Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-28 | Enn ein endurkoman hjá Selfossi Arnar Helgi Magnússon skrifar 11. febrúar 2019 22:00 Selfyssingar fagna vísir/daníel Það var sannkallaður Suðurlandsslagur þegar Selfyssingar tóku á móti ÍBV í troðfullri Hleðsluhöll í kvöld. Fyrir leikinn höfðu bæði lið leikið einn leik eftir áramót, Selfyssingar unnu Aftureldingu en ÍBV gerði jafntefli við ÍR. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komu áræðnir til leiks. Þeir byrjuðu í 5+1 vörn með Magnús Stefánsson fyrir framan. Selfyssingar áttu í miklum vandræðum með það að leysa þetta og Eyjamenn gengu á lagið í sóknarleiknum. Patrekur Jóhannesson var búinn að taka tvö leikhlé þegar ekki tuttugu mínútur voru komnar á klukkuna. Eyjamenn náðu þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og héldu henni í dágóðan tíma en Selfyssingar náðu að minnka muninn í tvö mörk rétt fyrir hálfleik. Guðni Ingvarsson með hálfgert flautumark. Gestirnir frá Eyjunni fögru héldu upptæknum hætti í upphafi síðari hálfleik og voru alltaf skrefinu á undan. Markmenn Selfyssinga vilja sennilega gleyma þessum degi sem allra, allra fyrst en samanlagt vörðu þeir þrjú skot í leiknum. Magnað. Selfyssingar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en Eyjamenn náðu að svara. Svo virðist að leikmenn ÍBV hafi farið gjörsamlega á taugum undir lok leiks en þá fór að bera á mistökum sem að höfðu ekki sést í leiknum. Selfyssingar gengu á lagið og Haukur Þrastarson kom liðinu yfir þegar rúm mínúta var eftir úr hraðaupphlaupi. Eyjamenn brunuðu í sókn sem endaði á þann veg að Hákon Daði Styrmisson skaut boltanum framhjá úr hægra horninu. Guðjón Baldur Ómarsson skoraði síðasta mark leiksins og tveggja marka sigur Selfyssinga staðreynd og stuðningsmenn liðsins efuðust ekki í eina sekúndu.Af hverju vann Selfoss? Eins og er komið inná hérna í umfjölluninni fyrir ofan að þá sáust mistök hjá Eyjamönnum undir lok leiks sem að höfðu ekki sést í leiknum. Menn köstuðu boltanum frá sér, tóku ótímabær skot og það myndaðist bara eitthvað fát á liðinu. Selfyssingar létu ekki bjóða sér það tvisvar og gengu á lagið, eins og þeir kunna svo vel á þessum tíma leikjanna.Hverjir stóðu upp úr? Eins og svo oft áður var það Elvar Örn Jónsson sem að var atkvæðamestur í liði Selfyssingana. Landsliðsmaðurinn og verðandi leikmaður Skjern skoraði níu mörk í leiknum og fór fyrir sínum mönnum í sókninni. Hergeir Grímsson lét lítið fyrir sér fara í sóknarleiknum í kvöld en hann svaraði fyrir það í vörninni, með átta löglegar stöðvanir. Dagur Arnarson og Kári Kristján Kristjánsson voru magnaðir í liði gestanna í kvöld, Dagur með sex úr átta skotum en Kári var sex af sex.Hvað gekk illa? Selfyssingar gerðu marka tæknifeila í leiknum, sóknir liðanna voru oft stuttar og illa ígrundaðar. Það þarf þó ekkert að ræða það nánar en markvarsla Selfyssinga í kvöld var hreint út sagt hörmulegt. Undir tíu prósent hjá Pawel og Sölva. Hreint út sagt magnað að Selfoss hafi farið með sigur af hólmi miðað við frammistöðuna sem að þeir buðu uppá.Hvað er framundan? Selfyssingar eiga bikarleik gegn Val á mánudaginn eftir viku. Liðið sem fer með sigur af hólmi úr þeim leik fer í undanúrslit Coca-Cola bikarsins. Tæpar tvær vikur eru í næsta leik hjá ÍBV en þá fá þeir Aftureldingu í heimsókn til Vestmanneyja.Patrekur Jóhannesson á bara nokkra mánuði eftir sem þjálfari Selfyssinga.vísir/báraPatrekur: Varðandi næstu leiki og markvörslu verður að koma í ljós „Ég vil þakka fólkinu fyrir, höllin var frábær,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum ekki marga varða bolta en vörnin hjá Eyjamönnum var aggressív og við vorum að elta. Við vorum stöðugt að breyta, Einar fór fyrir framan ásamt því að falla aftur. Mér finnst frábært að sigra þennan leik en þessi 5+1 vörn hjá Eyjamönnum með Magga fyrir framan skapar stundum þetta óöryggi.” „Í byrjun leiks gerðum við það sem við ætluðum að gera en síðan kemur bara einhver aulaháttur. Seinni hálfleikur var betri en við erum samt alltaf að elta en náum að koma til baka og sigra þennan hörkuleik.” Markvarslan hjá Selfyssingum var skelfileg í leiknum en Pawel Kieupulski varði tvö skot og Sölvi Ólafsson eitt. Selfyssingar eru á leiðinni í erfitt leikjaprógram en hefur Patti trú á því að liðið geti unnið leikina sem framundan eru með þessa markvörslu? „Ég er ekkert farinn að hugsa um þá leiki sem eru framundan. Núna er ég bara hrikalega ánægður með fólkið, við vorum með frábært hús og þau studdu okkar þegar við vorum í erfiðum köflum í leiknum. Varðandi næstu leiki og markvörslu, það verður bara að koma í ljós.“Kristinn Guðmundsson er annar þjálfara ÍBVvísir/báraKristinn: Þeir eru bara með fjandi gott lið. „Jújú, örugglega,” sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, aðspurður hvort að hans lið hafi farið á taugum undir lok leiksins í kvöld. „Við veljum mjög illa hérna í restina. Það gengur mjög vel í sóknarleiknum meirihlutann af leiknum en við erum að gera svona mistök sem að við hefðum ekki viljað vera að gera. Það gefur þeim boltann ódýrt og við erum megnið af leiknum skynsamir en við þurfum klárlega að fara yfir það sem að gerðist hérna í restina.“ „Þeir eru bara með fjandi gott lið. Þeir eru með marga erfiða leikmenn maður á mann. Ætlaru að vera niðri að loka á línusendingar á Guðna eða ætlaru að vera úti og stoppa Elvar, Einar og Hauk? Þetta er svona limbó. Ég tel að við hefðum getað verið búnir að koma okkur aðeins frá þeim fyrr í leiknum.“ „Á móti svona liði eins og Selfoss er rosalega hættulegt að vera að bjóða þeim inn í leikinn aftur og aftur. Við vorum frábærir í þessum leik en við þurfum að skoða þessar síðustu fimm mínútur.“ Selfyssingar eru þekktir fyrir endurkomur sínar en Kristinn segist ekki hafa hugsað að þetta yrði niðurstaðan. „Ég kannski hugsaði það ekki svoleiðis. Þegar þú ert í leik þá reyniru auðvitað alltaf að halda þig við uppleggið og það sem að liðið leggur upp, við gerum það mest allan tímann en brjótum okkur stundum út úr því og þá lendum við í vandræðum.“ „Þetta er drullufúlt og eins og ég sagði fyrir leikinn þá tel ég að við getum unnið hvaða lið sem er. Selfyssingar voru alls ekkert að spila illa. Við þurfum bara að skoða hvað við viljum gera í restina af leikjunum og laga það,“ sagði Kristinn að lokum. Elvar Örn Jónsson.vísir/andri marinóElvar Örn: Höfum alltaf trú á að við getum unnið „Ég er bara glaður sko. Þvílíkur karakter að ná að snúa þessu við. Við erum undir held ég allan leikinn en náum að snúa þessu síðustu þrjár mínúturnar. Það koma hrikalega góðar varnir og við náum að stoppa Kára á línunni. Ég er bara hrikalega ánægður með þetta,“ sagði Elvar Örn Jónsson. Selfyssingar hafa svo oft áður spilað betur en í kvöld en náðu einmitt, eins og svo oft áður að klára leikinn. „Já, mest megnið af leiknum vorum við að tapa mikið einn á einn, við spilum framliggjandi og þá þarf að standa einn á einn. Við vorum ekki klárir í það í dag og við þurftum að bakka aðeins niður. Það byrjaði að vinna með okkur og við náðum að stöðva línuspilið. Síðan datt sóknarleikurinn í gang í síðari hálfleik.“ „Við höfum alltaf trú á því að við getum unnið leikina, sama hvað staðan er. Við höldum alltaf áfram og gefumst aldrei upp.“ Lætin í Hleðsluhöllini voru engu lík í kvöld en Selfyssingar og Eyjamenn fjölmenntu á leikinn. „Stúkan á Selfossi er alltaf frábær, í hverjum einasta leik. Mér finnst við vera með bestu stuðningsmennina á landinu. Það heyrist langmest í þeim, það er geggjað að spila hérna. Ég elska þessa Selfoss stuðningsmenn.“ Selfyssingar eiga erfitt leikjaprógram framundan en Elvar er bjartsýnn á næstu daga og vikur. „Við erum vel undirbúnir, á morgun er endurheimt og síðan eru bara æfingar og vídeófundir fyrir Valsarana. Þetta er erfitt en við verðum klárir.“ Olís-deild karla
Það var sannkallaður Suðurlandsslagur þegar Selfyssingar tóku á móti ÍBV í troðfullri Hleðsluhöll í kvöld. Fyrir leikinn höfðu bæði lið leikið einn leik eftir áramót, Selfyssingar unnu Aftureldingu en ÍBV gerði jafntefli við ÍR. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komu áræðnir til leiks. Þeir byrjuðu í 5+1 vörn með Magnús Stefánsson fyrir framan. Selfyssingar áttu í miklum vandræðum með það að leysa þetta og Eyjamenn gengu á lagið í sóknarleiknum. Patrekur Jóhannesson var búinn að taka tvö leikhlé þegar ekki tuttugu mínútur voru komnar á klukkuna. Eyjamenn náðu þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og héldu henni í dágóðan tíma en Selfyssingar náðu að minnka muninn í tvö mörk rétt fyrir hálfleik. Guðni Ingvarsson með hálfgert flautumark. Gestirnir frá Eyjunni fögru héldu upptæknum hætti í upphafi síðari hálfleik og voru alltaf skrefinu á undan. Markmenn Selfyssinga vilja sennilega gleyma þessum degi sem allra, allra fyrst en samanlagt vörðu þeir þrjú skot í leiknum. Magnað. Selfyssingar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en Eyjamenn náðu að svara. Svo virðist að leikmenn ÍBV hafi farið gjörsamlega á taugum undir lok leiks en þá fór að bera á mistökum sem að höfðu ekki sést í leiknum. Selfyssingar gengu á lagið og Haukur Þrastarson kom liðinu yfir þegar rúm mínúta var eftir úr hraðaupphlaupi. Eyjamenn brunuðu í sókn sem endaði á þann veg að Hákon Daði Styrmisson skaut boltanum framhjá úr hægra horninu. Guðjón Baldur Ómarsson skoraði síðasta mark leiksins og tveggja marka sigur Selfyssinga staðreynd og stuðningsmenn liðsins efuðust ekki í eina sekúndu.Af hverju vann Selfoss? Eins og er komið inná hérna í umfjölluninni fyrir ofan að þá sáust mistök hjá Eyjamönnum undir lok leiks sem að höfðu ekki sést í leiknum. Menn köstuðu boltanum frá sér, tóku ótímabær skot og það myndaðist bara eitthvað fát á liðinu. Selfyssingar létu ekki bjóða sér það tvisvar og gengu á lagið, eins og þeir kunna svo vel á þessum tíma leikjanna.Hverjir stóðu upp úr? Eins og svo oft áður var það Elvar Örn Jónsson sem að var atkvæðamestur í liði Selfyssingana. Landsliðsmaðurinn og verðandi leikmaður Skjern skoraði níu mörk í leiknum og fór fyrir sínum mönnum í sókninni. Hergeir Grímsson lét lítið fyrir sér fara í sóknarleiknum í kvöld en hann svaraði fyrir það í vörninni, með átta löglegar stöðvanir. Dagur Arnarson og Kári Kristján Kristjánsson voru magnaðir í liði gestanna í kvöld, Dagur með sex úr átta skotum en Kári var sex af sex.Hvað gekk illa? Selfyssingar gerðu marka tæknifeila í leiknum, sóknir liðanna voru oft stuttar og illa ígrundaðar. Það þarf þó ekkert að ræða það nánar en markvarsla Selfyssinga í kvöld var hreint út sagt hörmulegt. Undir tíu prósent hjá Pawel og Sölva. Hreint út sagt magnað að Selfoss hafi farið með sigur af hólmi miðað við frammistöðuna sem að þeir buðu uppá.Hvað er framundan? Selfyssingar eiga bikarleik gegn Val á mánudaginn eftir viku. Liðið sem fer með sigur af hólmi úr þeim leik fer í undanúrslit Coca-Cola bikarsins. Tæpar tvær vikur eru í næsta leik hjá ÍBV en þá fá þeir Aftureldingu í heimsókn til Vestmanneyja.Patrekur Jóhannesson á bara nokkra mánuði eftir sem þjálfari Selfyssinga.vísir/báraPatrekur: Varðandi næstu leiki og markvörslu verður að koma í ljós „Ég vil þakka fólkinu fyrir, höllin var frábær,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum ekki marga varða bolta en vörnin hjá Eyjamönnum var aggressív og við vorum að elta. Við vorum stöðugt að breyta, Einar fór fyrir framan ásamt því að falla aftur. Mér finnst frábært að sigra þennan leik en þessi 5+1 vörn hjá Eyjamönnum með Magga fyrir framan skapar stundum þetta óöryggi.” „Í byrjun leiks gerðum við það sem við ætluðum að gera en síðan kemur bara einhver aulaháttur. Seinni hálfleikur var betri en við erum samt alltaf að elta en náum að koma til baka og sigra þennan hörkuleik.” Markvarslan hjá Selfyssingum var skelfileg í leiknum en Pawel Kieupulski varði tvö skot og Sölvi Ólafsson eitt. Selfyssingar eru á leiðinni í erfitt leikjaprógram en hefur Patti trú á því að liðið geti unnið leikina sem framundan eru með þessa markvörslu? „Ég er ekkert farinn að hugsa um þá leiki sem eru framundan. Núna er ég bara hrikalega ánægður með fólkið, við vorum með frábært hús og þau studdu okkar þegar við vorum í erfiðum köflum í leiknum. Varðandi næstu leiki og markvörslu, það verður bara að koma í ljós.“Kristinn Guðmundsson er annar þjálfara ÍBVvísir/báraKristinn: Þeir eru bara með fjandi gott lið. „Jújú, örugglega,” sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, aðspurður hvort að hans lið hafi farið á taugum undir lok leiksins í kvöld. „Við veljum mjög illa hérna í restina. Það gengur mjög vel í sóknarleiknum meirihlutann af leiknum en við erum að gera svona mistök sem að við hefðum ekki viljað vera að gera. Það gefur þeim boltann ódýrt og við erum megnið af leiknum skynsamir en við þurfum klárlega að fara yfir það sem að gerðist hérna í restina.“ „Þeir eru bara með fjandi gott lið. Þeir eru með marga erfiða leikmenn maður á mann. Ætlaru að vera niðri að loka á línusendingar á Guðna eða ætlaru að vera úti og stoppa Elvar, Einar og Hauk? Þetta er svona limbó. Ég tel að við hefðum getað verið búnir að koma okkur aðeins frá þeim fyrr í leiknum.“ „Á móti svona liði eins og Selfoss er rosalega hættulegt að vera að bjóða þeim inn í leikinn aftur og aftur. Við vorum frábærir í þessum leik en við þurfum að skoða þessar síðustu fimm mínútur.“ Selfyssingar eru þekktir fyrir endurkomur sínar en Kristinn segist ekki hafa hugsað að þetta yrði niðurstaðan. „Ég kannski hugsaði það ekki svoleiðis. Þegar þú ert í leik þá reyniru auðvitað alltaf að halda þig við uppleggið og það sem að liðið leggur upp, við gerum það mest allan tímann en brjótum okkur stundum út úr því og þá lendum við í vandræðum.“ „Þetta er drullufúlt og eins og ég sagði fyrir leikinn þá tel ég að við getum unnið hvaða lið sem er. Selfyssingar voru alls ekkert að spila illa. Við þurfum bara að skoða hvað við viljum gera í restina af leikjunum og laga það,“ sagði Kristinn að lokum. Elvar Örn Jónsson.vísir/andri marinóElvar Örn: Höfum alltaf trú á að við getum unnið „Ég er bara glaður sko. Þvílíkur karakter að ná að snúa þessu við. Við erum undir held ég allan leikinn en náum að snúa þessu síðustu þrjár mínúturnar. Það koma hrikalega góðar varnir og við náum að stoppa Kára á línunni. Ég er bara hrikalega ánægður með þetta,“ sagði Elvar Örn Jónsson. Selfyssingar hafa svo oft áður spilað betur en í kvöld en náðu einmitt, eins og svo oft áður að klára leikinn. „Já, mest megnið af leiknum vorum við að tapa mikið einn á einn, við spilum framliggjandi og þá þarf að standa einn á einn. Við vorum ekki klárir í það í dag og við þurftum að bakka aðeins niður. Það byrjaði að vinna með okkur og við náðum að stöðva línuspilið. Síðan datt sóknarleikurinn í gang í síðari hálfleik.“ „Við höfum alltaf trú á því að við getum unnið leikina, sama hvað staðan er. Við höldum alltaf áfram og gefumst aldrei upp.“ Lætin í Hleðsluhöllini voru engu lík í kvöld en Selfyssingar og Eyjamenn fjölmenntu á leikinn. „Stúkan á Selfossi er alltaf frábær, í hverjum einasta leik. Mér finnst við vera með bestu stuðningsmennina á landinu. Það heyrist langmest í þeim, það er geggjað að spila hérna. Ég elska þessa Selfoss stuðningsmenn.“ Selfyssingar eiga erfitt leikjaprógram framundan en Elvar er bjartsýnn á næstu daga og vikur. „Við erum vel undirbúnir, á morgun er endurheimt og síðan eru bara æfingar og vídeófundir fyrir Valsarana. Þetta er erfitt en við verðum klárir.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti