Tímafrekur forstjóri Þórlindur Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 07:00 Einu sinni sem oftar hagaði því þannig til á bernskuheimili mínu í Vestmannaeyjum að mér voru settar þrengri skorður um útivistartíma og almennt frjálsræði heldur en tíðkaðist meðal félaga minna og vina. Oftast nær var þetta ekkert til þess að fjargviðrast yfir og með tímanum hef ég öðlast örlítið betri skilning á þeim sjónarmiðum sem lágu að baki þessu umhyggjuharðræði. Það breytir auðvitað ekki því að þegar ég var ungur strákur þá fannst mér óréttlætið yfirþyrmandi að þurfa að fara heim þegar sumir aðrir fengu að vera áfram úti að leika sér á kvöldin. Auðvitað skipti þetta ekki miklu máli í hinu stóra samhengi hlutanna; að minnsta kosti oftast ekki. Þó komu upp tilvik þegar þessar hömlur á athafnafrelsi mínu voru raunverulega til trafala.Takmarkaður veiðitími Þetta var einkum átakanlegt á haustin þegar Eyjapeyjar og pæjur fóru um bæinn í litlum gengjum með pappakassa og vasaljós í leit að lundapysjum til björgunar. Eins og í annarri veiði þá er þolinmæði og úthald gjarnan það sem skilur milli þeirra fengsælu og hinna vonsviknu. Og eftir því sem líður á kvöld og haustnóttina í Vestmannaeyjum þeim mun líklegri voru pysjurnar til þess að villast inn í skúmaskot á hafnarsvæðinu—og það sem meira er, bílalestunum með fjölskyldufólkinu fækkaði líka, þannig að færri voru um meiri veiði. Eitt kvöldið þegar ég var líklega um tíu ára gamall fékk ég náðarsamlega leyfi til þess að fara út með nokkrum vinum til þess að veiða lundapysjur eftir kvöldmat. Þetta þótti foreldrum mínum vera mikil eftirgjöf þótt ég ætti sjálfur erfitt með að sjá þetta sem annað en algjörlega sjálfsagðan hlut. Sem betur fer þekktist þá ekki hugtakið nágrannavakt foreldra og engum datt í hug að hafa samráð um útivistartíma við aðra foreldra; því annars er hætt við að sjónarmið varkárustu foreldranna fengju að eyðileggja ævintýrin fyrir ekki bara þeirra eigin börnum heldur öllum hinum líka. Ég man ekki nákvæmlega hvenær mér var gert að skila mér heim, hugsanlega var það klukkan ellefu að kvöldi. Ég get bara fullyrt tvennt. Annars vegar að það var alltof snemmt og hins vegar að enginn af vinum mínum þurfti að sæta öðru eins. En ég lét auðvitað eins og ég hefði ekkert nema þakklæti í hjarta yfir útivistarleyfinu og sagðist mundu að sjálfsögðu skila mér á tilsettum tíma, enda var ég farinn að ganga um með úr á úlnliðnum eins og fullorðinn maður—og hlaut þar með að vera treystandi fyrir því að standa við öll þau tímamörk sem mér voru sett.Tímaferðalag En eftir því sem leið á veiðiferðina um kvöldið og ekkert veiddist þá varð ég stöðugt sannfærðari um nauðsyn þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að bregðast við. Það var vitaskuld algjörlega óhugsandi að ég þyrfti að yfirgefa veiðihópinn með skottið á milli lappanna án þess að ná einni einustu pysju. Þannig að ég greip á það ráð að seinka klukkunni um dágóða stund, halda áfram veiðum og fara bara heim þegar eitthvað væri komið í kassann. Þegar ég kom heim hróðugur yfir því að hafa náð pysju mættu mér heldur skilningssljó augu foreldra minna. Þeim var lítt skemmt yfir því að ég hefði brugðist trausti þeirra og skilað mér heim eftir að það, sem þau kölluðu umsaminn (en var í raun valdboðinn), útivistartími, var liðinn. Ég var auðvitað búinn undir þetta og rétti fram höndina með úrinu og sýndi þeim að klukkan mín væri bara rétt að verða ellefu, og ég hafi því ekki getað vitað betur heldur en að ég væri að stunda mínar veiðar innan löglegra tímamarka. Móðir mín móðgaði þá vitsmuni mína með því að benda mér á að þótt ég fiktaði í úrinu á mínum úlnliði þá breytti það að sjálfsögðu engu um klukkuna sem hékk á veggnum í eldhúsinu. Döh! Auðvitað vissi ég þetta, og með því að bregðast móðgaður við þessari athugasemd móður minnar kom ég um leið upp um mitt eigið ráðabrugg. Og þótt allt skynsamt fólk sjái í dag að það var ég sem hafði rétt fyrir mér í þessu máli og að foreldrar mínir höfðu rangt fyrir sér—þá hafði þessi tilraun mín til þess að sveigja tímann sjálfum mér til hagsbóta einungis þau áhrif að herða takið sem kærleiksklær foreldra minna höfðu á mér.Flugsins óvissi tími Mér var hugsað til þessa þegar ég sá í vikunni fréttir um að forstjóri Icelandair ætli að mótmæla sérstaklega því að klukkan á Íslandi verði löguð að gangi sólarinnar. Hann vill meina að það henti betur hagsmunum Icelandair að hafa klukkuna eins og hún er núna þrátt fyrir sterkar vísbendingar um bág áhrif á heilsufar þjóðarinnar. Forstjórinn lætur liggja að því að þetta geti haft áhrif á alls konar hefðarvarða lendingartíma á flugvöllum víða um heim. Þó hlýtur hann að gera sér grein fyrir því að með því að færa klukkuna aftur um eina klukkustund á Íslandi, mun nákvæmlega ekkert annað breytast í heiminum. Klukkan verður áfram það sama þegar flugvélarnar leggja af stað og lenda í New York og London, Chicago og Stokkhólmi. Klukkan á eldhúsvegg í París breytist ekki sama hvað við hrærum í úrum á íslenskum úlnliðum. Það eina sem þarf að breytast er að á flugmiðum frá Íslandi flyst brottfarartíminn fram um eina klukkustund. Þetta hefur áhrif á þá farþega sem leggja af stað frá Íslandi; og vissulega verður óþægilegra að fara á fætur klukkan fjögur heldur en klukkan fimm í þau örfáu skipti á ári sem venjulegt fólk fer til útlanda. En á móti má benda á að flugin myndu fara af stað nákvæmlega jafnmörgum klukkustundum fyrir eða eftir sólarupprás eins og nú; og áhrifin á líkamsklukkuna yrðu því svipuð.Þreyta í þotuliði Það er áhugavert að í umræðum um hvort íslenska klukkan eigi að taka mið af gangi sólarinnar þá virðast flestir þeir sem kynnt hafa sér lífeðlisfræðileg áhrif svefns og líkamsklukkunnar vera á því að það hefði jákvæð áhrif að gera breytingu. Þeir sem helst stilla sér upp á móti eru business-menn sem langar ekki að vakna fyrr á morgnana til að tala í símann við Evrópu eða fara út á flugvöll—og vilja hafa meiri birtu síðdegis til þess að spila golf. Fyrir flestum öðrum hljóta þeir eðlilegu hagsmunir þorra Íslendinga, þar á meðal barna og ungmenna, að stuðla að góðri heilsu, bæði andlegri og líkamlegri, að vega þyngra heldur en sérgæska við þotuliðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Einu sinni sem oftar hagaði því þannig til á bernskuheimili mínu í Vestmannaeyjum að mér voru settar þrengri skorður um útivistartíma og almennt frjálsræði heldur en tíðkaðist meðal félaga minna og vina. Oftast nær var þetta ekkert til þess að fjargviðrast yfir og með tímanum hef ég öðlast örlítið betri skilning á þeim sjónarmiðum sem lágu að baki þessu umhyggjuharðræði. Það breytir auðvitað ekki því að þegar ég var ungur strákur þá fannst mér óréttlætið yfirþyrmandi að þurfa að fara heim þegar sumir aðrir fengu að vera áfram úti að leika sér á kvöldin. Auðvitað skipti þetta ekki miklu máli í hinu stóra samhengi hlutanna; að minnsta kosti oftast ekki. Þó komu upp tilvik þegar þessar hömlur á athafnafrelsi mínu voru raunverulega til trafala.Takmarkaður veiðitími Þetta var einkum átakanlegt á haustin þegar Eyjapeyjar og pæjur fóru um bæinn í litlum gengjum með pappakassa og vasaljós í leit að lundapysjum til björgunar. Eins og í annarri veiði þá er þolinmæði og úthald gjarnan það sem skilur milli þeirra fengsælu og hinna vonsviknu. Og eftir því sem líður á kvöld og haustnóttina í Vestmannaeyjum þeim mun líklegri voru pysjurnar til þess að villast inn í skúmaskot á hafnarsvæðinu—og það sem meira er, bílalestunum með fjölskyldufólkinu fækkaði líka, þannig að færri voru um meiri veiði. Eitt kvöldið þegar ég var líklega um tíu ára gamall fékk ég náðarsamlega leyfi til þess að fara út með nokkrum vinum til þess að veiða lundapysjur eftir kvöldmat. Þetta þótti foreldrum mínum vera mikil eftirgjöf þótt ég ætti sjálfur erfitt með að sjá þetta sem annað en algjörlega sjálfsagðan hlut. Sem betur fer þekktist þá ekki hugtakið nágrannavakt foreldra og engum datt í hug að hafa samráð um útivistartíma við aðra foreldra; því annars er hætt við að sjónarmið varkárustu foreldranna fengju að eyðileggja ævintýrin fyrir ekki bara þeirra eigin börnum heldur öllum hinum líka. Ég man ekki nákvæmlega hvenær mér var gert að skila mér heim, hugsanlega var það klukkan ellefu að kvöldi. Ég get bara fullyrt tvennt. Annars vegar að það var alltof snemmt og hins vegar að enginn af vinum mínum þurfti að sæta öðru eins. En ég lét auðvitað eins og ég hefði ekkert nema þakklæti í hjarta yfir útivistarleyfinu og sagðist mundu að sjálfsögðu skila mér á tilsettum tíma, enda var ég farinn að ganga um með úr á úlnliðnum eins og fullorðinn maður—og hlaut þar með að vera treystandi fyrir því að standa við öll þau tímamörk sem mér voru sett.Tímaferðalag En eftir því sem leið á veiðiferðina um kvöldið og ekkert veiddist þá varð ég stöðugt sannfærðari um nauðsyn þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að bregðast við. Það var vitaskuld algjörlega óhugsandi að ég þyrfti að yfirgefa veiðihópinn með skottið á milli lappanna án þess að ná einni einustu pysju. Þannig að ég greip á það ráð að seinka klukkunni um dágóða stund, halda áfram veiðum og fara bara heim þegar eitthvað væri komið í kassann. Þegar ég kom heim hróðugur yfir því að hafa náð pysju mættu mér heldur skilningssljó augu foreldra minna. Þeim var lítt skemmt yfir því að ég hefði brugðist trausti þeirra og skilað mér heim eftir að það, sem þau kölluðu umsaminn (en var í raun valdboðinn), útivistartími, var liðinn. Ég var auðvitað búinn undir þetta og rétti fram höndina með úrinu og sýndi þeim að klukkan mín væri bara rétt að verða ellefu, og ég hafi því ekki getað vitað betur heldur en að ég væri að stunda mínar veiðar innan löglegra tímamarka. Móðir mín móðgaði þá vitsmuni mína með því að benda mér á að þótt ég fiktaði í úrinu á mínum úlnliði þá breytti það að sjálfsögðu engu um klukkuna sem hékk á veggnum í eldhúsinu. Döh! Auðvitað vissi ég þetta, og með því að bregðast móðgaður við þessari athugasemd móður minnar kom ég um leið upp um mitt eigið ráðabrugg. Og þótt allt skynsamt fólk sjái í dag að það var ég sem hafði rétt fyrir mér í þessu máli og að foreldrar mínir höfðu rangt fyrir sér—þá hafði þessi tilraun mín til þess að sveigja tímann sjálfum mér til hagsbóta einungis þau áhrif að herða takið sem kærleiksklær foreldra minna höfðu á mér.Flugsins óvissi tími Mér var hugsað til þessa þegar ég sá í vikunni fréttir um að forstjóri Icelandair ætli að mótmæla sérstaklega því að klukkan á Íslandi verði löguð að gangi sólarinnar. Hann vill meina að það henti betur hagsmunum Icelandair að hafa klukkuna eins og hún er núna þrátt fyrir sterkar vísbendingar um bág áhrif á heilsufar þjóðarinnar. Forstjórinn lætur liggja að því að þetta geti haft áhrif á alls konar hefðarvarða lendingartíma á flugvöllum víða um heim. Þó hlýtur hann að gera sér grein fyrir því að með því að færa klukkuna aftur um eina klukkustund á Íslandi, mun nákvæmlega ekkert annað breytast í heiminum. Klukkan verður áfram það sama þegar flugvélarnar leggja af stað og lenda í New York og London, Chicago og Stokkhólmi. Klukkan á eldhúsvegg í París breytist ekki sama hvað við hrærum í úrum á íslenskum úlnliðum. Það eina sem þarf að breytast er að á flugmiðum frá Íslandi flyst brottfarartíminn fram um eina klukkustund. Þetta hefur áhrif á þá farþega sem leggja af stað frá Íslandi; og vissulega verður óþægilegra að fara á fætur klukkan fjögur heldur en klukkan fimm í þau örfáu skipti á ári sem venjulegt fólk fer til útlanda. En á móti má benda á að flugin myndu fara af stað nákvæmlega jafnmörgum klukkustundum fyrir eða eftir sólarupprás eins og nú; og áhrifin á líkamsklukkuna yrðu því svipuð.Þreyta í þotuliði Það er áhugavert að í umræðum um hvort íslenska klukkan eigi að taka mið af gangi sólarinnar þá virðast flestir þeir sem kynnt hafa sér lífeðlisfræðileg áhrif svefns og líkamsklukkunnar vera á því að það hefði jákvæð áhrif að gera breytingu. Þeir sem helst stilla sér upp á móti eru business-menn sem langar ekki að vakna fyrr á morgnana til að tala í símann við Evrópu eða fara út á flugvöll—og vilja hafa meiri birtu síðdegis til þess að spila golf. Fyrir flestum öðrum hljóta þeir eðlilegu hagsmunir þorra Íslendinga, þar á meðal barna og ungmenna, að stuðla að góðri heilsu, bæði andlegri og líkamlegri, að vega þyngra heldur en sérgæska við þotuliðið.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun