Baráttan er eins og að vilja ekki bólusetja börn Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækkunum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfaldlega að bólusetning geti leitt til einhverfu. Það kann að vera skiljanlegt. Foreldrarnir telja orsakasamhengið skýrt: Ungbarn var bólusett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er einhverft. Vísindamenn hafa blessunarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langflestir foreldrar skilja og treysta rökum vísindamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við staðreyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrirtæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmætaaukningu án þess að verðbólgan fari á flug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verkalýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð flestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einnig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, samkeppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislingafaraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttumanna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjárfesta í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu samfélagi og hærri launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Sjá meira
Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækkunum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfaldlega að bólusetning geti leitt til einhverfu. Það kann að vera skiljanlegt. Foreldrarnir telja orsakasamhengið skýrt: Ungbarn var bólusett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er einhverft. Vísindamenn hafa blessunarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langflestir foreldrar skilja og treysta rökum vísindamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við staðreyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrirtæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmætaaukningu án þess að verðbólgan fari á flug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verkalýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð flestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einnig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, samkeppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislingafaraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttumanna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjárfesta í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu samfélagi og hærri launum.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar