Þyngdi dóm yfir manni vegna banaslyss á Öxnadalsheiði Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 10:50 Frá vettvangi slyssins. RNSA Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum. Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum.
Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira