Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 10:36 Fréttamenn í þinghúsinu þyrsti í fréttir af viðræðunum frá Richard Shelby, formanni fjárlaganefndar öldungadeildarinnar. Vísir/EPA Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30