Stöðugleikaskattur, sáttamöguleiki í kjaradeilu? Þórólfur Matthíasson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Þórólfur Matthíasson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar