Landsréttur staðfesti dóm fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 09:36 Umrædd brot áttu sér stað í október 2016 og janúar 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni sínum. Konan var dæmd í héraði árið 2017. Umrædd brot áttu sér stað í október árið 2016 og í janúar 2017 og var ákæran í tveimur liðum. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið með flötum lófa í október 2016. Móðir drengsins bar vitni og sagðist hafa heyrt ákærðu slá brotaþola og beðið þau að hætta þessu. Framburður brotaþola um að ákærða hafi slegið hann samræmdist frásögn móður hans af atvikinu og var framburður hans metinn afar trúverðugur. Í janúar 2017 kvaðst drengurinn hafa komið seint heim úr skólanum með þeim afleiðingum að ákærða hafi reiðst og lamið hann í andlitið með opnum lófa. Hann hafi þá dottið og hélt að ákærða hefði þá sparkað í hann. Hann hafi staðið upp og ákærða hafi haldið við háls hans og haldið áfram að lemja hann. Í vottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítala kemur fram að brotaþoli hafi lýst verk í báðum vörum, nefi, hægra eyra, vinstri síðu og vinstri fæti. Þá hafi hann haft augljósa áverka í andliti, sár og bólgna neðri vör. Þá mátti einnig finna mar á vinstri kinn og bólgið nef. Konan var meðal annars sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218 gr. b. almennra hegningarlaga en í dómnum segir að ákvæðinu hafi verið bætt inn í almenn hegningarlög meðal annars með því markmiði að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum og tryggja að þau börn sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna hafi meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi lög gerðu ráð fyrir. Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fleiri fréttir Kristín aðstoðar Kristrúnu Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni sínum. Konan var dæmd í héraði árið 2017. Umrædd brot áttu sér stað í október árið 2016 og í janúar 2017 og var ákæran í tveimur liðum. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið með flötum lófa í október 2016. Móðir drengsins bar vitni og sagðist hafa heyrt ákærðu slá brotaþola og beðið þau að hætta þessu. Framburður brotaþola um að ákærða hafi slegið hann samræmdist frásögn móður hans af atvikinu og var framburður hans metinn afar trúverðugur. Í janúar 2017 kvaðst drengurinn hafa komið seint heim úr skólanum með þeim afleiðingum að ákærða hafi reiðst og lamið hann í andlitið með opnum lófa. Hann hafi þá dottið og hélt að ákærða hefði þá sparkað í hann. Hann hafi staðið upp og ákærða hafi haldið við háls hans og haldið áfram að lemja hann. Í vottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítala kemur fram að brotaþoli hafi lýst verk í báðum vörum, nefi, hægra eyra, vinstri síðu og vinstri fæti. Þá hafi hann haft augljósa áverka í andliti, sár og bólgna neðri vör. Þá mátti einnig finna mar á vinstri kinn og bólgið nef. Konan var meðal annars sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218 gr. b. almennra hegningarlaga en í dómnum segir að ákvæðinu hafi verið bætt inn í almenn hegningarlög meðal annars með því markmiði að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum og tryggja að þau börn sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna hafi meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi lög gerðu ráð fyrir.
Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fleiri fréttir Kristín aðstoðar Kristrúnu Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Sjá meira