Veðurfræðingur um óveðrið: „Allsvakalegar hamfarir“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 15:30 Einn af þeim bílum þar sem rúður höfðu sprungið á veginum um Hvalsnes í morgun. Björgunarfélag Hornafjarðar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segist ekki hissa á þeim hamförum sem hafa átt sér stað í veðurofsanum í morgun þar sem rúður hafa sprungið í bílum og klæðning rifnað af vegum. Veðrið var hvað verst á Suðausturlandi þar sem björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í morgun. Strax um hálf fimm í morgun barst útkall vegna erlendra ferðamanna sem voru í vanda við Hvalsnes þar sem stormurinn var svo öflugur að möl tókst á loft og sprengdi rúður í bíl sem þeir höfðu á leigu. Það sama gerðist síðan aftur upp úr klukkan níu en heilt yfir sprungu rúður í fimm bílum á veginum um Hvalnes. Klæðning fauk einnig af veginum í Lóni við gangnamunna undir Almannaskarð.Frá veginum að Almannaskarðsgöngum í Lónssveit.Björgunarfélag HornafjarðarEinar segir að suðvestanáttin hafi komið í loftköstum af fjallgarðinum sem skilur að Nes og Lón, líkast til ofan af skarðinu sjálfu. „Hann var heldur ekki árennilegur strengurinn í fjallhæð um það leyti sem veður náði hámarki fyrir hádegi. 850 hPa vindurinn kl. 8 í morgun sést á litskrúðuga kortinu og má lesa þegar glöggt er skoðað 48-50 m/s í fjallahæð á þessum slóðum,“ skrifar Einar á Facebook-síðu sína. Um svipað leyti náði meðalvindur í Papey um 41 metra á sekúndu að sögn Einars sem bætir við að það sé óskaplega mikill vindur á alla mælikvarða. „Enda er maður ekki hissa í þessum hamförum að grjót hafi flogið í Hvalnesskriðum úr öllum áttum og að byggingarhlutar á Höfn jafnframt gefið sig, sbr. bræðslu Skinney-Þinganess.“ Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00 Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segist ekki hissa á þeim hamförum sem hafa átt sér stað í veðurofsanum í morgun þar sem rúður hafa sprungið í bílum og klæðning rifnað af vegum. Veðrið var hvað verst á Suðausturlandi þar sem björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í morgun. Strax um hálf fimm í morgun barst útkall vegna erlendra ferðamanna sem voru í vanda við Hvalsnes þar sem stormurinn var svo öflugur að möl tókst á loft og sprengdi rúður í bíl sem þeir höfðu á leigu. Það sama gerðist síðan aftur upp úr klukkan níu en heilt yfir sprungu rúður í fimm bílum á veginum um Hvalnes. Klæðning fauk einnig af veginum í Lóni við gangnamunna undir Almannaskarð.Frá veginum að Almannaskarðsgöngum í Lónssveit.Björgunarfélag HornafjarðarEinar segir að suðvestanáttin hafi komið í loftköstum af fjallgarðinum sem skilur að Nes og Lón, líkast til ofan af skarðinu sjálfu. „Hann var heldur ekki árennilegur strengurinn í fjallhæð um það leyti sem veður náði hámarki fyrir hádegi. 850 hPa vindurinn kl. 8 í morgun sést á litskrúðuga kortinu og má lesa þegar glöggt er skoðað 48-50 m/s í fjallahæð á þessum slóðum,“ skrifar Einar á Facebook-síðu sína. Um svipað leyti náði meðalvindur í Papey um 41 metra á sekúndu að sögn Einars sem bætir við að það sé óskaplega mikill vindur á alla mælikvarða. „Enda er maður ekki hissa í þessum hamförum að grjót hafi flogið í Hvalnesskriðum úr öllum áttum og að byggingarhlutar á Höfn jafnframt gefið sig, sbr. bræðslu Skinney-Þinganess.“
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00 Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00
Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16