Hélt áfram að rokka þó að hárið stæði í ljósum logum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 19:15 Eldurinn í hári gítarleikarans logaði glatt. YouTube/Skjáskot Gítarleikarinn og rokkarinn hárprúði Bobby Jensen lét lítið á sig fá þótt kviknað hefði í hári hans þegar hann spilaði á tónleikum um helgina. Í myndbandi af tónleikunum sést þegar neisti frá eldvörpu á sviðinu lenti í hári gítarleikarans þegar ábreiðuhljómsveit hans hóf að leika lagið Detroit Rock City eftir rokkgoðsagnirnar í Kiss með þeim afleiðingum að höfuð Jensen stóð í ljósum logum. Annar hljómsveitarmeðlimur gerði heiðarlega tilraun til þess að slökkva eldinn í hári gítarleikarans en allt kom fyrir ekki. Hann kallaði þá á hjálp og tveir tónleikastarfsmenn komu aðvífandi en þeim tókst með samvinnuátaki að slökkva bálið. „Mér er alveg sama þótt það kvikni aðeins í mér, það er bara hluti af fjörinu,“ sagði Jensen í samtali við rokk-vefsíðuna UCR. „Ég vissi strax að það væri kviknað í mér, og þetta er ekki hárkolla heldur alvöru hárið mitt. Það var mjög fínt og púffað fyrir tónleikana en núna er ég mun líkari Alice Cooper.“ Jensen sagðist aldrei hafa lent í neinu þessu líku á meira en 15 ára rokkferli sínum. „En maður býr sig alltaf undir eitthvað svona. Þess vegna sáuð þið mig ekki missa það, Ég hef fulla trú á mínum mönnum og vissi að einhver kæmi og gæti slökkt í mér. Þannig ég hugsaði bara með mér að ég ætlaði að syngja fyrir fólkið á meðan eldurinn logaði.“ Bandaríkin Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Sjá meira
Gítarleikarinn og rokkarinn hárprúði Bobby Jensen lét lítið á sig fá þótt kviknað hefði í hári hans þegar hann spilaði á tónleikum um helgina. Í myndbandi af tónleikunum sést þegar neisti frá eldvörpu á sviðinu lenti í hári gítarleikarans þegar ábreiðuhljómsveit hans hóf að leika lagið Detroit Rock City eftir rokkgoðsagnirnar í Kiss með þeim afleiðingum að höfuð Jensen stóð í ljósum logum. Annar hljómsveitarmeðlimur gerði heiðarlega tilraun til þess að slökkva eldinn í hári gítarleikarans en allt kom fyrir ekki. Hann kallaði þá á hjálp og tveir tónleikastarfsmenn komu aðvífandi en þeim tókst með samvinnuátaki að slökkva bálið. „Mér er alveg sama þótt það kvikni aðeins í mér, það er bara hluti af fjörinu,“ sagði Jensen í samtali við rokk-vefsíðuna UCR. „Ég vissi strax að það væri kviknað í mér, og þetta er ekki hárkolla heldur alvöru hárið mitt. Það var mjög fínt og púffað fyrir tónleikana en núna er ég mun líkari Alice Cooper.“ Jensen sagðist aldrei hafa lent í neinu þessu líku á meira en 15 ára rokkferli sínum. „En maður býr sig alltaf undir eitthvað svona. Þess vegna sáuð þið mig ekki missa það, Ég hef fulla trú á mínum mönnum og vissi að einhver kæmi og gæti slökkt í mér. Þannig ég hugsaði bara með mér að ég ætlaði að syngja fyrir fólkið á meðan eldurinn logaði.“
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Sjá meira