þess að fá upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað sem hann þarf að glíma við á hverjum degi var áfall.“ “I don't care. I believe Putin,” Pres Trump allegedly said, rejecting U.S. intelligence regarding North Korean intercontinental ballistic missile capability. McCabe says he heard this from an FBI official who was at the meeting with POTUS. https://t.co/9zmoxrYNjm pic.twitter.com/lo0g9VOMAG— 60 Minutes (@60Minutes) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14