Fundur Trump og Kim hafinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 12:00 Trump og Kim í Hanoi. AP/Evan Vucci Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam er hafinn. Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. Trump sagðist vonast til þess að þessi fundur þeirra myndi skila meiri árangri en fundur þeirra í Singapúr í fyrra. Forsetinn sagðist telja þann fund hafa gengið gífurlega vel og að þessu sinni myndi frábært samband þeirra ráða úrslitum. Áður hefur Trump haldið því fram að þeir hafi „orðið ástfangnir“ í Singapúr. Trump sagði einnig, eins og hann hefur gert áður, að Norður-Kórea gæti orðið efnahagslegt stórveldi og hann vildi hjálpa til við það. „Kim Jong Un og ég munum reyna að komast að samkomulagi varðandi afkjarnavopnun og svo reyna að gera Norður-Kóreu að efnahagslegu stórveldi,“ sagði Trump. Er um að ræða mikla breytingu frá því að Trump kallaði Kim meðal annars „stuttan og feitan“ og Kim sagði Trump vera geðveikan. Aðspurður hvort hann myndi lýsa yfir formlegum enda Kóreustríðsins, eins og yfirvöld Norður-Kóreu hafa óskað eftir, sagði Trump: „Við sjáum til.“North Korea has "tremendous" economic potential, says Donald Trump, who tells Kim Jong Un it's an "honor" to be with him https://t.co/3xhsJRD1eWpic.twitter.com/t5Rc7N6yyt — Bloomberg (@business) February 27, 2019 Formlegar viðræður Trump og Kim mun hefjast á morgun. Sérfræðingar segja einstaklega ólíklegt að Kim muni nokkurn tíma samþykkja að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Kim lítur á kjarnorkuvopn sem tryggingu gegn því að honum eða afkomendum hans verði velt úr sessi með valdi. Í aðdraganda fundarins hefur Trump og Hvíta húsið reynt að draga úr væntingum fyrir fundinn og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Trump eftir fund þeirra í Singapúr í fyrra, þar sem þeir skrifuðu undir óljóst samkomulag um afkjarnavopnun, hefur lítið sem ekkert gengið síðan þá. Samninganefndir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki einu sinni komist að samkomulagi um hvað afkjarnavopnun þýði í rauninni. Undanfarna daga hefur Trump sagt að hann yrði ánægður svo lengi sem Kim samþykki að láta af tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar.Other US officials at the dinner table include @SecPompeo and @MickMulvaneyOMB. Seated next to Pres Trump is US interpreter Dr. Yun-hyang Lee. pic.twitter.com/32Muauhp4q— Mark Knoller (@markknoller) February 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam er hafinn. Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. Trump sagðist vonast til þess að þessi fundur þeirra myndi skila meiri árangri en fundur þeirra í Singapúr í fyrra. Forsetinn sagðist telja þann fund hafa gengið gífurlega vel og að þessu sinni myndi frábært samband þeirra ráða úrslitum. Áður hefur Trump haldið því fram að þeir hafi „orðið ástfangnir“ í Singapúr. Trump sagði einnig, eins og hann hefur gert áður, að Norður-Kórea gæti orðið efnahagslegt stórveldi og hann vildi hjálpa til við það. „Kim Jong Un og ég munum reyna að komast að samkomulagi varðandi afkjarnavopnun og svo reyna að gera Norður-Kóreu að efnahagslegu stórveldi,“ sagði Trump. Er um að ræða mikla breytingu frá því að Trump kallaði Kim meðal annars „stuttan og feitan“ og Kim sagði Trump vera geðveikan. Aðspurður hvort hann myndi lýsa yfir formlegum enda Kóreustríðsins, eins og yfirvöld Norður-Kóreu hafa óskað eftir, sagði Trump: „Við sjáum til.“North Korea has "tremendous" economic potential, says Donald Trump, who tells Kim Jong Un it's an "honor" to be with him https://t.co/3xhsJRD1eWpic.twitter.com/t5Rc7N6yyt — Bloomberg (@business) February 27, 2019 Formlegar viðræður Trump og Kim mun hefjast á morgun. Sérfræðingar segja einstaklega ólíklegt að Kim muni nokkurn tíma samþykkja að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Kim lítur á kjarnorkuvopn sem tryggingu gegn því að honum eða afkomendum hans verði velt úr sessi með valdi. Í aðdraganda fundarins hefur Trump og Hvíta húsið reynt að draga úr væntingum fyrir fundinn og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Trump eftir fund þeirra í Singapúr í fyrra, þar sem þeir skrifuðu undir óljóst samkomulag um afkjarnavopnun, hefur lítið sem ekkert gengið síðan þá. Samninganefndir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki einu sinni komist að samkomulagi um hvað afkjarnavopnun þýði í rauninni. Undanfarna daga hefur Trump sagt að hann yrði ánægður svo lengi sem Kim samþykki að láta af tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar.Other US officials at the dinner table include @SecPompeo and @MickMulvaneyOMB. Seated next to Pres Trump is US interpreter Dr. Yun-hyang Lee. pic.twitter.com/32Muauhp4q— Mark Knoller (@markknoller) February 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30
„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19