Styrkurinn í breyttu hagkerfi Bjarni Benediktsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Við Íslendingar höfum náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum. Myndin er skýr þegar við horfum á skuldastöðu heimilanna, sem er betri en hún var á uppgangsárunum fyrir fjármálahrunið, landsframleiðslu sem er sömuleiðis meiri en eins og hún gerðist best fyrir rúmum áratug, fjármálakerfið sem er heilbrigðara og sterkara, skuldir ríkisins sem hafa snarlækkað og stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum en við erum nú í fyrsta skipti á lýðveldistímanum með meiri eignir en skuldir í öðrum löndum. Sennilega hefur fáum dottið í hug að þetta yrði staðan áratug eftir að neyðarlögunum var komið á. Að við hefðum endurheimt allan beinan kostnað af hruninu, losað okkur við höftin og komist í þá stöðu með afnámi tolla og vörugjalda að vera eitt opnasta og frjálsasta hagkerfi heims. Við höfum notið stöðugleika í verðlagi og lægri raunvaxta húsnæðislána en áður hafa sést. Myndin af efnahagsmálum Íslands í dag sýnir einnig afgang af viðskiptajöfnuði. Í stuttu máli má segja að okkur hafi nær alla tíð gengið treglega að skapa gjaldeyristekjur fyrir því sem við höfum þurft að sækja til annarra landa. Til að tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum voru því hér áður fyrr löng haftatímabil. Gerbreytt staða birtist okkur að þessu leyti í dag. Síðastliðinn áratug eigum við jafn mörg ár með afgang af viðskiptum við útlönd og samtals frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Með þessu hefur orðið til myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði. Auk þess að byggja gjaldeyrissköpunina á öflugum sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði hefur ferðaþjónustan nú bæst við sem afar öflug stoð í hagkerfinu og góður vöxtur er í margvíslegu rannsóknar- og þróunarstarfi, hugbúnaðargerð, lyfjaiðnaði og erfðarannsóknum svo dæmi séu nefnd. Myndin sem við sjáum er því af nýjum efnahagslegum veruleika. Við búum við breytt, sterkara og fjölbreyttara hagkerfi sem við verðum að gefa svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum. Myndin er skýr þegar við horfum á skuldastöðu heimilanna, sem er betri en hún var á uppgangsárunum fyrir fjármálahrunið, landsframleiðslu sem er sömuleiðis meiri en eins og hún gerðist best fyrir rúmum áratug, fjármálakerfið sem er heilbrigðara og sterkara, skuldir ríkisins sem hafa snarlækkað og stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum en við erum nú í fyrsta skipti á lýðveldistímanum með meiri eignir en skuldir í öðrum löndum. Sennilega hefur fáum dottið í hug að þetta yrði staðan áratug eftir að neyðarlögunum var komið á. Að við hefðum endurheimt allan beinan kostnað af hruninu, losað okkur við höftin og komist í þá stöðu með afnámi tolla og vörugjalda að vera eitt opnasta og frjálsasta hagkerfi heims. Við höfum notið stöðugleika í verðlagi og lægri raunvaxta húsnæðislána en áður hafa sést. Myndin af efnahagsmálum Íslands í dag sýnir einnig afgang af viðskiptajöfnuði. Í stuttu máli má segja að okkur hafi nær alla tíð gengið treglega að skapa gjaldeyristekjur fyrir því sem við höfum þurft að sækja til annarra landa. Til að tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum voru því hér áður fyrr löng haftatímabil. Gerbreytt staða birtist okkur að þessu leyti í dag. Síðastliðinn áratug eigum við jafn mörg ár með afgang af viðskiptum við útlönd og samtals frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Með þessu hefur orðið til myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði. Auk þess að byggja gjaldeyrissköpunina á öflugum sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði hefur ferðaþjónustan nú bæst við sem afar öflug stoð í hagkerfinu og góður vöxtur er í margvíslegu rannsóknar- og þróunarstarfi, hugbúnaðargerð, lyfjaiðnaði og erfðarannsóknum svo dæmi séu nefnd. Myndin sem við sjáum er því af nýjum efnahagslegum veruleika. Við búum við breytt, sterkara og fjölbreyttara hagkerfi sem við verðum að gefa svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun