Birta sögur fólks sem búið hefur við fátækt: „Þú ert algerlega einn og öllum er sama“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 19:36 Frá mótmælum Gulu vestanna á Austurvelli í dag. Stöð 2 Facebook-aðgangur undir merkjum hinna gulu vesta, mótmælenda sem „styðja og standa fyrir mótmælum almennings gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum,“ birti í kvöld Facebook-færslu þar sem tíndar eru til sögur fólks sem búið hefur við fátækt. Sögurnar, sem alls eru níu talsins, lýsa allar aðstæðum fólks sem búið hafa við bág kjör og upplifunum þeirra af skorti á fjárhagslegu öryggi. Þær segja margar hverjar frá úrræðum sem fólk nýtti sér til að glíma við fátækt og nokkrar lýsa því hvernig fólk brá á ýmis ráð til þess að skýla börnum sínum frá fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar. Ein sagan er svohljóðandi: „Ég hef lent í að eiga 10-20 þúsund krónur eftir ef allir reikningar voru borgaðir í byrjun mánaðar. Þetta var hræðilegur tími, en það sem situr eftir er varnarleysið og vonleysið. Þú getur ekkert leitað. Allar þær stofnanir sem eiga að aðstoða þig yppa öxlum. Sumar bjóða eitthvað sem þú getur ekki nýtt þér, aðrar svo lítið að það fleytir þér varla út daginn. Þú ert algerlega einn og öllum er sama.“ Önnur saga lýsir þá foreldri hvers staða var svo slæm í lok mánaðar að eini maturinn á heimilinu var lítil dós með niðursoðnum ávöxtum. „Ég opnaði hana og hellti safanum í hálfan pela, fyllti upp með vatni og gaf barninu það.“ Færslu gulu vestanna má lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Facebook-aðgangur undir merkjum hinna gulu vesta, mótmælenda sem „styðja og standa fyrir mótmælum almennings gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum,“ birti í kvöld Facebook-færslu þar sem tíndar eru til sögur fólks sem búið hefur við fátækt. Sögurnar, sem alls eru níu talsins, lýsa allar aðstæðum fólks sem búið hafa við bág kjör og upplifunum þeirra af skorti á fjárhagslegu öryggi. Þær segja margar hverjar frá úrræðum sem fólk nýtti sér til að glíma við fátækt og nokkrar lýsa því hvernig fólk brá á ýmis ráð til þess að skýla börnum sínum frá fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar. Ein sagan er svohljóðandi: „Ég hef lent í að eiga 10-20 þúsund krónur eftir ef allir reikningar voru borgaðir í byrjun mánaðar. Þetta var hræðilegur tími, en það sem situr eftir er varnarleysið og vonleysið. Þú getur ekkert leitað. Allar þær stofnanir sem eiga að aðstoða þig yppa öxlum. Sumar bjóða eitthvað sem þú getur ekki nýtt þér, aðrar svo lítið að það fleytir þér varla út daginn. Þú ert algerlega einn og öllum er sama.“ Önnur saga lýsir þá foreldri hvers staða var svo slæm í lok mánaðar að eini maturinn á heimilinu var lítil dós með niðursoðnum ávöxtum. „Ég opnaði hana og hellti safanum í hálfan pela, fyllti upp með vatni og gaf barninu það.“ Færslu gulu vestanna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira