Brúum bilið Björg Valgeirsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 14:39 Elsku drengurinn minn er búinn að ná eftirlitslausa aldrinum, heilum 9 mánuðum! Núna getur hann verið einn heima á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni. Húrra fyrir honum! Eða hvað? Núna þegar við foreldrar hans höfum ráðstafað orlofsréttindum, til skertra tekna úr fæðingarorlofssjóði í jafn langan tíma og hann hefur lifað, erum við bæði á vinnumarkaði, en enga daggæslu að fá. Drengurinn minn er fæddur 30. apríl 2018 og svörin sem við höfum fengið frá Reykjavíkurborg eru þau að aðeins börn fædd í janúar og febrúar sama ár fái pláss á leikskóla í haust. Okkur hefur verið ráðlagt að sækja um á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum. Við framangreint eru nokkrar athugasemdir gerðar: 1) Við erum búin að sækja um hjá öllum einkareknu leikskólunum í borginni, með og án ungbarnadeilda, og þar er hann á biðlista. Öllum stjórnendum þar ber saman um að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust. 2) Við erum búin að sækja um hjá öllum þeim dagforeldrum í borginni sem okkur hefur tekist að fá meðmæli um og eða getum hugsað okkur að láta hann dvelja hjá í 8 klukkustundir á dag. Alls staðar er hann á biðlista og allir hafa svarað okkur þannig að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað óvænt komi upp á. 3) Við erum NÚNA byrjuð að vinna. Svör um komandi haust gera því ekkert fyrir okkur Í DAG. Hið sama gildir um fyrirheit til fjarlægrar framtíðar. 4) Takk mamma, þú ert best. Takk skilningsríku vinnuveitendur mínir, fyrir að láta mig vita að það verði fundið út úr því hvað við gerum dagana sem mamma getur ekki passað, það veitir mér hugarró. 5) Það er ekkert sanngjarnt við það að mamma sé bundin heima yfir mínu ungviði, á vinnutíma, velflesta virka daga. Eldri kona sem hefur skilað sinni pligt til samfélagsins á að fá að njóta þess að vera ekki í vinnu. Það er heldur ekki sanngjarnt að við foreldrar hans séum sakbitin yfir því alla virka daga að mamma sé orðin þreytt eða hún sé of bundin heima á okkar vinnutíma, þó við vitum hve mikið hún dýrkar barnið. 6) Við borgum okkar skatta og gjöld eins og allir aðrir löghlýðnir borgarar. 7) Við fáum engin gagnleg svör frá Reykjavík, sem ekkert hefur gert til að bæta stöðuna undanfarin kjörtímabil. Staðan hefur raunar versnað umtalsvert eins og málin horfa við okkur, sem vorum einnig með aprílbarn fyrir tæpum 5 árum, þá komið í daggæslu á sama árstíma. 8) Ríkið kemur ekki til móts við okkur með frekari greiðslum úr fæðingarorlofssjóði vegna stöðunnar. 9) Reykjavík lofar engu fyrir barnið mitt fyrr en það verður 18 mánaða hið minnsta. Hvað eigum við að gera á meðan? Það eru 9 mánuðir sem við þurfum að brúa hér. 10) Ef fer sem horfir kemst hann raunar ekki á leikskóla fyrr en hann verður 28 mánaða, haustið 2020, rétt eins og systir hans haustið 2015. 11) Ég sé ekki eftir örðu af fjármunum sem ég ýmist hef horft á eftir vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofum, hef greitt eða mun greiða fyrir elskulegu börnin mín sem ég unni svo heitt. Hins vegar spyr ég mig hvort það sé sanngjarnt, ef fer sem horfir, að við foreldrar Fróða greiðum í 10 mánuði lengur, mun hærri gjöld vegna daggæslu hjá dagforeldri, en barn sem fæddist í febrúar 2018 og kemst að í leikskóla í haust. Í því felst mismunun. Á hverju ári verður veturinn að vori og það er jafnvíst að þessi umræða foreldra ungra barna án dagvistunar verður hávær á sama tíma. Þeir sem taka þátt í henni eru foreldrar sem horfa fram á vandann eða eru í vanda og þeir sem ættu að grípa hana á lofti spá þá aðeins fyrir um framtíðina. Umræðan fellur því jafnóðum eins og lauf að hausti, án þess að nokkuð breytist, enda er þessi þrýstihópur síbreytilegur. Þeir sem ættu þá að ráðast í lausnir virðast hins vegar njóta þess hve þögnin er þeim ljúf. Alveg fram á næsta vor. Að endingu bið ég um áheyrn og spyr hvað sé til ráða. Hvað megi gera NÚNA til að bregðast við úrræðaleysi fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða í Reykjavíkurborg sem eru NÚNA ekki með daggæslu en foreldra sem eru eða vilja geta verið á vinnumarkaði?#brúumbilið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Elsku drengurinn minn er búinn að ná eftirlitslausa aldrinum, heilum 9 mánuðum! Núna getur hann verið einn heima á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni. Húrra fyrir honum! Eða hvað? Núna þegar við foreldrar hans höfum ráðstafað orlofsréttindum, til skertra tekna úr fæðingarorlofssjóði í jafn langan tíma og hann hefur lifað, erum við bæði á vinnumarkaði, en enga daggæslu að fá. Drengurinn minn er fæddur 30. apríl 2018 og svörin sem við höfum fengið frá Reykjavíkurborg eru þau að aðeins börn fædd í janúar og febrúar sama ár fái pláss á leikskóla í haust. Okkur hefur verið ráðlagt að sækja um á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum. Við framangreint eru nokkrar athugasemdir gerðar: 1) Við erum búin að sækja um hjá öllum einkareknu leikskólunum í borginni, með og án ungbarnadeilda, og þar er hann á biðlista. Öllum stjórnendum þar ber saman um að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust. 2) Við erum búin að sækja um hjá öllum þeim dagforeldrum í borginni sem okkur hefur tekist að fá meðmæli um og eða getum hugsað okkur að láta hann dvelja hjá í 8 klukkustundir á dag. Alls staðar er hann á biðlista og allir hafa svarað okkur þannig að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað óvænt komi upp á. 3) Við erum NÚNA byrjuð að vinna. Svör um komandi haust gera því ekkert fyrir okkur Í DAG. Hið sama gildir um fyrirheit til fjarlægrar framtíðar. 4) Takk mamma, þú ert best. Takk skilningsríku vinnuveitendur mínir, fyrir að láta mig vita að það verði fundið út úr því hvað við gerum dagana sem mamma getur ekki passað, það veitir mér hugarró. 5) Það er ekkert sanngjarnt við það að mamma sé bundin heima yfir mínu ungviði, á vinnutíma, velflesta virka daga. Eldri kona sem hefur skilað sinni pligt til samfélagsins á að fá að njóta þess að vera ekki í vinnu. Það er heldur ekki sanngjarnt að við foreldrar hans séum sakbitin yfir því alla virka daga að mamma sé orðin þreytt eða hún sé of bundin heima á okkar vinnutíma, þó við vitum hve mikið hún dýrkar barnið. 6) Við borgum okkar skatta og gjöld eins og allir aðrir löghlýðnir borgarar. 7) Við fáum engin gagnleg svör frá Reykjavík, sem ekkert hefur gert til að bæta stöðuna undanfarin kjörtímabil. Staðan hefur raunar versnað umtalsvert eins og málin horfa við okkur, sem vorum einnig með aprílbarn fyrir tæpum 5 árum, þá komið í daggæslu á sama árstíma. 8) Ríkið kemur ekki til móts við okkur með frekari greiðslum úr fæðingarorlofssjóði vegna stöðunnar. 9) Reykjavík lofar engu fyrir barnið mitt fyrr en það verður 18 mánaða hið minnsta. Hvað eigum við að gera á meðan? Það eru 9 mánuðir sem við þurfum að brúa hér. 10) Ef fer sem horfir kemst hann raunar ekki á leikskóla fyrr en hann verður 28 mánaða, haustið 2020, rétt eins og systir hans haustið 2015. 11) Ég sé ekki eftir örðu af fjármunum sem ég ýmist hef horft á eftir vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofum, hef greitt eða mun greiða fyrir elskulegu börnin mín sem ég unni svo heitt. Hins vegar spyr ég mig hvort það sé sanngjarnt, ef fer sem horfir, að við foreldrar Fróða greiðum í 10 mánuði lengur, mun hærri gjöld vegna daggæslu hjá dagforeldri, en barn sem fæddist í febrúar 2018 og kemst að í leikskóla í haust. Í því felst mismunun. Á hverju ári verður veturinn að vori og það er jafnvíst að þessi umræða foreldra ungra barna án dagvistunar verður hávær á sama tíma. Þeir sem taka þátt í henni eru foreldrar sem horfa fram á vandann eða eru í vanda og þeir sem ættu að grípa hana á lofti spá þá aðeins fyrir um framtíðina. Umræðan fellur því jafnóðum eins og lauf að hausti, án þess að nokkuð breytist, enda er þessi þrýstihópur síbreytilegur. Þeir sem ættu þá að ráðast í lausnir virðast hins vegar njóta þess hve þögnin er þeim ljúf. Alveg fram á næsta vor. Að endingu bið ég um áheyrn og spyr hvað sé til ráða. Hvað megi gera NÚNA til að bregðast við úrræðaleysi fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða í Reykjavíkurborg sem eru NÚNA ekki með daggæslu en foreldra sem eru eða vilja geta verið á vinnumarkaði?#brúumbilið
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun