Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fyrir umferð gesta klukkan níu í fyrramálið, miðvikudaginn 27. febrúar.
Um ræðir gönguslóða meðfram gilinu á svæði nr 703 á náttúruminjaskrá að því er segir á vef Umhverfisstofnunar.
Svæðið er mjög illa farið vegna mikils fjölda ferðamanna, snöggra veðrabreytinga, hlýinda og mikillar vætu. Um svokallaða skyndilokun er að ræða sem mun standa í tvær vikur. Ákvörðunin verður síðar endurskoðuð.
Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar Justin Biber, einn vinsælasti tónlistarmaður heims, tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum.
