Mínir svæsnustu fordómar Guðmundur Steingrímsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Fordómar eru í grunninn auðveld leið til þess að segja eitthvað misgáfulegt um alls konar dót sem maður veit ekkert um, fólk sem maður þekkir ekki og málefni sem maður hefur ekki kynnt sér af neinni dýpt. Að láta fordóma sína í ljós í kjarnyrtu máli er líka ákveðin leið til að fá vissa skammvinna útrás fyrir ruddalegri tilhneigingar sálarlífsins, eins og óræða reiði út í hitt og þetta, pirring og þreytu. Sérstaklega gott er að gera þetta í útvarpi eða á samfélagsmiðli. Fordómar eru líka á ákveðinn hátt eðlilegir. Maður getur ekki vitað allt. Stundum þarf maður að gera sér upp hugmynd. Maður er kannski að fara að hitta manneskju sem maður hefur aldrei hitt áður. Ég finn það mjög sterkt í mínu sálartetri að yfirleitt í aðdraganda slíkra funda dregur skrattinn á öxl minni upp þá mynd að viðkomandi sé durtur og ég muni lenda í miklu orðaskaki. Þannig vaxa fordómar oft af óöryggi. Maður óttast óvissu. Skrattinn gengur á lagið og dregur upp mynd.Kjaramálin Hið skemmtilega er, að eiginlega alltaf kemur hitt á daginn. Fólk er frábært. Skrattinn hefur rangt fyrir sér. Fordómar eru á mjög athyglisverðan hátt alltaf rangir. Svo takmarkað er ímyndunarafl mannskepnunnar að jafnvel hinir spámannlegustu palladómar um menn og málefni eru undantekningalaust fullkomið bull. Veruleikinn er alltaf öðruvísi. Og af hverju er ég að skrifa þetta? Jú, mér er þetta hugleikið núna vegna stöðunnar í kjaramálum. Það er við það að sjóða upp úr á vinnumarkaði. Ég les á hverjum degi lýsingar á deiluaðilum. Ég sé ekki betur en að skrattar séu sestir á axlir margra og hvísli fordómum. Yfirlýsingar fljúga. Nú ætla ég að kafa í mína fordóma og láta þá í ljós. Maður getur mjög auðveldlega fundið nokkrar góðar sleggjur, ef maður kafar smá. Ég þekki mjög fáa sem koma að samningum á vinnumarkaði um þessar mundir. Ég bara les um viðræðurnar í blöðunum og sé myndir af fólkinu. Að því sögðu ætla ég að gefa púkanum orðið. Púki segir: Þetta lið þarna í Eflingu er bara gegnsósa af löngun til þess að gera allt brjálað. Því er sléttsama um hag almennings. Vill bara átök. Gunnar Smári komst í heilann á þeim og bullaði eitthvað um sósíalisma út af einhverju sem hann las einhvers staðar og síðan þá er fjandinn laus. Og Ragnar þessi í VR. Hann er svona gaur sem gengur um með alls konar hugmyndir sem aðeins Xuplup á plánetunni Zumblugg skilur. Ætlar að breyta öllum kerfum. Og er núna búinn að hanna nýja tegund af vinnumarkaðsaðgerðum. Úúúúú. Verum hrædd. Þetta lið er haldið mikilmennskubrjálæði. Langar mest til að standa uppi á húddi á bíl með kalltæki og fána. Er örugglega með svoleiðis í bílskúr einhvers staðar, til að æfa sig. Svo eru það atvinnurekendurnir. Flottir í tauinu, en yfirlætisfullt glottið á vörunum segir bara eitt: Ekkert er hægt. Því miður, krakkar mínir. Það eina sem er hægt er þetta: Að færa auð fáum og standa vörð um auð þeirra. Annað er ómögulegt. Bless. Þetta fólk er allt vitleysingar, segir púkinn. Og nú ætlar þetta að rífa augun hvert úr öðru. Verði því að góðu. Vilji allra Kem ég þá aftur að inngangi þessa greinarstúfs. Varðandi fordómana. Það er hressandi að láta þá í ljós. Maður fitnar allur. En svo þarf maður að minna sig á hið augljósa: Ekkert af þessu er rétt. Kannski er veruleikinn meira svona: Fólk á lægstu launum er orðið langþreytt á því að eiga ekki til hnífs og skeiðar. Það er fast í fátæktargildrum, bugað af viðurstyggilega hárri leigu og reikningafjalli hverra mánaðamóta. Það ætlar ekki að láta það viðgangast lengur. Skiljanlega. Og hinum megin við borðið situr fólk sem veit þetta innst inni. Það veit vel að sumt fólk getur ekki lifað. Það vill breyta því. Ég held að allir viti að fleiri þurfa koma að borðinu með atvinnurekendum og launþegum, einkum ríkið og sveitarfélögin. Það þarf að finna alls konar leiðir til þess að bæta kjör þeirra sem virkilega hafa það skítt. Margt þarf að gera. Byggja íbúðir, lækka leigu, hafa hemil á verðlagi, lækka skatta á hárréttum stöðum, lækka gjöld, hafa hemil á launaskriði, afnema skerðingar í bótakerfinu, auka frítíma fólks. Ég held að allir viti þetta. Það þarf þjóðarsátt. Einhvers konar kerfistregða, fordómastíflað samtal í bland við lítið sem ekkert traust milli fólks kemur í veg fyrir að hún gerist núna. En kannski hef ég rangt fyrir mér um þetta líka. Kannski veit ég bara ekkert hvað er að gerast. Eitt veit ég þó: Æsingur er forleikur klúðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kjaramál Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Fordómar eru í grunninn auðveld leið til þess að segja eitthvað misgáfulegt um alls konar dót sem maður veit ekkert um, fólk sem maður þekkir ekki og málefni sem maður hefur ekki kynnt sér af neinni dýpt. Að láta fordóma sína í ljós í kjarnyrtu máli er líka ákveðin leið til að fá vissa skammvinna útrás fyrir ruddalegri tilhneigingar sálarlífsins, eins og óræða reiði út í hitt og þetta, pirring og þreytu. Sérstaklega gott er að gera þetta í útvarpi eða á samfélagsmiðli. Fordómar eru líka á ákveðinn hátt eðlilegir. Maður getur ekki vitað allt. Stundum þarf maður að gera sér upp hugmynd. Maður er kannski að fara að hitta manneskju sem maður hefur aldrei hitt áður. Ég finn það mjög sterkt í mínu sálartetri að yfirleitt í aðdraganda slíkra funda dregur skrattinn á öxl minni upp þá mynd að viðkomandi sé durtur og ég muni lenda í miklu orðaskaki. Þannig vaxa fordómar oft af óöryggi. Maður óttast óvissu. Skrattinn gengur á lagið og dregur upp mynd.Kjaramálin Hið skemmtilega er, að eiginlega alltaf kemur hitt á daginn. Fólk er frábært. Skrattinn hefur rangt fyrir sér. Fordómar eru á mjög athyglisverðan hátt alltaf rangir. Svo takmarkað er ímyndunarafl mannskepnunnar að jafnvel hinir spámannlegustu palladómar um menn og málefni eru undantekningalaust fullkomið bull. Veruleikinn er alltaf öðruvísi. Og af hverju er ég að skrifa þetta? Jú, mér er þetta hugleikið núna vegna stöðunnar í kjaramálum. Það er við það að sjóða upp úr á vinnumarkaði. Ég les á hverjum degi lýsingar á deiluaðilum. Ég sé ekki betur en að skrattar séu sestir á axlir margra og hvísli fordómum. Yfirlýsingar fljúga. Nú ætla ég að kafa í mína fordóma og láta þá í ljós. Maður getur mjög auðveldlega fundið nokkrar góðar sleggjur, ef maður kafar smá. Ég þekki mjög fáa sem koma að samningum á vinnumarkaði um þessar mundir. Ég bara les um viðræðurnar í blöðunum og sé myndir af fólkinu. Að því sögðu ætla ég að gefa púkanum orðið. Púki segir: Þetta lið þarna í Eflingu er bara gegnsósa af löngun til þess að gera allt brjálað. Því er sléttsama um hag almennings. Vill bara átök. Gunnar Smári komst í heilann á þeim og bullaði eitthvað um sósíalisma út af einhverju sem hann las einhvers staðar og síðan þá er fjandinn laus. Og Ragnar þessi í VR. Hann er svona gaur sem gengur um með alls konar hugmyndir sem aðeins Xuplup á plánetunni Zumblugg skilur. Ætlar að breyta öllum kerfum. Og er núna búinn að hanna nýja tegund af vinnumarkaðsaðgerðum. Úúúúú. Verum hrædd. Þetta lið er haldið mikilmennskubrjálæði. Langar mest til að standa uppi á húddi á bíl með kalltæki og fána. Er örugglega með svoleiðis í bílskúr einhvers staðar, til að æfa sig. Svo eru það atvinnurekendurnir. Flottir í tauinu, en yfirlætisfullt glottið á vörunum segir bara eitt: Ekkert er hægt. Því miður, krakkar mínir. Það eina sem er hægt er þetta: Að færa auð fáum og standa vörð um auð þeirra. Annað er ómögulegt. Bless. Þetta fólk er allt vitleysingar, segir púkinn. Og nú ætlar þetta að rífa augun hvert úr öðru. Verði því að góðu. Vilji allra Kem ég þá aftur að inngangi þessa greinarstúfs. Varðandi fordómana. Það er hressandi að láta þá í ljós. Maður fitnar allur. En svo þarf maður að minna sig á hið augljósa: Ekkert af þessu er rétt. Kannski er veruleikinn meira svona: Fólk á lægstu launum er orðið langþreytt á því að eiga ekki til hnífs og skeiðar. Það er fast í fátæktargildrum, bugað af viðurstyggilega hárri leigu og reikningafjalli hverra mánaðamóta. Það ætlar ekki að láta það viðgangast lengur. Skiljanlega. Og hinum megin við borðið situr fólk sem veit þetta innst inni. Það veit vel að sumt fólk getur ekki lifað. Það vill breyta því. Ég held að allir viti að fleiri þurfa koma að borðinu með atvinnurekendum og launþegum, einkum ríkið og sveitarfélögin. Það þarf að finna alls konar leiðir til þess að bæta kjör þeirra sem virkilega hafa það skítt. Margt þarf að gera. Byggja íbúðir, lækka leigu, hafa hemil á verðlagi, lækka skatta á hárréttum stöðum, lækka gjöld, hafa hemil á launaskriði, afnema skerðingar í bótakerfinu, auka frítíma fólks. Ég held að allir viti þetta. Það þarf þjóðarsátt. Einhvers konar kerfistregða, fordómastíflað samtal í bland við lítið sem ekkert traust milli fólks kemur í veg fyrir að hún gerist núna. En kannski hef ég rangt fyrir mér um þetta líka. Kannski veit ég bara ekkert hvað er að gerast. Eitt veit ég þó: Æsingur er forleikur klúðurs.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun