Lífið aldrei samt eftir að jörðin opnaðist við Hveragerði Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 09:00 Ohara sést til vinstri á mynd en hún var í viku á sjúkrahúsi á Íslandi og þurfti að gangast undir húðágræðslu í kjölfar slyssins. Hverinn sem Ohara féll í má sjá hægra megin á mynd. Vísir Líf bandarísku listakonunnar Ohöru Hale gjörbreyttist á örskotsstundu þegar hún datt ofan í sjóðandi heitan hver á göngu í grennd við Hveragerði í janúar síðastliðnum. Hún segist óendanlega þakklát vinum sínum sem komu af stað GoFundMe-söfnun til að standa straum af sjúkrahúskostnaði vegna læknismeðferða á Íslandi. Framundan er löng og ströng endurhæfing en Ohara þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna þriðja stigs bruna eftir slysið. Rétt er að vara lesendur við myndum af meiðslunum sem fylgja fréttinni.Húðin byrjaði strax að bráðna Ohara er bandarísk en búsett í borginni Montréal í Kanada. Hún kom hingað til lands í janúar og heimsótti íslenska vini sína í Hveragerði. Ohara var á göngu á svæði fyrir ofan Garðyrkjuskólann þar í bæ ásamt áðurnefndum vinum sínum þann 17. janúar síðastliðinn þegar slysið varð. Hún segir í samtali við Vísi að ekkert hafi bent til þess að möguleg hætta væri á ferðum – og hvað þá að jörðin myndi gefa sig undan henni – enda svæðið kannski ekki gert sérstaklega út sem ferðamannastaður. „Þetta leit allt fullkomlega eðlilega út. En svo steig ég eitt skref og jörðin opnaðist. Hægri fóturinn á mér fór ofan í sjóðandi heitt vatnið og festist. Svo fylgdi vinstri fóturinn sömu leið og vinur minn þurfti að draga mig upp úr,“ segir Ohara.Þessi mynd er tekin við hverinn rétt eftir að Ohara var dregin upp úr honum.Mynd/ohara haleSprettur fram úr engu Hverinn sem um ræðir er í nágrenni Hveragerðis. Hann er ekki í alfaraleið heldur kúrir einn og friðsæll í litlu rjóðri. Hann sést raunar ekki fyrr en gengið er beint fram á hann og þá er eins og hann spretti fram úr engu: trónir upp á hól, umkringdur hávöxnum grenitrjám og myndarlegum snjóskafli. Það var iðandi líf í hvernum þegar blaðamaður kannaði svæðið ásamt ljósmyndara á góðviðrisdegi í vikunni. Gufubólstrar streymdu út um holur í jörðinni og vatnið bullsauð í uppsprettunni. Rauður leirinn umhverfis vatnið leit sakleysislega út – en frásögn Ohöru verkaði sem kröftug aðvörun við því sem gæti leynst þar undir niðri. Ohara segir að mun rólegra hafi verið yfir hvernum þegar hún heimsótti hann í janúar og því hafi hún hætt sér jafnnálægt uppsprettunni og raunin varð. „Þetta var eins og í ævintýramynd af því að það hafði snjóað og ég settist strax í snjóinn og við reyndum að klæða mig úr buxunum en við gátum það ekki. Húðin á mér bráðnaði strax af fætinum og vinir mínir voru bara: „Hvað er þetta, sokkabuxurnar þínar?“ Vegna þess að ég var mjög sólbrún, þannig að þetta var afar sólbrún húð. Þetta var mjög óraunverulegt.“ Sárþjáð en ótryggð Ohara segist ekki hafa byrjað strax að finna fyrir sársauka, líkaminn hafi enn verið að meðtaka lostið. Þannig hafi hún getað grínast með meiðslin í fyrstu. „Ég var bara: Ó nei! Sólbrúnkan mín er að dofna!“Vinir Ohöru aðstoðuðu hana niður hlíðina en hún gat ekki stigið í fæturna í rúmar tvær vikur eftir slysið.Mynd/Ohara haleVinir hennar báru hana því næst niður hlíðina og óku henni heim. Ohara segir að hvorki hún sjálf né vinir hennar hafi verið meðvituð um það hversu alvarleg meiðslin voru í fyrstu. Illur grunur hafi þó fljótt tekið að læðast að henni. „Ég held ég hafi vitað hversu alvarlegt þetta var en ég var of stressuð til að fara á spítalann vegna þess að ég var ekki með ferðatryggingu. En svo er það líka, þú getur ekki sagt til um þessa hluti í fyrstu. Þannig að við fórum heim og klipptum buxurnar af mér og ég var…“ segir Ohara og andvarpar. „Sársaukinn var mikill,“ bætir hún við. „Og loks keyrðum við á sjúkrahúsið á Selfossi.“ Ohara var strax lögð inn við komuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þaðan var hún flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík. Eftir vikudvöl á Landspítalanum var henni ráðlagt að fara heim til Kanada þar sem áframhaldandi meðferð hér hefði orðið afar kostnaðarsöm. Vikan á spítala á Íslandi kostaði hana að lokum rúma sjö þúsund Kanadadali, sem nemur um 630 þúsundum íslenskra króna.Gert að sárum Ohöru á Landspítalanum.Mynd/ohara haleMá ekki fara út í sólina í heilt ár Læknar á Íslandi höfðu tjáð Ohöru að hún þyrfti mögulega að gangast undir aðgerð vegna brunasáranna. Á sjúkrahúsinu í Montréal fékkst það svo staðfest en Ohara segir að hún teljist heppin að hafa ekki misst hægri fótinn. „Loks kom í ljós að ég var með þriðja stigs bruna á öllum hægri fætinum, frá hné og niður, og ég þurfti að fara í húðágræðslu þar sem tekin var húð af lærinu á mér. Þetta verður lengi að gróa, ég verð hér á spítalanum í dágóðan tíma í viðbót og ég er í endurhæfingu vegna þess að ég get ekki hreyft á mér ökklann.“ Ohara á því langa vegferð fyrir höndum en hún segir bataferlið þó þegar hafið. Rétt tæpum þremur vikum eftir slysið hafi hún til að mynda staðið upprétt í fyrsta skiptið og þann 10. febrúar tók hún fyrstu skrefin síðan í gönguferðinni örlagaríku. Hún fékk svo loksins að fara heim til sín í gær. Þá stendur Ohara í stífri endurhæfingu eftir aðgerðina en mikilvægt er að hún geti byrjað að hreyfa ökklann aftur til að teygja á nýju húðinni og forða því að hún verði of þröng yfir fótinn. „Ég má svo ekki fara út í sólina í heilt ár, eða ég má ekki láta sólina skína á fæturna á mér og svo tekur líka við ár af endurhæfingu. Þannig að já, þetta umturnaði svolítið lífi mínu.“ Ohara, Ed Sheeran – og miklu fleiri Ohara segist þó umfram allt vilja vekja athygli annarra á hættunum sem leynast í óheflaðri náttúru Íslands. Útlitið geti nefnilega blekkt, líkt og í tilfelli sakleysislega og friðsæla hversins við Hveragerði. „Maður sér þessa pínulitlu heitavatnsuppsprettu og það streymir stöðugt vatn undir henni. Það skiptir sífellt um stefnu svo að jörðin þarna er frekar óstöðug. Maður getur stigið skref og þetta lítur allt eðlilega út en það gæti í raun verið vatn þarna undir. Það var það sem kom fyrir mig.“Ohara fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í gær. Myndin er tekin þá um morguninn en fóturinn grær vel.Mynd/ohara haleOhara minnist þess einmitt að hið sama hafi hent tónlistarmanninn Ed Sheeran þegar hann var á ferð um Ísland árið 2016. Sheeran lýsti því í viðtali við BBC Radio 1 á sínum tíma að hann hefði stigið í sjóðandi hver og brennt sig illa á fæti.Þá brenndist bandarískur ferðamaður á áttræðisaldri, William Crawford, mjög alvarlega á öllum líkamanum þegar hann datt ofan í hver við Gömlu laugina á Flúðum í september árið 2016. Ohara hefur eftir hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsinu á Selfossi að þangað leiti fjölmargir erlendir ferðamenn vegna brunasára. „Hjúkrunarfræðingarnir sögðu mér frá leiðsögumanni sem var sífellt að koma með ferðamenn á spítalann vegna brunasára og hann var farinn að verða pirraður. Og þetta kom fyrir hann, það sama og kom fyrir mig. Jafnvel leiðsögumaðurinn gat ekki spáð fyrir um það hvar best væri að standa þannig að mér finnst að fólk ætti að vita af þessu. Allir ættu að tala örlítið meira um þetta, ferðamenn ættu kannski að fá bækling eða eitthvað þegar þeir koma til landsins,” segir Ohara. „Og svo veit líka enginn af því að maður ætti kannski að halda sig í meiri fjarlægð frá svæðinu. Ég fór ekki ofan í vatnið, ég var ekki nálægt vatninu, ég var bara á svæðinu í kringum það sem leit út fyrir að vera frekar venjulegt og öruggt. En jörðin opnaðist undir mér. Litla íslenska innvígsluathöfnin mín, held ég bara. Ég var borin niður fjallið í gegnum snjóinn og trén og ég hugsaði með mér að mér liði eins og eldfjallagyðju.“Ohara segir að mun rólegra hafi verið yfir hvernum þegar hún heimsótti hann í janúar og því hafi hún hætt sér jafnnálægt uppsprettunni og raunin varð. Svona var umhorfs við hverinn á miðvikudag.Vísir/VilhelmFæra má rök fyrir því að viðvörunarmerkingum við hverinn sé nokkuð ábótavant. Þó að svæðið sé ekki hluti af hefðbundnum ferðamannarúnti á Suðurlandi var slæðingur af túristum á ferð í grennd við hverinn þegar blaðamann bar þar að garði í vikunni. Þrátt fyrir það virtist sem aðvörunarskilti væri ekki að finna í nánasta umhverfi hversins, fyrir utan eitt lítið öllu neðar í hlíðinni þar sem komið er að hvernum frá Hveragerði. Aðvörunin er almenns eðlis: „CAUTION. Hot spring area“ og ekki útskýrt nánar hvað í því felst að ganga inn á hverasvæði.Þakklát ofar öllu Eins og áður segir stóð Ohara frammi fyrir því að þurfa að leggja út mörghundruð þúsund krónur í sjúkrahúskostnað á Íslandi. Hún segist því óendanlega þakklát vinum sínum úr tónlistarsenunni í Montréal sem hófu GoFundMe-söfnun fyrir kostnaðinum. Þegar þetta er ritað hafa safnast tæpir fjórtán þúsund dalir sem ganga upp í spítalareikninga, bæði á Íslandi og í Kanada, og endurhæfingarferlið framundan. Ohara segir þakklæti sér efst í huga: þakklæti í garð vina, fjölskyldu og, síðast en ekki síst, læknavísindanna. „Þetta hefur líka verið mjög falleg reynsla þökk sé vinum mínum og starfsfólkinu á spítölunum. Svo hefur læknismeðferðin verið ótrúleg. Ég er svo þakklát fyrir tæknina sem við búum við og er notuð í svona bráðatilfellum. Ég held að mörg okkar séu svolítið hrædd við hana en það er magnað hversu hratt við getum meðhöndlað svona meiðsli. Og ég hugsaði með mér: hvað ef þetta hefði gerst fyrir hundrað árum? Ég væri líklega dáin.“Ohara er afskaplega þakklát vinum sínum í tónlistarsenunni í Montréal.Mynd/Richmond LamÁtti alltaf að gerast Ohara segir að hún hafi tekið ferlinu opnum örmum og mæti nýjum áskorunum með jákvæðni, annað hafi í raun ekki verið í boði. Hún lýsir því til dæmis að hún hafi brostið í grát þegar hún fór í fyrstu sturtuna í kjölfar slyssins. Þessir litlu og hversdagslegu sigrar séu afar dýrmætir en Ohara hefur greint skilmerkilega frá ferlinu á Instagram-reikningi sínum. Þar er enn að finna myndbönd og myndir frá sjúkrahúsdvölinni, á Íslandi og í Montréal. „Þó að þetta hafi allt saman verið óhugnanlegt og brjálæðislega sársaukafullt þá hefur þetta líka verið mjög gott. Þessir krefjandi hlutir breyta okkur og veita okkur dýpra sjónarhorn og skilning, svo lengi sem við höldum í jákvæðnina. Það var einhver sem sagði við mig að ég væri alls ekki fórnarlamb. Og ég sagði að sú væri einmitt algjörlega ekki raunin. Fórnarlamb hvers? Jarðarinnar? Mér finnst ég ekki sjá eftir neinu. Ég held þetta sé eitthvað sem átti alltaf að gerast og ég hef lært svo margt af því. Ég er afar þakklát fyrir það,” segir Ohara. „Þetta er líka svolítið fallegt. Ég meina, af öllum meiðslum sem þú getur hlotið! Þetta var ekki gaman en þú veist, vá! Ég steig inn í jörðina og hún kyssti mig. Það var heitt, kannski aðeins of heitt. Vinir mínir höfðu áhyggjur af því að ég myndi ekki vilja koma aftur til Íslands en ég sagði bara: „Ekki séns, ég kem aftur!“ Ég held mig bara í öruggri fjarlægð frá öllu sem er við suðumark.” Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Líf bandarísku listakonunnar Ohöru Hale gjörbreyttist á örskotsstundu þegar hún datt ofan í sjóðandi heitan hver á göngu í grennd við Hveragerði í janúar síðastliðnum. Hún segist óendanlega þakklát vinum sínum sem komu af stað GoFundMe-söfnun til að standa straum af sjúkrahúskostnaði vegna læknismeðferða á Íslandi. Framundan er löng og ströng endurhæfing en Ohara þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna þriðja stigs bruna eftir slysið. Rétt er að vara lesendur við myndum af meiðslunum sem fylgja fréttinni.Húðin byrjaði strax að bráðna Ohara er bandarísk en búsett í borginni Montréal í Kanada. Hún kom hingað til lands í janúar og heimsótti íslenska vini sína í Hveragerði. Ohara var á göngu á svæði fyrir ofan Garðyrkjuskólann þar í bæ ásamt áðurnefndum vinum sínum þann 17. janúar síðastliðinn þegar slysið varð. Hún segir í samtali við Vísi að ekkert hafi bent til þess að möguleg hætta væri á ferðum – og hvað þá að jörðin myndi gefa sig undan henni – enda svæðið kannski ekki gert sérstaklega út sem ferðamannastaður. „Þetta leit allt fullkomlega eðlilega út. En svo steig ég eitt skref og jörðin opnaðist. Hægri fóturinn á mér fór ofan í sjóðandi heitt vatnið og festist. Svo fylgdi vinstri fóturinn sömu leið og vinur minn þurfti að draga mig upp úr,“ segir Ohara.Þessi mynd er tekin við hverinn rétt eftir að Ohara var dregin upp úr honum.Mynd/ohara haleSprettur fram úr engu Hverinn sem um ræðir er í nágrenni Hveragerðis. Hann er ekki í alfaraleið heldur kúrir einn og friðsæll í litlu rjóðri. Hann sést raunar ekki fyrr en gengið er beint fram á hann og þá er eins og hann spretti fram úr engu: trónir upp á hól, umkringdur hávöxnum grenitrjám og myndarlegum snjóskafli. Það var iðandi líf í hvernum þegar blaðamaður kannaði svæðið ásamt ljósmyndara á góðviðrisdegi í vikunni. Gufubólstrar streymdu út um holur í jörðinni og vatnið bullsauð í uppsprettunni. Rauður leirinn umhverfis vatnið leit sakleysislega út – en frásögn Ohöru verkaði sem kröftug aðvörun við því sem gæti leynst þar undir niðri. Ohara segir að mun rólegra hafi verið yfir hvernum þegar hún heimsótti hann í janúar og því hafi hún hætt sér jafnnálægt uppsprettunni og raunin varð. „Þetta var eins og í ævintýramynd af því að það hafði snjóað og ég settist strax í snjóinn og við reyndum að klæða mig úr buxunum en við gátum það ekki. Húðin á mér bráðnaði strax af fætinum og vinir mínir voru bara: „Hvað er þetta, sokkabuxurnar þínar?“ Vegna þess að ég var mjög sólbrún, þannig að þetta var afar sólbrún húð. Þetta var mjög óraunverulegt.“ Sárþjáð en ótryggð Ohara segist ekki hafa byrjað strax að finna fyrir sársauka, líkaminn hafi enn verið að meðtaka lostið. Þannig hafi hún getað grínast með meiðslin í fyrstu. „Ég var bara: Ó nei! Sólbrúnkan mín er að dofna!“Vinir Ohöru aðstoðuðu hana niður hlíðina en hún gat ekki stigið í fæturna í rúmar tvær vikur eftir slysið.Mynd/Ohara haleVinir hennar báru hana því næst niður hlíðina og óku henni heim. Ohara segir að hvorki hún sjálf né vinir hennar hafi verið meðvituð um það hversu alvarleg meiðslin voru í fyrstu. Illur grunur hafi þó fljótt tekið að læðast að henni. „Ég held ég hafi vitað hversu alvarlegt þetta var en ég var of stressuð til að fara á spítalann vegna þess að ég var ekki með ferðatryggingu. En svo er það líka, þú getur ekki sagt til um þessa hluti í fyrstu. Þannig að við fórum heim og klipptum buxurnar af mér og ég var…“ segir Ohara og andvarpar. „Sársaukinn var mikill,“ bætir hún við. „Og loks keyrðum við á sjúkrahúsið á Selfossi.“ Ohara var strax lögð inn við komuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þaðan var hún flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík. Eftir vikudvöl á Landspítalanum var henni ráðlagt að fara heim til Kanada þar sem áframhaldandi meðferð hér hefði orðið afar kostnaðarsöm. Vikan á spítala á Íslandi kostaði hana að lokum rúma sjö þúsund Kanadadali, sem nemur um 630 þúsundum íslenskra króna.Gert að sárum Ohöru á Landspítalanum.Mynd/ohara haleMá ekki fara út í sólina í heilt ár Læknar á Íslandi höfðu tjáð Ohöru að hún þyrfti mögulega að gangast undir aðgerð vegna brunasáranna. Á sjúkrahúsinu í Montréal fékkst það svo staðfest en Ohara segir að hún teljist heppin að hafa ekki misst hægri fótinn. „Loks kom í ljós að ég var með þriðja stigs bruna á öllum hægri fætinum, frá hné og niður, og ég þurfti að fara í húðágræðslu þar sem tekin var húð af lærinu á mér. Þetta verður lengi að gróa, ég verð hér á spítalanum í dágóðan tíma í viðbót og ég er í endurhæfingu vegna þess að ég get ekki hreyft á mér ökklann.“ Ohara á því langa vegferð fyrir höndum en hún segir bataferlið þó þegar hafið. Rétt tæpum þremur vikum eftir slysið hafi hún til að mynda staðið upprétt í fyrsta skiptið og þann 10. febrúar tók hún fyrstu skrefin síðan í gönguferðinni örlagaríku. Hún fékk svo loksins að fara heim til sín í gær. Þá stendur Ohara í stífri endurhæfingu eftir aðgerðina en mikilvægt er að hún geti byrjað að hreyfa ökklann aftur til að teygja á nýju húðinni og forða því að hún verði of þröng yfir fótinn. „Ég má svo ekki fara út í sólina í heilt ár, eða ég má ekki láta sólina skína á fæturna á mér og svo tekur líka við ár af endurhæfingu. Þannig að já, þetta umturnaði svolítið lífi mínu.“ Ohara, Ed Sheeran – og miklu fleiri Ohara segist þó umfram allt vilja vekja athygli annarra á hættunum sem leynast í óheflaðri náttúru Íslands. Útlitið geti nefnilega blekkt, líkt og í tilfelli sakleysislega og friðsæla hversins við Hveragerði. „Maður sér þessa pínulitlu heitavatnsuppsprettu og það streymir stöðugt vatn undir henni. Það skiptir sífellt um stefnu svo að jörðin þarna er frekar óstöðug. Maður getur stigið skref og þetta lítur allt eðlilega út en það gæti í raun verið vatn þarna undir. Það var það sem kom fyrir mig.“Ohara fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í gær. Myndin er tekin þá um morguninn en fóturinn grær vel.Mynd/ohara haleOhara minnist þess einmitt að hið sama hafi hent tónlistarmanninn Ed Sheeran þegar hann var á ferð um Ísland árið 2016. Sheeran lýsti því í viðtali við BBC Radio 1 á sínum tíma að hann hefði stigið í sjóðandi hver og brennt sig illa á fæti.Þá brenndist bandarískur ferðamaður á áttræðisaldri, William Crawford, mjög alvarlega á öllum líkamanum þegar hann datt ofan í hver við Gömlu laugina á Flúðum í september árið 2016. Ohara hefur eftir hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsinu á Selfossi að þangað leiti fjölmargir erlendir ferðamenn vegna brunasára. „Hjúkrunarfræðingarnir sögðu mér frá leiðsögumanni sem var sífellt að koma með ferðamenn á spítalann vegna brunasára og hann var farinn að verða pirraður. Og þetta kom fyrir hann, það sama og kom fyrir mig. Jafnvel leiðsögumaðurinn gat ekki spáð fyrir um það hvar best væri að standa þannig að mér finnst að fólk ætti að vita af þessu. Allir ættu að tala örlítið meira um þetta, ferðamenn ættu kannski að fá bækling eða eitthvað þegar þeir koma til landsins,” segir Ohara. „Og svo veit líka enginn af því að maður ætti kannski að halda sig í meiri fjarlægð frá svæðinu. Ég fór ekki ofan í vatnið, ég var ekki nálægt vatninu, ég var bara á svæðinu í kringum það sem leit út fyrir að vera frekar venjulegt og öruggt. En jörðin opnaðist undir mér. Litla íslenska innvígsluathöfnin mín, held ég bara. Ég var borin niður fjallið í gegnum snjóinn og trén og ég hugsaði með mér að mér liði eins og eldfjallagyðju.“Ohara segir að mun rólegra hafi verið yfir hvernum þegar hún heimsótti hann í janúar og því hafi hún hætt sér jafnnálægt uppsprettunni og raunin varð. Svona var umhorfs við hverinn á miðvikudag.Vísir/VilhelmFæra má rök fyrir því að viðvörunarmerkingum við hverinn sé nokkuð ábótavant. Þó að svæðið sé ekki hluti af hefðbundnum ferðamannarúnti á Suðurlandi var slæðingur af túristum á ferð í grennd við hverinn þegar blaðamann bar þar að garði í vikunni. Þrátt fyrir það virtist sem aðvörunarskilti væri ekki að finna í nánasta umhverfi hversins, fyrir utan eitt lítið öllu neðar í hlíðinni þar sem komið er að hvernum frá Hveragerði. Aðvörunin er almenns eðlis: „CAUTION. Hot spring area“ og ekki útskýrt nánar hvað í því felst að ganga inn á hverasvæði.Þakklát ofar öllu Eins og áður segir stóð Ohara frammi fyrir því að þurfa að leggja út mörghundruð þúsund krónur í sjúkrahúskostnað á Íslandi. Hún segist því óendanlega þakklát vinum sínum úr tónlistarsenunni í Montréal sem hófu GoFundMe-söfnun fyrir kostnaðinum. Þegar þetta er ritað hafa safnast tæpir fjórtán þúsund dalir sem ganga upp í spítalareikninga, bæði á Íslandi og í Kanada, og endurhæfingarferlið framundan. Ohara segir þakklæti sér efst í huga: þakklæti í garð vina, fjölskyldu og, síðast en ekki síst, læknavísindanna. „Þetta hefur líka verið mjög falleg reynsla þökk sé vinum mínum og starfsfólkinu á spítölunum. Svo hefur læknismeðferðin verið ótrúleg. Ég er svo þakklát fyrir tæknina sem við búum við og er notuð í svona bráðatilfellum. Ég held að mörg okkar séu svolítið hrædd við hana en það er magnað hversu hratt við getum meðhöndlað svona meiðsli. Og ég hugsaði með mér: hvað ef þetta hefði gerst fyrir hundrað árum? Ég væri líklega dáin.“Ohara er afskaplega þakklát vinum sínum í tónlistarsenunni í Montréal.Mynd/Richmond LamÁtti alltaf að gerast Ohara segir að hún hafi tekið ferlinu opnum örmum og mæti nýjum áskorunum með jákvæðni, annað hafi í raun ekki verið í boði. Hún lýsir því til dæmis að hún hafi brostið í grát þegar hún fór í fyrstu sturtuna í kjölfar slyssins. Þessir litlu og hversdagslegu sigrar séu afar dýrmætir en Ohara hefur greint skilmerkilega frá ferlinu á Instagram-reikningi sínum. Þar er enn að finna myndbönd og myndir frá sjúkrahúsdvölinni, á Íslandi og í Montréal. „Þó að þetta hafi allt saman verið óhugnanlegt og brjálæðislega sársaukafullt þá hefur þetta líka verið mjög gott. Þessir krefjandi hlutir breyta okkur og veita okkur dýpra sjónarhorn og skilning, svo lengi sem við höldum í jákvæðnina. Það var einhver sem sagði við mig að ég væri alls ekki fórnarlamb. Og ég sagði að sú væri einmitt algjörlega ekki raunin. Fórnarlamb hvers? Jarðarinnar? Mér finnst ég ekki sjá eftir neinu. Ég held þetta sé eitthvað sem átti alltaf að gerast og ég hef lært svo margt af því. Ég er afar þakklát fyrir það,” segir Ohara. „Þetta er líka svolítið fallegt. Ég meina, af öllum meiðslum sem þú getur hlotið! Þetta var ekki gaman en þú veist, vá! Ég steig inn í jörðina og hún kyssti mig. Það var heitt, kannski aðeins of heitt. Vinir mínir höfðu áhyggjur af því að ég myndi ekki vilja koma aftur til Íslands en ég sagði bara: „Ekki séns, ég kem aftur!“ Ég held mig bara í öruggri fjarlægð frá öllu sem er við suðumark.”
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent