Var rekinn í nóvember vegna ofbeldis en er kominn í nýtt lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Kareem Hunt eftir leik með Kansas City Chiefs á síðasta tímabili. Getty/Nick Cammett NFL-liðið Cleveland Browns samdi í gær við hlauparann Kareem Hunt til eins árs. Hunt var rekinn frá Kansas City Chiefs í nóvember eftir að myndbandsupptaka kom fram þar sem hann sást beita konu ofbeldi. Atvikið átti sér stað á hóteli í Cleveland í upphafi árs. Hunt var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn og var því ekki refsað af NFL-deildinni vegna málsins. Það var ekki fyrr en myndbandið kom fram að Hunt missti starfið sitt. Raunar er það svo að NFL-deildin á eftir að klára rannsókn sína á málinu og refsa Hunt. Líklegt er að hann fái sex leikja refsingu vegna málsins. Þá er Hunt einnig til skoðunar innan deildarinnar vegna tveggja anna atvika sem eiga bæði að tengjast ofbeldismálum utan vallarins. Þrátt fyrir það ákvað Cleveland að semja við Hunt, sem hefur verið einn allra besti hlaupari NFL-deildarinnar síðustu ár. „Ég hef þekkt Karrem síðan hann var í háskóla árið 2016. Það var mikilvægur þáttur í þessari ákvarðanatöku,“ sagði framkvæmdastjórinn John Dorsey hjá Cleveland Browns. Dorsey var framkvæmdastjóri Chiefs þegar liðið valdi Hunt í nýliðavali deildarinnar. Dorsey segir að félagið hafi sinnt sinni rannsóknarvinnu áður en félagið tók þessa ákvörðun. Niðurstaðan hafi verið sú að Hunt væri betri maður í dag. „Það voru tvær mikilvægar ástæður fyrir þessu. Annars vegar að Kareem tók fulla ábyrgð á gjörðum sínum og sýndi iðrun. Hins vegar að Kareem hefur verið að leita sér hjálpar viðeigandi fagaðila og hann hefur skýra áætlun um framhaldið hjá sér og framtíð,“ sagði Dorsey enn fremur. Hunt er fæddur og uppalinn í Cleveland og hann fær nú eitt ár í heimabæ sínum til að sanna sig upp á nýtt. Mál Hunt þykir minna á mál Ray Rice, hlaupara hjá Baltimore Ravens, sem var rekinn frá liðinu árið 2014 eftir að myndband komst í dreifingu en á því sást hann beita þáverandi kærustu sína ofbeldi í lyftu á hóteli. Rice spilaði aldrei aftur í NFL-deildinni. NFL Tengdar fréttir Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00 Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15 Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45 Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns samdi í gær við hlauparann Kareem Hunt til eins árs. Hunt var rekinn frá Kansas City Chiefs í nóvember eftir að myndbandsupptaka kom fram þar sem hann sást beita konu ofbeldi. Atvikið átti sér stað á hóteli í Cleveland í upphafi árs. Hunt var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn og var því ekki refsað af NFL-deildinni vegna málsins. Það var ekki fyrr en myndbandið kom fram að Hunt missti starfið sitt. Raunar er það svo að NFL-deildin á eftir að klára rannsókn sína á málinu og refsa Hunt. Líklegt er að hann fái sex leikja refsingu vegna málsins. Þá er Hunt einnig til skoðunar innan deildarinnar vegna tveggja anna atvika sem eiga bæði að tengjast ofbeldismálum utan vallarins. Þrátt fyrir það ákvað Cleveland að semja við Hunt, sem hefur verið einn allra besti hlaupari NFL-deildarinnar síðustu ár. „Ég hef þekkt Karrem síðan hann var í háskóla árið 2016. Það var mikilvægur þáttur í þessari ákvarðanatöku,“ sagði framkvæmdastjórinn John Dorsey hjá Cleveland Browns. Dorsey var framkvæmdastjóri Chiefs þegar liðið valdi Hunt í nýliðavali deildarinnar. Dorsey segir að félagið hafi sinnt sinni rannsóknarvinnu áður en félagið tók þessa ákvörðun. Niðurstaðan hafi verið sú að Hunt væri betri maður í dag. „Það voru tvær mikilvægar ástæður fyrir þessu. Annars vegar að Kareem tók fulla ábyrgð á gjörðum sínum og sýndi iðrun. Hins vegar að Kareem hefur verið að leita sér hjálpar viðeigandi fagaðila og hann hefur skýra áætlun um framhaldið hjá sér og framtíð,“ sagði Dorsey enn fremur. Hunt er fæddur og uppalinn í Cleveland og hann fær nú eitt ár í heimabæ sínum til að sanna sig upp á nýtt. Mál Hunt þykir minna á mál Ray Rice, hlaupara hjá Baltimore Ravens, sem var rekinn frá liðinu árið 2014 eftir að myndband komst í dreifingu en á því sást hann beita þáverandi kærustu sína ofbeldi í lyftu á hóteli. Rice spilaði aldrei aftur í NFL-deildinni.
NFL Tengdar fréttir Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00 Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15 Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45 Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00
Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15
Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45
Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15