Laumað í blaðatætarann Egill Þór Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Þegar ráðist verður í umferðarlausnir við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður það til mikilla hagsbóta fyrir borgarbúa og aðra sem eiga leið um þessi fjölförnu gatnamót dag hvern. Alla virka daga myndast þar mikil umferðarteppa á morgnana í átt að Sæbraut og vestur í bæ með tilheyrandi töfum og umhverfismengun. Seinnipartinn er sömu sögu að segja nema í hina áttina. Árið 2012 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um framkvæmdastopp á stórum og dýrum framkvæmdum í vegagerð vegna samdráttar eftir kreppuna. Þessi samningur átti að auka hlutdeild almenningssamgangna og var stóraukið fjármagn sett í Strætó eða um milljarður ár hvert. Því miður gekk það verkefni ekki eins vel og vonast var eftir en öllum er ljóst að aukin hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni er öllum vegfarendum til góðs. Í minnisblaði frá árinu 2012 sem fylgdi kynningu á samningnum um framkvæmdastoppið kemur orðrétt fram að „undantekning frá þessu eru mislægu gatnamótin við Bústaðaveg sem eru ein slysamestu gatnamótin á svæðinu, en ekki hefur náðst samkomulag um útfærslu þeirra“. Árið 2017 var tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt einróma í borgarstjórn um að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamótanna í því skyni að greiða fyrir umferð, draga úr mengun og auka umferðaröryggi. Engar fregnir hafa borist af framvindu þessa máls. Má þannig leiða líkur að því að tillögunni hafi verið laumað í blaðatætarann í Ráðhúsi Reykjavíkur, eða eytt af harða drifi borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Egill Þór Jónsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ráðist verður í umferðarlausnir við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður það til mikilla hagsbóta fyrir borgarbúa og aðra sem eiga leið um þessi fjölförnu gatnamót dag hvern. Alla virka daga myndast þar mikil umferðarteppa á morgnana í átt að Sæbraut og vestur í bæ með tilheyrandi töfum og umhverfismengun. Seinnipartinn er sömu sögu að segja nema í hina áttina. Árið 2012 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um framkvæmdastopp á stórum og dýrum framkvæmdum í vegagerð vegna samdráttar eftir kreppuna. Þessi samningur átti að auka hlutdeild almenningssamgangna og var stóraukið fjármagn sett í Strætó eða um milljarður ár hvert. Því miður gekk það verkefni ekki eins vel og vonast var eftir en öllum er ljóst að aukin hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni er öllum vegfarendum til góðs. Í minnisblaði frá árinu 2012 sem fylgdi kynningu á samningnum um framkvæmdastoppið kemur orðrétt fram að „undantekning frá þessu eru mislægu gatnamótin við Bústaðaveg sem eru ein slysamestu gatnamótin á svæðinu, en ekki hefur náðst samkomulag um útfærslu þeirra“. Árið 2017 var tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt einróma í borgarstjórn um að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamótanna í því skyni að greiða fyrir umferð, draga úr mengun og auka umferðaröryggi. Engar fregnir hafa borist af framvindu þessa máls. Má þannig leiða líkur að því að tillögunni hafi verið laumað í blaðatætarann í Ráðhúsi Reykjavíkur, eða eytt af harða drifi borgarinnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun