Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við em atburðarrásinni þegar Efling hóf atkvæðagreiðslu vegna fyrirhugaðra mótmæla en til snarpra orðaskipta kom á milli formanns Eflingar og stjórnanda hótels í Reykjavík í dag.

Við ræðum einnig við unnustu Jóns Þrastar Jónssonar sem saknað hefur verið á Írlandi í rúmar tvær vikur, en leit af honum heldur áfram. Nýjustu upplýsingar herma að lögreglan þar í landi hafi þrengt leitina eftir að nýjar myndir úr öryggismyndavélum sáust.

Sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til breytingar á vaxtabótakerfinu. Við erum af nýjum tillögum í fréttatímanum og heyrum af sauðfjárbænum sem eru farnir að rækta svokallað feldfé, þar sem áhersla er lögð á gæði ullarinnar, en mjúk og fíngerð feldfjárull er eftirsótt í handverki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×