Laun á Íslandi hækkað mikið í evrum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 12:39 Fjármálaráðuneytið er í Arnarhvoli. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017. Verðlag á Íslandi var að sama skapi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Útreikningarnir taka þó ekki mið af gengisveikingu krónunnar á síðustu misserum.Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi á fjölmiðla í morgun er vísað í tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat og áhrif af styrkingu krónunnar á síðustu árum reifuð. Til að mynda hafi sterkari gengi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt - „á sama tíma og laun hækkuðu mikið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins og bætt við að „hvergi í Evrópu“ hafi laun hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hið háa launastig hér á landi endurspegli hátt raungengi, sem sé „ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“ Í þeim samanburði, sem byggður er á útreikningum evrópsku hagstofunnar, sé verðlag í krónum umreiknað yfir í evrur. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. „Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir á tilkynningunni. Hins vegar er ekki minnst á það í tilkynningunni að krónan hefur veikst umtalsvert frá árinu 2017. Til að mynda var gengi bandaríkjadalsins í lok árs 2017 um 105 krónur en er í dag 121 króna. Sterlingspundið fékkst fyrir 139 krónur í desember 2017 en kostar nú 155 krónur og evran hefur hækkað úr 123 krónum í 136,6 á sama tímabili. Íslenska krónan Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fleiri fréttir Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017. Verðlag á Íslandi var að sama skapi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Útreikningarnir taka þó ekki mið af gengisveikingu krónunnar á síðustu misserum.Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi á fjölmiðla í morgun er vísað í tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat og áhrif af styrkingu krónunnar á síðustu árum reifuð. Til að mynda hafi sterkari gengi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt - „á sama tíma og laun hækkuðu mikið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins og bætt við að „hvergi í Evrópu“ hafi laun hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hið háa launastig hér á landi endurspegli hátt raungengi, sem sé „ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“ Í þeim samanburði, sem byggður er á útreikningum evrópsku hagstofunnar, sé verðlag í krónum umreiknað yfir í evrur. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. „Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir á tilkynningunni. Hins vegar er ekki minnst á það í tilkynningunni að krónan hefur veikst umtalsvert frá árinu 2017. Til að mynda var gengi bandaríkjadalsins í lok árs 2017 um 105 krónur en er í dag 121 króna. Sterlingspundið fékkst fyrir 139 krónur í desember 2017 en kostar nú 155 krónur og evran hefur hækkað úr 123 krónum í 136,6 á sama tímabili.
Íslenska krónan Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fleiri fréttir Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Sjá meira