Einkennin geta verið lúmsk Starri Freyr Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 09:30 Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk, segir Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg. FBL/Eyþór Í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um höfuðhögg og heilahristing í íþróttum. Þar hélt Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg, fyrirlestur um einkenni og endurkomu íþróttafólks. Hún segir afar mikilvægt að bregðast rétt við höfuðhöggum í íþróttaleikjum. Ef minnsti grunur vaknar um að leikmaður hafi hlotið heilahristing eigi að taka hann strax út af í stað þess að leyfa honum að klára leikinn. „Það er nefnilega mjög mikilvægt að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar. Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig.“ Um leið sé mikilvægt að hvíla sig fyrstu dagana eftir heilahristing og auka álag smám saman, fyrst tengt vinnu eða skóla og svo líkamlegt álag. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur.“Algengur misskilningur Hún segir algengan misskilning að fólk fái bara heilahristing eftir högg á höfuðið. „Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk. Heilahristingur getur því orðið við iðkun ýmissa íþrótta en einnig slys á borð við umferðarslys.“ Einkenni heilahristings geta komið fram strax eftir áverka en þau geta líka komið fram næstu klukkutíma og dagana á eftir að sögn Láru. „Það missa ekki allir meðvitund og einkennin geta verið lúmsk svo fólk gerir sér ekki stundum grein fyrir því strax að um heilahristing sé að ræða. Einkenni geta verið mismunandi en algengt er að fólk finni fyrir höfuðverk, svima, þreytu, ljós- og hljóðfælni eða truflun á minni eða einbeitingu.“Aukin umfjöllun Út frá bandarískum tölum má ætla að árlega verði á bilinu 1.600-3.800 tilfelli heilahristings við íþrótta- og tómstundaiðkun hér á landi segir Lára. „Líklega eru þessar tölur þó enn hærri því það leita alls ekki allir til læknis sem fá heilahristing. Hingað til hafa íþróttagreinar á borð við hnefaleika, blandaðar bardagalistir og amerískan fótbolta verið áberandi í umfjöllun um heilahristing en hann verður líka við aðra íþróttaiðkun. Á Grensásdeild Landspítala höfum við t.d. sinnt íþróttafólki sem stundar handbolta, fótbolta, körfubolta og fimleika svo dæmi séu tekin.“ Hún segir erfitt að segja til um hvort umfang þessara áverka hafi aukist undanfarin ár en í kjölfar aukinnar umfjöllunar um heilahristing hefur fleira íþróttafólk stigið fram og sagt frá reynslu sinni. „Því miður hafa viðbrögð ekki alltaf verið rétt og fjölmörg dæmi um að leikmenn hafi haldið áfram að spila eftir heilahristing, jafnvel fengið annað högg og verið lengi að jafna sig eða þurft að hætta íþróttaiðkun. Mikil umræða hefur verið undanfarið um rétt viðbrögð, m.a. vegna þess að íþróttafólk hefur stigið fram í fjölmiðlum og sagt frá reynslu sinni. Sú umræða verður vonandi til þess að þjálfarar, íþróttafólk og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir íþróttafólki kynni sér rétt viðbrögð við heilahristingi.“Meiri meðvitund Fyrirlesturinn í síðustu viku var vel sóttur og hefur vonandi þau áhrif að auka enn frekar meðvitund þjálfara og forsvarsmanna íþróttafélaga á alvarlegum áhrifum heilahristings. „Fyrirlesturinn var haldinn í samvinnu við KSÍ með Reyni Björnsson heimilislækni í fararbroddi en hann hefur unnið brautryðjandastarf við að vekja athygli á heilahristingi í íþróttum, m.a. með ýmsum fræðslumyndböndum. Auk þess hefur hann sett saman ítarlegan fræðslubækling sem er aðgengilegur á heimasíðu KSÍ og allir í íþróttahreyfingunni ættu að kynna sér.“ Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um höfuðhögg og heilahristing í íþróttum. Þar hélt Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg, fyrirlestur um einkenni og endurkomu íþróttafólks. Hún segir afar mikilvægt að bregðast rétt við höfuðhöggum í íþróttaleikjum. Ef minnsti grunur vaknar um að leikmaður hafi hlotið heilahristing eigi að taka hann strax út af í stað þess að leyfa honum að klára leikinn. „Það er nefnilega mjög mikilvægt að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar. Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig.“ Um leið sé mikilvægt að hvíla sig fyrstu dagana eftir heilahristing og auka álag smám saman, fyrst tengt vinnu eða skóla og svo líkamlegt álag. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur.“Algengur misskilningur Hún segir algengan misskilning að fólk fái bara heilahristing eftir högg á höfuðið. „Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk. Heilahristingur getur því orðið við iðkun ýmissa íþrótta en einnig slys á borð við umferðarslys.“ Einkenni heilahristings geta komið fram strax eftir áverka en þau geta líka komið fram næstu klukkutíma og dagana á eftir að sögn Láru. „Það missa ekki allir meðvitund og einkennin geta verið lúmsk svo fólk gerir sér ekki stundum grein fyrir því strax að um heilahristing sé að ræða. Einkenni geta verið mismunandi en algengt er að fólk finni fyrir höfuðverk, svima, þreytu, ljós- og hljóðfælni eða truflun á minni eða einbeitingu.“Aukin umfjöllun Út frá bandarískum tölum má ætla að árlega verði á bilinu 1.600-3.800 tilfelli heilahristings við íþrótta- og tómstundaiðkun hér á landi segir Lára. „Líklega eru þessar tölur þó enn hærri því það leita alls ekki allir til læknis sem fá heilahristing. Hingað til hafa íþróttagreinar á borð við hnefaleika, blandaðar bardagalistir og amerískan fótbolta verið áberandi í umfjöllun um heilahristing en hann verður líka við aðra íþróttaiðkun. Á Grensásdeild Landspítala höfum við t.d. sinnt íþróttafólki sem stundar handbolta, fótbolta, körfubolta og fimleika svo dæmi séu tekin.“ Hún segir erfitt að segja til um hvort umfang þessara áverka hafi aukist undanfarin ár en í kjölfar aukinnar umfjöllunar um heilahristing hefur fleira íþróttafólk stigið fram og sagt frá reynslu sinni. „Því miður hafa viðbrögð ekki alltaf verið rétt og fjölmörg dæmi um að leikmenn hafi haldið áfram að spila eftir heilahristing, jafnvel fengið annað högg og verið lengi að jafna sig eða þurft að hætta íþróttaiðkun. Mikil umræða hefur verið undanfarið um rétt viðbrögð, m.a. vegna þess að íþróttafólk hefur stigið fram í fjölmiðlum og sagt frá reynslu sinni. Sú umræða verður vonandi til þess að þjálfarar, íþróttafólk og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir íþróttafólki kynni sér rétt viðbrögð við heilahristingi.“Meiri meðvitund Fyrirlesturinn í síðustu viku var vel sóttur og hefur vonandi þau áhrif að auka enn frekar meðvitund þjálfara og forsvarsmanna íþróttafélaga á alvarlegum áhrifum heilahristings. „Fyrirlesturinn var haldinn í samvinnu við KSÍ með Reyni Björnsson heimilislækni í fararbroddi en hann hefur unnið brautryðjandastarf við að vekja athygli á heilahristingi í íþróttum, m.a. með ýmsum fræðslumyndböndum. Auk þess hefur hann sett saman ítarlegan fræðslubækling sem er aðgengilegur á heimasíðu KSÍ og allir í íþróttahreyfingunni ættu að kynna sér.“
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti