Segja tilskipun ESB eyðileggja internetið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. febrúar 2019 07:00 Það styttist í úrslitastundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höfundarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti tilskipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndaframleiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskipunina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundarvarins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasamtök og talsmenn tjáningar- og upplýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvikmyndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveruleikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópuþingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Það styttist í úrslitastundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höfundarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti tilskipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndaframleiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskipunina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundarvarins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasamtök og talsmenn tjáningar- og upplýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvikmyndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveruleikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópuþingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira