Twitter-forsetinn Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Twitter Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun