Hélt áfram að rokka þó að hárið stæði í ljósum logum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 19:15 Eldurinn í hári gítarleikarans logaði glatt. YouTube/Skjáskot Gítarleikarinn og rokkarinn hárprúði Bobby Jensen lét lítið á sig fá þótt kviknað hefði í hári hans þegar hann spilaði á tónleikum um helgina. Í myndbandi af tónleikunum sést þegar neisti frá eldvörpu á sviðinu lenti í hári gítarleikarans þegar ábreiðuhljómsveit hans hóf að leika lagið Detroit Rock City eftir rokkgoðsagnirnar í Kiss með þeim afleiðingum að höfuð Jensen stóð í ljósum logum. Annar hljómsveitarmeðlimur gerði heiðarlega tilraun til þess að slökkva eldinn í hári gítarleikarans en allt kom fyrir ekki. Hann kallaði þá á hjálp og tveir tónleikastarfsmenn komu aðvífandi en þeim tókst með samvinnuátaki að slökkva bálið. „Mér er alveg sama þótt það kvikni aðeins í mér, það er bara hluti af fjörinu,“ sagði Jensen í samtali við rokk-vefsíðuna UCR. „Ég vissi strax að það væri kviknað í mér, og þetta er ekki hárkolla heldur alvöru hárið mitt. Það var mjög fínt og púffað fyrir tónleikana en núna er ég mun líkari Alice Cooper.“ Jensen sagðist aldrei hafa lent í neinu þessu líku á meira en 15 ára rokkferli sínum. „En maður býr sig alltaf undir eitthvað svona. Þess vegna sáuð þið mig ekki missa það, Ég hef fulla trú á mínum mönnum og vissi að einhver kæmi og gæti slökkt í mér. Þannig ég hugsaði bara með mér að ég ætlaði að syngja fyrir fólkið á meðan eldurinn logaði.“ Bandaríkin Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Gítarleikarinn og rokkarinn hárprúði Bobby Jensen lét lítið á sig fá þótt kviknað hefði í hári hans þegar hann spilaði á tónleikum um helgina. Í myndbandi af tónleikunum sést þegar neisti frá eldvörpu á sviðinu lenti í hári gítarleikarans þegar ábreiðuhljómsveit hans hóf að leika lagið Detroit Rock City eftir rokkgoðsagnirnar í Kiss með þeim afleiðingum að höfuð Jensen stóð í ljósum logum. Annar hljómsveitarmeðlimur gerði heiðarlega tilraun til þess að slökkva eldinn í hári gítarleikarans en allt kom fyrir ekki. Hann kallaði þá á hjálp og tveir tónleikastarfsmenn komu aðvífandi en þeim tókst með samvinnuátaki að slökkva bálið. „Mér er alveg sama þótt það kvikni aðeins í mér, það er bara hluti af fjörinu,“ sagði Jensen í samtali við rokk-vefsíðuna UCR. „Ég vissi strax að það væri kviknað í mér, og þetta er ekki hárkolla heldur alvöru hárið mitt. Það var mjög fínt og púffað fyrir tónleikana en núna er ég mun líkari Alice Cooper.“ Jensen sagðist aldrei hafa lent í neinu þessu líku á meira en 15 ára rokkferli sínum. „En maður býr sig alltaf undir eitthvað svona. Þess vegna sáuð þið mig ekki missa það, Ég hef fulla trú á mínum mönnum og vissi að einhver kæmi og gæti slökkt í mér. Þannig ég hugsaði bara með mér að ég ætlaði að syngja fyrir fólkið á meðan eldurinn logaði.“
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira