Þrettán ára sælkeri bakar kökur og selur á Facebook Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:30 Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“ Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“
Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent