Stórbankinn Deutsche Bank greiðir hæstu vextina Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Deutsche Bank er í erfiðri stöðu þessi misserin. Nordicphotos/Getty Stórbankinn Deutsche Bank þarf að greiða hæstu vexti allra leiðandi banka á evrópskum skuldabréfamarkaði í ár, samkvæmt upplýsingum frá fréttaveitunni IFR. Greinendur telja að hár fjármögnunarkostnaður þýska bankans geti dregið úr hagnaði hans um allt að 35 prósent. Athygli vakti í liðinni viku þegar Deutsche Bank seldi skuldabréf fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra með 180 punkta álagi ofan á grunnvexti tveggja ára skuldabréfa en það þykir hátt álag fyrir skammtímafjármögnun. Þá greiddi bankinn auk þess 230 punkta álag ofan á grunnvexti sjö ára skuldabréfa en í frétt Financial Times er bent á að það sé hærra álag en hinn spænski CaixaBank hafi nýlega þurft að greiða fyrir fimm ára skuldabréf. „Deutsche þarf að greiða töluvert hærra álag en næstum því allir evrópskir stórbankar,“ segir Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá Assenagon, og bendir á að álagið endurspegli miklar efasemdir fjárfesta um rekstur bankans sem hafi farið versnandi. Ódýr fjármögnun hefur um áratugaskeið verið eitt aðalsmerki Deutsche Bank og átt stóran þátt í örum vexti bankans. Hins vegar hefur rekstrarumhverfi þýska stórbankans gjörbreyst í kjölfar fjármálahrunsins og er hár fjármögnunarkostnaður nú talinn einn hans helsti dragbítur. Greinendur hafa bent á að hækkandi vaxtagreiðslur bankans geti dregið úr samkeppnisforskoti hans og gert það að verkum að hann geti ekki lengur boðið mikilvægustu viðskiptavinum sínum samkeppnishæf kjör. Amit Goel, greinandi hjá Barclays, dregur upp dökka sviðsmynd af áhrifum hækkandi fjármögnunarkostnaðar Deutsche Bank í nýlegu minnisblaði og segir að kostnaðurinn geti minnkað hagnað bankans um allt að 35 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stórbankinn Deutsche Bank þarf að greiða hæstu vexti allra leiðandi banka á evrópskum skuldabréfamarkaði í ár, samkvæmt upplýsingum frá fréttaveitunni IFR. Greinendur telja að hár fjármögnunarkostnaður þýska bankans geti dregið úr hagnaði hans um allt að 35 prósent. Athygli vakti í liðinni viku þegar Deutsche Bank seldi skuldabréf fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra með 180 punkta álagi ofan á grunnvexti tveggja ára skuldabréfa en það þykir hátt álag fyrir skammtímafjármögnun. Þá greiddi bankinn auk þess 230 punkta álag ofan á grunnvexti sjö ára skuldabréfa en í frétt Financial Times er bent á að það sé hærra álag en hinn spænski CaixaBank hafi nýlega þurft að greiða fyrir fimm ára skuldabréf. „Deutsche þarf að greiða töluvert hærra álag en næstum því allir evrópskir stórbankar,“ segir Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá Assenagon, og bendir á að álagið endurspegli miklar efasemdir fjárfesta um rekstur bankans sem hafi farið versnandi. Ódýr fjármögnun hefur um áratugaskeið verið eitt aðalsmerki Deutsche Bank og átt stóran þátt í örum vexti bankans. Hins vegar hefur rekstrarumhverfi þýska stórbankans gjörbreyst í kjölfar fjármálahrunsins og er hár fjármögnunarkostnaður nú talinn einn hans helsti dragbítur. Greinendur hafa bent á að hækkandi vaxtagreiðslur bankans geti dregið úr samkeppnisforskoti hans og gert það að verkum að hann geti ekki lengur boðið mikilvægustu viðskiptavinum sínum samkeppnishæf kjör. Amit Goel, greinandi hjá Barclays, dregur upp dökka sviðsmynd af áhrifum hækkandi fjármögnunarkostnaðar Deutsche Bank í nýlegu minnisblaði og segir að kostnaðurinn geti minnkað hagnað bankans um allt að 35 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira