Vanþekking á lögum orsök brotsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2019 07:15 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Vanþekking á lögum og reglum persónuverndarréttar Reykjavíkur urðu til þess að borgin braut gegn persónuverndarlögum í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor. Þá vantaði mikilvægar upplýsingar af hálfu borgarinnar í samskiptum við Persónuvernd (PRS). Í ákvörðun PRS frá því fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg, Þjóðskrá og tveir rannsakendur við Háskóla Íslands, Magnús Þór Torfason og Hulda Þórisdóttir, hafi ekki farið eftir ákvæðum þágildandi persónuverndarlaga. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað í byrjun árs í fyrra að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Til að ná því marki stóð til að senda bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð einnig til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Fréttablaðið fékk afrit af bréfum sem send voru milli aðila í aðdraganda málsins. Þann 3. maí í fyrra sendi Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, bréf til PRS þar sem fyrirætlanir borgarinnar voru útlistaðar að hluta. Í bréfinu segir að til standi að senda ungum kjósendum „bréf þar sem fram koma upplýsingar um það hvar eigi að kjósa“. Einnig sé þó mikilvægt að senda upplýsingar rafrænt og beðið um heimild til að senda SMS á fyrstu kjósendur með upplýsingum hvar þeim beri að kjósa. Rannsóknarinnar er getið í bréfinu en fyrirkomulag hennar ekki útlistað frekar. Bréf til aldraðra kvenna og innf lytjenda eru ekki nefnd og ekki að til hafi staðið að senda fjögur mismunandi bréf á fyrstu kjósendur. Það sem var hins vegar ekki tekið fram í bréfinu var að ekki stóð til að senda SMS-skilaboð á alla fyrstu kjósendur heldur aðeins helming þeirra svo unnt væri að kanna hvort skilaboðin hefðu áhrif á kjörsókn. Þá fékk um fimmtungur fyrstu kjósenda ekki bréf til sín en það var liður í rannsókninni. Um þessa þætti málsins var PRS ekki upplýst. Það hefði ýtt málinu í annan farveg. Svarbréf PRS barst borginni 14. maí en þar kom fram að það að senda fyrstu kjósendum bréf og SMS væri ekki háð leyfi stofnunarinnar. Svarið virðist miða við það að um allan hópinn sé að ræða.Allt eftir réttum leikreglum Á fundi borgarstjórnar 15. maí var rædd tillaga Sjálfstæðisflokksins um að afla leyfis PRS fyrir sendingunum. Í máli meirihlutans kom fram að það væri óþarfi. „Í gær kom sú niðurstaða frá PRS að þar sem ekki væri um markaðsefni að ræða, heldur almenna miðlun upplýsinga, þá væri ekki gerð við þetta athugasemd. […] Allt þetta mál hefur verið unnið eftir réttum leiðum og leikreglum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á þeim fundi. Af því sem fram fór á fundinum voru sagðar fréttir en með þeim fékk PRS fyrst upplýsingar um bréfin til innflytjenda og aldraðra kvenna. Vakti stofnunin athygli dómsmálaráðuneytisins (DMR) á málinu sem benti á að ekki kæmi fram í upplýsingum til ungra kjósenda að þeir væru andlag rannsóknar. Það er fyrst þann 22. maí sem borgin og rannsakendur upplýsa PRS um nákvæmt fyrirkomulag rannsóknarinnar. Í bréfi 24. maí segja sömu aðilar að ekki sé unnt að upplýsa fyrstu kjósendur um rannsóknina því það gæti spillt henni. Þá hefðu þau leitað álits vísindasiðanefndar HÍ sem hefði gefið rannsókninni jákvæða umsögn og að hún væri í „samræmi við skilyrði vísindasiðareglur [sic]“.Reyndu ekki að fela gögn Í ákvörðun PRS segir meðal annars að rannsóknin hafi ekki miðað að því marki að skilja lága og minnkandi kjörsókn, líkt og sagt var í bréfi til stofnunarinnar, og að skilaboð til kjósenda hafi ekki verið send í þeim tilgangi einum að upplýsa kjósendur. Að auki hafi texti sumra bréfanna verið gildishlaðinn í einhverjum tilfellum. Þá sér stofnunin ekki að nein rök standi til þess að nauðsynlegt sé að upplýsa konur yfir áttrætt um kosningarétt þeirra og taldi ámælisvert að borgin hefði ekki veitt upplýsingar um alla þætti. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að ákvörðun PRS hafi komið mannréttindastjóra „á óvart í ljósi fyrri samskipta við stofnunina“. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvað hafi komið á óvart í ljósi þeirra athugasemda sem gerðar voru af hálfu PRS í aðdraganda kosninganna, segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, að það hafi verið vegna aðfinnslna stofnunarinnar. „Aldrei var reynt að halda gögnum frá PRS,“ segir í svarinu. Spurningu um hví PRS hafi ekki verið upplýst um hverjum stóð til að senda bréfin var svarað á þann veg að þau hefðu ekki talið sendinguna leyfisskylda. Spurningu um hví ekki var hætt við sendingu SMS-skilaboðanna í ljósi athugasemda DMR og PRS var svarað þannig að „þeir sem að verkefninu komu töldu skilaboðin ekki brjóta lög um persónuvernd“. Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Vanþekking á lögum og reglum persónuverndarréttar Reykjavíkur urðu til þess að borgin braut gegn persónuverndarlögum í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor. Þá vantaði mikilvægar upplýsingar af hálfu borgarinnar í samskiptum við Persónuvernd (PRS). Í ákvörðun PRS frá því fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg, Þjóðskrá og tveir rannsakendur við Háskóla Íslands, Magnús Þór Torfason og Hulda Þórisdóttir, hafi ekki farið eftir ákvæðum þágildandi persónuverndarlaga. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað í byrjun árs í fyrra að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Til að ná því marki stóð til að senda bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð einnig til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Fréttablaðið fékk afrit af bréfum sem send voru milli aðila í aðdraganda málsins. Þann 3. maí í fyrra sendi Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, bréf til PRS þar sem fyrirætlanir borgarinnar voru útlistaðar að hluta. Í bréfinu segir að til standi að senda ungum kjósendum „bréf þar sem fram koma upplýsingar um það hvar eigi að kjósa“. Einnig sé þó mikilvægt að senda upplýsingar rafrænt og beðið um heimild til að senda SMS á fyrstu kjósendur með upplýsingum hvar þeim beri að kjósa. Rannsóknarinnar er getið í bréfinu en fyrirkomulag hennar ekki útlistað frekar. Bréf til aldraðra kvenna og innf lytjenda eru ekki nefnd og ekki að til hafi staðið að senda fjögur mismunandi bréf á fyrstu kjósendur. Það sem var hins vegar ekki tekið fram í bréfinu var að ekki stóð til að senda SMS-skilaboð á alla fyrstu kjósendur heldur aðeins helming þeirra svo unnt væri að kanna hvort skilaboðin hefðu áhrif á kjörsókn. Þá fékk um fimmtungur fyrstu kjósenda ekki bréf til sín en það var liður í rannsókninni. Um þessa þætti málsins var PRS ekki upplýst. Það hefði ýtt málinu í annan farveg. Svarbréf PRS barst borginni 14. maí en þar kom fram að það að senda fyrstu kjósendum bréf og SMS væri ekki háð leyfi stofnunarinnar. Svarið virðist miða við það að um allan hópinn sé að ræða.Allt eftir réttum leikreglum Á fundi borgarstjórnar 15. maí var rædd tillaga Sjálfstæðisflokksins um að afla leyfis PRS fyrir sendingunum. Í máli meirihlutans kom fram að það væri óþarfi. „Í gær kom sú niðurstaða frá PRS að þar sem ekki væri um markaðsefni að ræða, heldur almenna miðlun upplýsinga, þá væri ekki gerð við þetta athugasemd. […] Allt þetta mál hefur verið unnið eftir réttum leiðum og leikreglum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á þeim fundi. Af því sem fram fór á fundinum voru sagðar fréttir en með þeim fékk PRS fyrst upplýsingar um bréfin til innflytjenda og aldraðra kvenna. Vakti stofnunin athygli dómsmálaráðuneytisins (DMR) á málinu sem benti á að ekki kæmi fram í upplýsingum til ungra kjósenda að þeir væru andlag rannsóknar. Það er fyrst þann 22. maí sem borgin og rannsakendur upplýsa PRS um nákvæmt fyrirkomulag rannsóknarinnar. Í bréfi 24. maí segja sömu aðilar að ekki sé unnt að upplýsa fyrstu kjósendur um rannsóknina því það gæti spillt henni. Þá hefðu þau leitað álits vísindasiðanefndar HÍ sem hefði gefið rannsókninni jákvæða umsögn og að hún væri í „samræmi við skilyrði vísindasiðareglur [sic]“.Reyndu ekki að fela gögn Í ákvörðun PRS segir meðal annars að rannsóknin hafi ekki miðað að því marki að skilja lága og minnkandi kjörsókn, líkt og sagt var í bréfi til stofnunarinnar, og að skilaboð til kjósenda hafi ekki verið send í þeim tilgangi einum að upplýsa kjósendur. Að auki hafi texti sumra bréfanna verið gildishlaðinn í einhverjum tilfellum. Þá sér stofnunin ekki að nein rök standi til þess að nauðsynlegt sé að upplýsa konur yfir áttrætt um kosningarétt þeirra og taldi ámælisvert að borgin hefði ekki veitt upplýsingar um alla þætti. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að ákvörðun PRS hafi komið mannréttindastjóra „á óvart í ljósi fyrri samskipta við stofnunina“. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvað hafi komið á óvart í ljósi þeirra athugasemda sem gerðar voru af hálfu PRS í aðdraganda kosninganna, segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, að það hafi verið vegna aðfinnslna stofnunarinnar. „Aldrei var reynt að halda gögnum frá PRS,“ segir í svarinu. Spurningu um hví PRS hafi ekki verið upplýst um hverjum stóð til að senda bréfin var svarað á þann veg að þau hefðu ekki talið sendinguna leyfisskylda. Spurningu um hví ekki var hætt við sendingu SMS-skilaboðanna í ljósi athugasemda DMR og PRS var svarað þannig að „þeir sem að verkefninu komu töldu skilaboðin ekki brjóta lög um persónuvernd“.
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent