Hver er þinn áttaviti? Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Í gömlum viðskipta- og hagfræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tollastríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáanlegar pólitískar ákvarðanir og fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stundum þurfum við að gera það. Staðreyndin er þó sú að óvissa er viðvarandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurfum að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stöndum við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auðveldu leiðina er að hún er ekki endilega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskiptaþings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfismál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta ársfjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félagsins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúpur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum fleiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavitund? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Í gömlum viðskipta- og hagfræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tollastríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáanlegar pólitískar ákvarðanir og fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stundum þurfum við að gera það. Staðreyndin er þó sú að óvissa er viðvarandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurfum að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stöndum við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auðveldu leiðina er að hún er ekki endilega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskiptaþings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfismál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta ársfjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félagsins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúpur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum fleiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavitund? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun