May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 13:49 May gaf þinginu skýrslu um gang útgönguferilsins í dag. Vísir/EPA Hafni breskir þingmenn breyttum útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, fá þeir að greiða atkvæði um hvort þeir vilji gangi úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni. May tilkynnti þetta í skýrslu sem hún gaf þinginu í dag. Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Þingið hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar og hefur hún síðan reynt að tryggja frekari tilslakanir frá sambandinu til að koma honum í gegn fyrir útgöngudaginn. May lofaði þingmönnum atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn fyrir 12. mars. Í þinginu í dag sagði hún að verði samningurinn felldur láti hún tvær atkvæðagreiðslur fara fram. Sú fyrri væri til að skera úr um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings og færi hún fram 13. mars. Verði meirihluti andsnúinn því verður þingmönnum boðið að greiða atkvæði um að fresta útgöngunni daginn eftir. „Leyfið mér að tala skýrt, ég vil ekki að 50. greinin verði framlengd. Við ættum að einbeita okkur algerlega að því að ná samningi og ganga út 29. mars,“ sagði May og vísaði til greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu. Benti hún á að yrði útgöngunni frestað fram yfir júní tækju Bretar þátt í Evrópuþingskosningum. Sagði hún það undarleg skilaboð til þeirra sem hefðu greitt atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samþykkti þingið að fresta útgöngunni yrði að vera skýrt að aðeins væri um skamma frestun að ræða, ekki lengur en út júní. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Hafni breskir þingmenn breyttum útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, fá þeir að greiða atkvæði um hvort þeir vilji gangi úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni. May tilkynnti þetta í skýrslu sem hún gaf þinginu í dag. Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Þingið hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar og hefur hún síðan reynt að tryggja frekari tilslakanir frá sambandinu til að koma honum í gegn fyrir útgöngudaginn. May lofaði þingmönnum atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn fyrir 12. mars. Í þinginu í dag sagði hún að verði samningurinn felldur láti hún tvær atkvæðagreiðslur fara fram. Sú fyrri væri til að skera úr um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings og færi hún fram 13. mars. Verði meirihluti andsnúinn því verður þingmönnum boðið að greiða atkvæði um að fresta útgöngunni daginn eftir. „Leyfið mér að tala skýrt, ég vil ekki að 50. greinin verði framlengd. Við ættum að einbeita okkur algerlega að því að ná samningi og ganga út 29. mars,“ sagði May og vísaði til greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu. Benti hún á að yrði útgöngunni frestað fram yfir júní tækju Bretar þátt í Evrópuþingskosningum. Sagði hún það undarleg skilaboð til þeirra sem hefðu greitt atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samþykkti þingið að fresta útgöngunni yrði að vera skýrt að aðeins væri um skamma frestun að ræða, ekki lengur en út júní.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09