Endaði númer 206 af 20 milljónum: Tómas spilar Fortnite upp í sex klukkustundir á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 11:30 Tómas Bernhöft er einn af bestu Fortnite spilurum heims. Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum. Leikjavísir Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum.
Leikjavísir Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira