Pakistanar kalla eftir viðræðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 13:40 Íbúar virða brak indversku orrustuþotunnar fyrir sér. AP/Mukhtar Khan Yfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Flugmaður þotunnar sem var af gerðinni MiG-21, er í haldi Pakistana.Mikil spenna er á milli ríkjanna tveggja eftir að Indverjar gerðu loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír-héraði í gær. Það gerðu þeir í kjölfar sjálfsmorðsárásar vígamanna þann 14. febrúar þar sem 40 indverskir hermenn féllu. Indverjar segja árásina eingöngu hafa beinst gegn vígamönnum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Indverjar hafa sakað yfirvöld Pakistan um að skýla JeM og segja jafnvel að meðlimir öryggissveita Pakistan hafi komið að árásinni. Til átaka kom í morgun þar sem minnst ein orrustuþota var skotin niður. Pakistanar segjast flogið inn á yfirráðasvæði Indverjar og varpað þar sprengjum á óbyggt svæði. Þeir segjast hafa ráðist á indversku þoturnar þegar þeim var flogið inn á yfirráðasvæði Pakistana í kjölfar árásarinnar.Indverjar segja hins vegar að orrustuþotur hafi verið sendar gegn orrustuþotum Pakistan og árás þeirra hafi misheppnast. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum á minnst tólf stöðum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hvatti til þess að dregið yrði úr spennu í morgun og sagði yfirvöld Pakistan og Indlands þurfa að ræða saman. „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningi. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman,“ sagði Khan í sjónvarpsávarpi í morgun, samkvæmt Reuters.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Wreckges of Indian fighter planes burning. Well done Pakistan Air Force. The entire nation is proud of you. pic.twitter.com/TTIb1zvNZS— Information Ministry (@MoIB_Official) February 27, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Yfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Flugmaður þotunnar sem var af gerðinni MiG-21, er í haldi Pakistana.Mikil spenna er á milli ríkjanna tveggja eftir að Indverjar gerðu loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír-héraði í gær. Það gerðu þeir í kjölfar sjálfsmorðsárásar vígamanna þann 14. febrúar þar sem 40 indverskir hermenn féllu. Indverjar segja árásina eingöngu hafa beinst gegn vígamönnum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Indverjar hafa sakað yfirvöld Pakistan um að skýla JeM og segja jafnvel að meðlimir öryggissveita Pakistan hafi komið að árásinni. Til átaka kom í morgun þar sem minnst ein orrustuþota var skotin niður. Pakistanar segjast flogið inn á yfirráðasvæði Indverjar og varpað þar sprengjum á óbyggt svæði. Þeir segjast hafa ráðist á indversku þoturnar þegar þeim var flogið inn á yfirráðasvæði Pakistana í kjölfar árásarinnar.Indverjar segja hins vegar að orrustuþotur hafi verið sendar gegn orrustuþotum Pakistan og árás þeirra hafi misheppnast. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum á minnst tólf stöðum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hvatti til þess að dregið yrði úr spennu í morgun og sagði yfirvöld Pakistan og Indlands þurfa að ræða saman. „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningi. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman,“ sagði Khan í sjónvarpsávarpi í morgun, samkvæmt Reuters.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Wreckges of Indian fighter planes burning. Well done Pakistan Air Force. The entire nation is proud of you. pic.twitter.com/TTIb1zvNZS— Information Ministry (@MoIB_Official) February 27, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45
Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49
Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45
Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13