Endaði númer 206 af 20 milljónum: Tómas spilar Fortnite upp í sex klukkustundir á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 11:30 Tómas Bernhöft er einn af bestu Fortnite spilurum heims. Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum. Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum.
Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira