Erlent

Grunaður um að hafa myrt móður sína í Ósló

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla vildi ekkert segja til um hvaða ástæður kunni að liggja að baki morðinu.
Lögregla vildi ekkert segja til um hvaða ástæður kunni að liggja að baki morðinu. Getty
Lögregla í Ósló í Noregi hefur handtekið karlmann á fertugsaldri vegna gruns um að hafa myrt móður sína í nótt.

Lögregla var kölluð út að blokkaríbúð í hverfinu Ellingsrud í austurhluta norsku höfuðborgarinnar klukkan 4:30 að staðartíma í morgun.

„Það var karlmaður og kona í íbúðinni. Konan var úrskurðuð látin á staðnum,“ sagði yfirlögregluþjónninn Anne Alræk Solem á blaðamannafundi lögreglu í morgun.

Í frétt NRK segir að bæði mæðginin séu norskir ríkisborgarar og búsett í Ósló. Lögregla vildi ekkert segja til um hvaða ástæður kunni að liggja að baki morðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×