Enski boltinn

Klopp: Að sjálfsögðu er pressa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Liverpool mistókst að ganga á lagið gegn löskuðu liði United.
Liverpool mistókst að ganga á lagið gegn löskuðu liði United. vísir/getty
Jurgen Klopp segir pressuna á Liverpool hafa aukist eftir markalaust jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool fór á toppinn á deildinni á ný með stiginu sem fékkst eftir jafnteflið en það er aðeins eins stigs munur á þeim og Manchester City.

„Að sjálfsögðu er pressa á okkur,“ sagði Klopp.

„Frá mér séð er þetta jákvæð pressa, en ég þarf ekki að spila leikina ég sit bara hér og segi heimskulega hluti.“

„Í svona stöðu þá er það eina í stöðunni að spila á ástríðunni. Þetta félag snýst um ástríðu.“

Liverpool hefur nú gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum deildarleikjum ásamt því að gera jafntefli við Bayern München í Meistaradeild Evrópu.

„Það er búið að vera aðeins of mikið af jafnteflum í síðustu leikjum, en við erum samt á þessum stað svo við höldum bara áfram.“

„Fólk getur sagt að Manchester City sé að gera betur, en við berum okkur ekki saman við þá heldur söfnum stigum á okkar hátt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×