Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:31 Trump greindi frá ákvörðun sinni í löngu máli fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent