Hamilton vs. Loftsson Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Það leið ekki á löngu frá því að sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið. Í þeim er veiðunum jafnan líkt við slátranir og fjöldamorð og með fréttunum fylgja grafískar myndir af verkun hvalanna undir berum himni í Hvalfirði. Ráðherra kveðst keikur byggja ákvörðun sína á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Fræðimenn gagnrýndu skýrsluna harðlega og ferðaþjónustan tók undir. ?Furðu sætir að jafn umdeild ákvörðun sé byggð á jafn veikum grunni og raun ber vitni þegar orðspor Íslands í útlöndum er undir. Ísland hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Fyrir vikið eigum við verðmætt vörumerki – merki sem þarf að umgangast af varúð á tímum sem ein færsla frá áhrifamiklum aðila á samfélagsmiðlum getur stofnað umfangsmiklum viðskiptahagsmunum í hættu á augabragði. Slíka áhættu er erfitt að greina með Excel-æfingum. Gott dæmi um þetta er færsla breska ökuþórsins Lewis Hamilton á Instagram í gær þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt. Tæplega ein milljón af tíu milljónum fylgjenda Hamiltons hafði brugðist við færslunni aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún birtist. Stjórnvöldum ætti einnig að vera minnisstæð viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods fyrir fáeinum árum við hvalveiðibröltinu og ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum með íslenskan fisk við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals hf. og þáverandi stjórnarformanns og hluthafa í HB Granda. Líklega er einungis tímaspursmál hvenær aðrar stórverslanir og dreifingaraðilar vestanhafs feta í þau fótspor. ?Stór hluti heimsbyggðarinnar og æ fleiri Íslendingar líta á hvalveiðar sem dýraníð. Alþjóðlegir samningar banna veiðarnar enda þykja veiðiaðferðirnar frumstæðar og drápstækin ófullkomin. Dýrin engjast um svo mínútum skiptir eftir sprengiskutla áður en þau eru dregin til lands og verkuð í trássi við gildandi reglugerðir. Jafnframt verður ekki séð að traustur efnahagslegur grundvöllur sé fyrir veiðunum enda gat Hvalur hf. ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar í tvö ár vegna viðskiptahindrana á langreyðarafurðum. Áhættan með veiðunum er mikil en ávinningurinn lítill sem enginn. Líklega eru kjósendur Vinstri grænna með mest óbragð í munni um þessar mundir. Nú eru hvalveiðarnar í þeirra boði. Hvern hefði grunað að það yrði á vakt umhverfisverndarsinnans Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi aktívistans Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem þetta afbrigðilega áhugamál Kristjáns Loftssonar gengur í endurnýjun lífdaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það leið ekki á löngu frá því að sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið. Í þeim er veiðunum jafnan líkt við slátranir og fjöldamorð og með fréttunum fylgja grafískar myndir af verkun hvalanna undir berum himni í Hvalfirði. Ráðherra kveðst keikur byggja ákvörðun sína á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Fræðimenn gagnrýndu skýrsluna harðlega og ferðaþjónustan tók undir. ?Furðu sætir að jafn umdeild ákvörðun sé byggð á jafn veikum grunni og raun ber vitni þegar orðspor Íslands í útlöndum er undir. Ísland hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Fyrir vikið eigum við verðmætt vörumerki – merki sem þarf að umgangast af varúð á tímum sem ein færsla frá áhrifamiklum aðila á samfélagsmiðlum getur stofnað umfangsmiklum viðskiptahagsmunum í hættu á augabragði. Slíka áhættu er erfitt að greina með Excel-æfingum. Gott dæmi um þetta er færsla breska ökuþórsins Lewis Hamilton á Instagram í gær þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt. Tæplega ein milljón af tíu milljónum fylgjenda Hamiltons hafði brugðist við færslunni aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún birtist. Stjórnvöldum ætti einnig að vera minnisstæð viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods fyrir fáeinum árum við hvalveiðibröltinu og ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum með íslenskan fisk við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals hf. og þáverandi stjórnarformanns og hluthafa í HB Granda. Líklega er einungis tímaspursmál hvenær aðrar stórverslanir og dreifingaraðilar vestanhafs feta í þau fótspor. ?Stór hluti heimsbyggðarinnar og æ fleiri Íslendingar líta á hvalveiðar sem dýraníð. Alþjóðlegir samningar banna veiðarnar enda þykja veiðiaðferðirnar frumstæðar og drápstækin ófullkomin. Dýrin engjast um svo mínútum skiptir eftir sprengiskutla áður en þau eru dregin til lands og verkuð í trássi við gildandi reglugerðir. Jafnframt verður ekki séð að traustur efnahagslegur grundvöllur sé fyrir veiðunum enda gat Hvalur hf. ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar í tvö ár vegna viðskiptahindrana á langreyðarafurðum. Áhættan með veiðunum er mikil en ávinningurinn lítill sem enginn. Líklega eru kjósendur Vinstri grænna með mest óbragð í munni um þessar mundir. Nú eru hvalveiðarnar í þeirra boði. Hvern hefði grunað að það yrði á vakt umhverfisverndarsinnans Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi aktívistans Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem þetta afbrigðilega áhugamál Kristjáns Loftssonar gengur í endurnýjun lífdaga?
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun