Enski boltinn

De Bruyne: Verðum bestir frá upphafi ef við vinnum fernuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
City fagnar fyrsta titli ársins
City fagnar fyrsta titli ársins vísir/getty
Manchester City verður besta lið sögunnar í fótboltaheiminum ef það vinnur fernuna segir Kevin de Bruyne. Það sé nánast ómögulegt afrek.

Fyrsti titill tímabilsins á Englandi var í boði um helgina þegar úrslitaleikur enska deildarbikarsins fór fram. Manchester City hafði betur gegn Chelsea í vítaspyrnukeppni.

City getur því enn unnið fernuna svokölluðu; bæði ensku bikarkeppnina og deildarbikarinn, Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu.

Manchester United er eina liðið í sögunni sem hefur unnið þrennuna; bikarinn, Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, en fernuna hefur enginn unnið.

„Við reunum að vinna alla leiki. Ef þú nærð að vinna fernuna þá hlýtur liðið að vera það besta frá upphafi því enginn hefur gert það. En við erum ekkert að hugsa um það,” sagði Kevin de Bruyne eftir úrslitaleikinn í gær.

„Við viljum vinna allt sem við getum, en við erum ekki að hugsa um fernuna. Ef við vinnum þrjá titla og spilum til úrslita í Meistaradeildinni þá kannski er hægt að tala um þetta. Ekki fyrr.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×